Frjáls femínisti 12. júní 2015 12:59 Femínísk barátta verður að fá að vera alls konar. Ég taldi mig til að mynda leggja mitt af mörkum í baráttuna með því að ritstýra bók sem innihélt kynferðislegar fantasíur kvenna. Með henni var ég að sameina mína uppáhaldsmálstaði; frjálslyndi og kynfrelsi. Þetta var minn femínismi en það voru aldeilis ekki allir femínistar sammála því. Ég fékk satt best að segja að finna fyrir því og var brigslað um allt frá óheilindum til þess að vera lögbrjótur. Í smáu samfélagi er auðvelt að bogna undan háðsglósum þeirra sem hafa slegið eign sinni á málaflokk á háværan hátt. En það þýddi ekkert að væla undan því. Þeir sem voru þarna ósammála mér máttu að sjálfsögðu hafa sínar skoðanir á því hvernig við eflum jafnrétti, alveg eins og ég. Það var þá bara mitt að tala hátt og skýrt og hnarreist um að mér finnst að konur megi gera og segja og hugsa nákvæmlega það sem þær vilja svo lengi sem þær meiða engan annan. Það var þá mitt að reyna að spyrna gegn því sem mér finnst einlægt óþolandi; þegar sífellt er verið að vernda konur fyrir öllum mögulegum og ómögulegum hlutum, og þá ekki síst þegar á að vernda þær fyrir sjálfum sér því þær ku ekki vita hvað þær gjöra. Enginn á einhvern málaflokk. Því verður að vera í boði að fá að vera efins um stífa kynjakvóta í öllum heimsins mengjum eða finnast vond þróun að dómstóll götunnar leggi mannorð ódæmdra manna í rúst. Og þó að einhverjir svari því þá til að með því sé maður gegnsýrður af feðraveldinu eða beri ekki virðingu fyrir þolendum kynferðisbrota verður að hafa það. Það á að vera í boði að hafa mismunandi skoðanir á því hvernig jafnrétti skuli náð. Og það á að vera í boði fyrir konur að takast á um þær skoðanir. Konur eru ekki eitt stórt sammála mengi sem hefur mistekist ef það er ekki í stanslausu hópknúsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun
Femínísk barátta verður að fá að vera alls konar. Ég taldi mig til að mynda leggja mitt af mörkum í baráttuna með því að ritstýra bók sem innihélt kynferðislegar fantasíur kvenna. Með henni var ég að sameina mína uppáhaldsmálstaði; frjálslyndi og kynfrelsi. Þetta var minn femínismi en það voru aldeilis ekki allir femínistar sammála því. Ég fékk satt best að segja að finna fyrir því og var brigslað um allt frá óheilindum til þess að vera lögbrjótur. Í smáu samfélagi er auðvelt að bogna undan háðsglósum þeirra sem hafa slegið eign sinni á málaflokk á háværan hátt. En það þýddi ekkert að væla undan því. Þeir sem voru þarna ósammála mér máttu að sjálfsögðu hafa sínar skoðanir á því hvernig við eflum jafnrétti, alveg eins og ég. Það var þá bara mitt að tala hátt og skýrt og hnarreist um að mér finnst að konur megi gera og segja og hugsa nákvæmlega það sem þær vilja svo lengi sem þær meiða engan annan. Það var þá mitt að reyna að spyrna gegn því sem mér finnst einlægt óþolandi; þegar sífellt er verið að vernda konur fyrir öllum mögulegum og ómögulegum hlutum, og þá ekki síst þegar á að vernda þær fyrir sjálfum sér því þær ku ekki vita hvað þær gjöra. Enginn á einhvern málaflokk. Því verður að vera í boði að fá að vera efins um stífa kynjakvóta í öllum heimsins mengjum eða finnast vond þróun að dómstóll götunnar leggi mannorð ódæmdra manna í rúst. Og þó að einhverjir svari því þá til að með því sé maður gegnsýrður af feðraveldinu eða beri ekki virðingu fyrir þolendum kynferðisbrota verður að hafa það. Það á að vera í boði að hafa mismunandi skoðanir á því hvernig jafnrétti skuli náð. Og það á að vera í boði fyrir konur að takast á um þær skoðanir. Konur eru ekki eitt stórt sammála mengi sem hefur mistekist ef það er ekki í stanslausu hópknúsi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun