Segja ríki heims þurfa að stofna flóttamannasjóð Guðsteinn Bjarnason skrifar 16. júní 2015 07:00 Kúrdar í norðanverðu Sýrlandi bíða við landamæri Grikklands í von um að komast yfir gryfjuna, sem skilur á milli. Meira en fjórar milljónir manna hafa hrakist frá Sýrlandi frá því vopnuð átök þar hófust vorið 2011. Langflestir þeirra hafast nú við í fimm nágrannaríkjum Sýrlands, sem eru að sligast undan vandanum. „Flóttamannavandinn er eitt helsta verkefni 21. aldarinnar, en viðbrögð alþjóðasamfélagsins hafa verið til skammar,“ segir Shalil Shetty, framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Amnesty International, í tilefni af útgáfu nýrrar skýrslu um ástandið. „Umheimurinn getur ekki lengur setið hjá og fylgst með löndum á borð við Líbanon og Tyrkland taka á sig þetta stórar byrðar.“ Samtökin segja nauðsynlegt að stokka rækilega upp í þeim leiðum, sem alþjóðasamfélagið svonefnda hefur farið til þess að bregðast við vandanum. Móta þurfi nýja stefnu og stunda önnur vinnubrögð en hingað til. Meðal annars leggja samtökin til að stofnaður verði alþjóðlegur flóttamannasjóður, sem gæti veitt myndarlegan stuðning til þeirra ríkja sem taka við mörgum flóttamönnum. Þá þurfi að efna til alþjóðlegrar ráðstefnu þar sem einkum verði horft til ábyrgðar ríkja heims og leiða til að taka í sameiningu á vandanum. Samtökin segja að leiðtogar helstu ríkja heims hafi í raun dæmt milljónir flóttamanna til þess að búa við óbærilegar aðstæður og þúsundir manna til dauða með því að útvega ekki nauðsynlega mannúðarvernd. Tilboð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að taka við 20 þúsund flóttamönnum til viðbótar, sem fái hæli í löndum sambandsins, er engan veginn nóg til þess að slá á vandann. Engar líkur virðast á því að þær milljónir flóttamanna, sem hrakist hafa frá Sýrlandi, geti snúið þangað aftur á næstu misserum. Samtökin segja að alþjóðasamfélaginu beri skylda til að sinna þessum flóttamönnum. Alltof fáum þeirra hafi boðist hæli og mikið vanti upp á að óskum mannúðarsamtaka um fjármögnun aðgerða hafi verið sinnt. Að mati Amnesty International er þörfin slík, að 300 þúsund flóttamenn þurfi að fá hæli í öðrum löndum á ári hverju næstu fjögur árin. Flóttamenn Grikkland Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Sjá meira
Meira en fjórar milljónir manna hafa hrakist frá Sýrlandi frá því vopnuð átök þar hófust vorið 2011. Langflestir þeirra hafast nú við í fimm nágrannaríkjum Sýrlands, sem eru að sligast undan vandanum. „Flóttamannavandinn er eitt helsta verkefni 21. aldarinnar, en viðbrögð alþjóðasamfélagsins hafa verið til skammar,“ segir Shalil Shetty, framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Amnesty International, í tilefni af útgáfu nýrrar skýrslu um ástandið. „Umheimurinn getur ekki lengur setið hjá og fylgst með löndum á borð við Líbanon og Tyrkland taka á sig þetta stórar byrðar.“ Samtökin segja nauðsynlegt að stokka rækilega upp í þeim leiðum, sem alþjóðasamfélagið svonefnda hefur farið til þess að bregðast við vandanum. Móta þurfi nýja stefnu og stunda önnur vinnubrögð en hingað til. Meðal annars leggja samtökin til að stofnaður verði alþjóðlegur flóttamannasjóður, sem gæti veitt myndarlegan stuðning til þeirra ríkja sem taka við mörgum flóttamönnum. Þá þurfi að efna til alþjóðlegrar ráðstefnu þar sem einkum verði horft til ábyrgðar ríkja heims og leiða til að taka í sameiningu á vandanum. Samtökin segja að leiðtogar helstu ríkja heims hafi í raun dæmt milljónir flóttamanna til þess að búa við óbærilegar aðstæður og þúsundir manna til dauða með því að útvega ekki nauðsynlega mannúðarvernd. Tilboð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að taka við 20 þúsund flóttamönnum til viðbótar, sem fái hæli í löndum sambandsins, er engan veginn nóg til þess að slá á vandann. Engar líkur virðast á því að þær milljónir flóttamanna, sem hrakist hafa frá Sýrlandi, geti snúið þangað aftur á næstu misserum. Samtökin segja að alþjóðasamfélaginu beri skylda til að sinna þessum flóttamönnum. Alltof fáum þeirra hafi boðist hæli og mikið vanti upp á að óskum mannúðarsamtaka um fjármögnun aðgerða hafi verið sinnt. Að mati Amnesty International er þörfin slík, að 300 þúsund flóttamenn þurfi að fá hæli í öðrum löndum á ári hverju næstu fjögur árin.
Flóttamenn Grikkland Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Sjá meira