Ár undir ógnarstjórn Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. júní 2015 07:00 Abu Bakr al Baghdadi er sagður hafa særst alvarlega í loftárás Bandaríkjahers í mars og sagður ófær um að stjórna samtökunum áfram. vísir/EPA Írak Íbúar Mósúl fylltust margir hverjir ótta þegar fréttist af því að vígasveitir Íslamska ríkisins væru að nálgast, en fyrst heyrðist til vopna þeirra í útjaðri borgarinnar þann 9. júní á síðasta ári. Aðrir fundu þó til léttis, að minnsta kosti í fyrstu, því íbúar borgarinnar höfðu mátt búa við ofríki af hálfu stjórnvalda. „Sjía-stjórnin í Bagdad leit alltaf á Mósúl sem helstu bækistöð baathista, vafalaust vegna þess að flestir æðstu herforingjarnir á tímum Saddams voru frá Mósúl,“ er haft eftir 45 ára lækni frá Mósúl á fréttavef breska dagblaðsins The Guardian. Baathistar voru liðsmenn Baathflokksins í Írak, flokks Saddams Hussein. Eins og Saddam voru baathistarnir flestir súnní-múslimar frá Anbar-héraði í vesturhluta landsins. Í höfuðborginni Bagdad hafa hins vegar sjía-múslimar ráðið ríkjum að mestu undanfarin ár, og njóta stuðnings frá Íran.Hundruð tjalda í flóttamannabúðum í Írak hýsa flóttafólk frá þeim svæðum, sem Íslamska ríkið hefur náð á sitt vald.nordicphotos/AFP „Þegar Íslamska ríkið tók völdin í Mósúl þá komu þeir almennilega fram við heimafólk, tóku niður allar eftirlitsstöðvarnar sem herinn hafði sett upp og opnuðu göturnar,“ segir læknirinn, sem ekki er nafngreindur á vef The Guardian. „Fólk trúði ekki eigin augum að ekki væri neinn sjía-her í borginni, engar handtökur og engar mútur.“ Fljótlega fór þó að koma annað hljóð í strokkinn. Fyrst voru allir krafðir um að lýsa yfir hollustu við kalífann Abu Bakr al Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem þá hafði lýst yfir stofnun kalífaveldis í Sýrlandi og Írak. Viku síðar voru kristnum íbúum borgarannar settir afarkostir: Þeir skyldu taka upp íslamska trú eða hafa sig á brott hið fyrsta. Þriðji kosturinn var dauðinn. Læknirinn, sem The Guardian ræddi við, forðaði sér til Irbil, höfuðstaðar Kúrdahéraðanna í norðurhluta Íraks. Um hálf milljón manna er talin hafa flúið borgina fyrstu vikurnar eftir að liðsmenn Íslamska ríkisins komu þangað. Þeir sem eftir eru þurfa að sæta ströngum reglum um hvaðeina í daglegu lífi, að viðlögðum hörðum refsingum. „Frá því Íslamska ríkið tók borgina hafa íbúarnir þurft að lúta „lögum kalífadæmisins“, eins og þau eru kölluð. Lágmarksrefsing er hýðing, en henni er beitt vegna hluta á borð við sígarettureykingar,“ hefur breska útvarpið BBC eftir Zaid, einum flóttamannanna frá Mósúl. „Fyrir þjófnað er refsað með því að höggva hönd af, fyrir hjúskaparbrot er körlum refsað með því að henda þeim ofan af hárri byggingu, en konum með því að grýta þær til dauða. Refsingunum er beitt til þess að hræða fólk, sem oft er neytt til þess að horfa á.“ Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Ár frá falli Mosul Fall borgarinnar er álitið upphaf leiftursóknar ISIS inn í Írak. 9. júní 2015 15:30 Ísis sækir í sig veðrið í Írak Yfirvöld í Írak virðast nú hafa misst stjórnina á vesturlandamærum landsins og ráða Ísis samtökin nú yfir landamærastöðvunum inn í Sýrland og Jórdaníu. 23. júní 2014 07:28 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Írak Íbúar Mósúl fylltust margir hverjir ótta þegar fréttist af því að vígasveitir Íslamska ríkisins væru að nálgast, en fyrst heyrðist til vopna þeirra í útjaðri borgarinnar þann 9. júní á síðasta ári. Aðrir fundu þó til léttis, að minnsta kosti í fyrstu, því íbúar borgarinnar höfðu mátt búa við ofríki af hálfu stjórnvalda. „Sjía-stjórnin í Bagdad leit alltaf á Mósúl sem helstu bækistöð baathista, vafalaust vegna þess að flestir æðstu herforingjarnir á tímum Saddams voru frá Mósúl,“ er haft eftir 45 ára lækni frá Mósúl á fréttavef breska dagblaðsins The Guardian. Baathistar voru liðsmenn Baathflokksins í Írak, flokks Saddams Hussein. Eins og Saddam voru baathistarnir flestir súnní-múslimar frá Anbar-héraði í vesturhluta landsins. Í höfuðborginni Bagdad hafa hins vegar sjía-múslimar ráðið ríkjum að mestu undanfarin ár, og njóta stuðnings frá Íran.Hundruð tjalda í flóttamannabúðum í Írak hýsa flóttafólk frá þeim svæðum, sem Íslamska ríkið hefur náð á sitt vald.nordicphotos/AFP „Þegar Íslamska ríkið tók völdin í Mósúl þá komu þeir almennilega fram við heimafólk, tóku niður allar eftirlitsstöðvarnar sem herinn hafði sett upp og opnuðu göturnar,“ segir læknirinn, sem ekki er nafngreindur á vef The Guardian. „Fólk trúði ekki eigin augum að ekki væri neinn sjía-her í borginni, engar handtökur og engar mútur.“ Fljótlega fór þó að koma annað hljóð í strokkinn. Fyrst voru allir krafðir um að lýsa yfir hollustu við kalífann Abu Bakr al Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem þá hafði lýst yfir stofnun kalífaveldis í Sýrlandi og Írak. Viku síðar voru kristnum íbúum borgarannar settir afarkostir: Þeir skyldu taka upp íslamska trú eða hafa sig á brott hið fyrsta. Þriðji kosturinn var dauðinn. Læknirinn, sem The Guardian ræddi við, forðaði sér til Irbil, höfuðstaðar Kúrdahéraðanna í norðurhluta Íraks. Um hálf milljón manna er talin hafa flúið borgina fyrstu vikurnar eftir að liðsmenn Íslamska ríkisins komu þangað. Þeir sem eftir eru þurfa að sæta ströngum reglum um hvaðeina í daglegu lífi, að viðlögðum hörðum refsingum. „Frá því Íslamska ríkið tók borgina hafa íbúarnir þurft að lúta „lögum kalífadæmisins“, eins og þau eru kölluð. Lágmarksrefsing er hýðing, en henni er beitt vegna hluta á borð við sígarettureykingar,“ hefur breska útvarpið BBC eftir Zaid, einum flóttamannanna frá Mósúl. „Fyrir þjófnað er refsað með því að höggva hönd af, fyrir hjúskaparbrot er körlum refsað með því að henda þeim ofan af hárri byggingu, en konum með því að grýta þær til dauða. Refsingunum er beitt til þess að hræða fólk, sem oft er neytt til þess að horfa á.“
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Ár frá falli Mosul Fall borgarinnar er álitið upphaf leiftursóknar ISIS inn í Írak. 9. júní 2015 15:30 Ísis sækir í sig veðrið í Írak Yfirvöld í Írak virðast nú hafa misst stjórnina á vesturlandamærum landsins og ráða Ísis samtökin nú yfir landamærastöðvunum inn í Sýrland og Jórdaníu. 23. júní 2014 07:28 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Ár frá falli Mosul Fall borgarinnar er álitið upphaf leiftursóknar ISIS inn í Írak. 9. júní 2015 15:30
Ísis sækir í sig veðrið í Írak Yfirvöld í Írak virðast nú hafa misst stjórnina á vesturlandamærum landsins og ráða Ísis samtökin nú yfir landamærastöðvunum inn í Sýrland og Jórdaníu. 23. júní 2014 07:28