Ár undir ógnarstjórn Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. júní 2015 07:00 Abu Bakr al Baghdadi er sagður hafa særst alvarlega í loftárás Bandaríkjahers í mars og sagður ófær um að stjórna samtökunum áfram. vísir/EPA Írak Íbúar Mósúl fylltust margir hverjir ótta þegar fréttist af því að vígasveitir Íslamska ríkisins væru að nálgast, en fyrst heyrðist til vopna þeirra í útjaðri borgarinnar þann 9. júní á síðasta ári. Aðrir fundu þó til léttis, að minnsta kosti í fyrstu, því íbúar borgarinnar höfðu mátt búa við ofríki af hálfu stjórnvalda. „Sjía-stjórnin í Bagdad leit alltaf á Mósúl sem helstu bækistöð baathista, vafalaust vegna þess að flestir æðstu herforingjarnir á tímum Saddams voru frá Mósúl,“ er haft eftir 45 ára lækni frá Mósúl á fréttavef breska dagblaðsins The Guardian. Baathistar voru liðsmenn Baathflokksins í Írak, flokks Saddams Hussein. Eins og Saddam voru baathistarnir flestir súnní-múslimar frá Anbar-héraði í vesturhluta landsins. Í höfuðborginni Bagdad hafa hins vegar sjía-múslimar ráðið ríkjum að mestu undanfarin ár, og njóta stuðnings frá Íran.Hundruð tjalda í flóttamannabúðum í Írak hýsa flóttafólk frá þeim svæðum, sem Íslamska ríkið hefur náð á sitt vald.nordicphotos/AFP „Þegar Íslamska ríkið tók völdin í Mósúl þá komu þeir almennilega fram við heimafólk, tóku niður allar eftirlitsstöðvarnar sem herinn hafði sett upp og opnuðu göturnar,“ segir læknirinn, sem ekki er nafngreindur á vef The Guardian. „Fólk trúði ekki eigin augum að ekki væri neinn sjía-her í borginni, engar handtökur og engar mútur.“ Fljótlega fór þó að koma annað hljóð í strokkinn. Fyrst voru allir krafðir um að lýsa yfir hollustu við kalífann Abu Bakr al Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem þá hafði lýst yfir stofnun kalífaveldis í Sýrlandi og Írak. Viku síðar voru kristnum íbúum borgarannar settir afarkostir: Þeir skyldu taka upp íslamska trú eða hafa sig á brott hið fyrsta. Þriðji kosturinn var dauðinn. Læknirinn, sem The Guardian ræddi við, forðaði sér til Irbil, höfuðstaðar Kúrdahéraðanna í norðurhluta Íraks. Um hálf milljón manna er talin hafa flúið borgina fyrstu vikurnar eftir að liðsmenn Íslamska ríkisins komu þangað. Þeir sem eftir eru þurfa að sæta ströngum reglum um hvaðeina í daglegu lífi, að viðlögðum hörðum refsingum. „Frá því Íslamska ríkið tók borgina hafa íbúarnir þurft að lúta „lögum kalífadæmisins“, eins og þau eru kölluð. Lágmarksrefsing er hýðing, en henni er beitt vegna hluta á borð við sígarettureykingar,“ hefur breska útvarpið BBC eftir Zaid, einum flóttamannanna frá Mósúl. „Fyrir þjófnað er refsað með því að höggva hönd af, fyrir hjúskaparbrot er körlum refsað með því að henda þeim ofan af hárri byggingu, en konum með því að grýta þær til dauða. Refsingunum er beitt til þess að hræða fólk, sem oft er neytt til þess að horfa á.“ Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Ár frá falli Mosul Fall borgarinnar er álitið upphaf leiftursóknar ISIS inn í Írak. 9. júní 2015 15:30 Ísis sækir í sig veðrið í Írak Yfirvöld í Írak virðast nú hafa misst stjórnina á vesturlandamærum landsins og ráða Ísis samtökin nú yfir landamærastöðvunum inn í Sýrland og Jórdaníu. 23. júní 2014 07:28 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Írak Íbúar Mósúl fylltust margir hverjir ótta þegar fréttist af því að vígasveitir Íslamska ríkisins væru að nálgast, en fyrst heyrðist til vopna þeirra í útjaðri borgarinnar þann 9. júní á síðasta ári. Aðrir fundu þó til léttis, að minnsta kosti í fyrstu, því íbúar borgarinnar höfðu mátt búa við ofríki af hálfu stjórnvalda. „Sjía-stjórnin í Bagdad leit alltaf á Mósúl sem helstu bækistöð baathista, vafalaust vegna þess að flestir æðstu herforingjarnir á tímum Saddams voru frá Mósúl,“ er haft eftir 45 ára lækni frá Mósúl á fréttavef breska dagblaðsins The Guardian. Baathistar voru liðsmenn Baathflokksins í Írak, flokks Saddams Hussein. Eins og Saddam voru baathistarnir flestir súnní-múslimar frá Anbar-héraði í vesturhluta landsins. Í höfuðborginni Bagdad hafa hins vegar sjía-múslimar ráðið ríkjum að mestu undanfarin ár, og njóta stuðnings frá Íran.Hundruð tjalda í flóttamannabúðum í Írak hýsa flóttafólk frá þeim svæðum, sem Íslamska ríkið hefur náð á sitt vald.nordicphotos/AFP „Þegar Íslamska ríkið tók völdin í Mósúl þá komu þeir almennilega fram við heimafólk, tóku niður allar eftirlitsstöðvarnar sem herinn hafði sett upp og opnuðu göturnar,“ segir læknirinn, sem ekki er nafngreindur á vef The Guardian. „Fólk trúði ekki eigin augum að ekki væri neinn sjía-her í borginni, engar handtökur og engar mútur.“ Fljótlega fór þó að koma annað hljóð í strokkinn. Fyrst voru allir krafðir um að lýsa yfir hollustu við kalífann Abu Bakr al Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem þá hafði lýst yfir stofnun kalífaveldis í Sýrlandi og Írak. Viku síðar voru kristnum íbúum borgarannar settir afarkostir: Þeir skyldu taka upp íslamska trú eða hafa sig á brott hið fyrsta. Þriðji kosturinn var dauðinn. Læknirinn, sem The Guardian ræddi við, forðaði sér til Irbil, höfuðstaðar Kúrdahéraðanna í norðurhluta Íraks. Um hálf milljón manna er talin hafa flúið borgina fyrstu vikurnar eftir að liðsmenn Íslamska ríkisins komu þangað. Þeir sem eftir eru þurfa að sæta ströngum reglum um hvaðeina í daglegu lífi, að viðlögðum hörðum refsingum. „Frá því Íslamska ríkið tók borgina hafa íbúarnir þurft að lúta „lögum kalífadæmisins“, eins og þau eru kölluð. Lágmarksrefsing er hýðing, en henni er beitt vegna hluta á borð við sígarettureykingar,“ hefur breska útvarpið BBC eftir Zaid, einum flóttamannanna frá Mósúl. „Fyrir þjófnað er refsað með því að höggva hönd af, fyrir hjúskaparbrot er körlum refsað með því að henda þeim ofan af hárri byggingu, en konum með því að grýta þær til dauða. Refsingunum er beitt til þess að hræða fólk, sem oft er neytt til þess að horfa á.“
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Ár frá falli Mosul Fall borgarinnar er álitið upphaf leiftursóknar ISIS inn í Írak. 9. júní 2015 15:30 Ísis sækir í sig veðrið í Írak Yfirvöld í Írak virðast nú hafa misst stjórnina á vesturlandamærum landsins og ráða Ísis samtökin nú yfir landamærastöðvunum inn í Sýrland og Jórdaníu. 23. júní 2014 07:28 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Ár frá falli Mosul Fall borgarinnar er álitið upphaf leiftursóknar ISIS inn í Írak. 9. júní 2015 15:30
Ísis sækir í sig veðrið í Írak Yfirvöld í Írak virðast nú hafa misst stjórnina á vesturlandamærum landsins og ráða Ísis samtökin nú yfir landamærastöðvunum inn í Sýrland og Jórdaníu. 23. júní 2014 07:28