Selfoss getur hirt toppsætið af Breiðabliki í stórslagnum í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júní 2015 08:45 Selfoss hefur unnið sex leiki í röð. vísir/ernir Sjöunda umferð Pepsi-deildar kvenna hefst með þremur leikjum í kvöld; Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar sækja ÍBV heim, Afturelding og KR mætast í Mosfellsbænum og loks tekur Breiðablik á móti Selfossi í stórleik umferðarinnar. Breiðablik hefur byrjað tímabilið af fítonskrafti; unnið fimm leiki af sex og gert eitt jafntefli, skorað 22 mörk og aðeins fengið á sig tvö. Selfoss er einu stigi á eftir Blikum en liðið hefur unnið fimm leiki í röð eftir tap fyrir Fylki í 1. umferðinni. Selfoss getur því með sigri í kvöld komist á topp deildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins.Breiddin og reynslan Blikamegin „Það væri áfangi hjá Selfossi að komast á toppinn en það gefur þeim ekkert í lokin,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, þegar Fréttablaðið fékk hann til að líta á leikinn. „En ef Selfoss vinnur í kvöld er liðið bæði búið að vinna Stjörnuna og Breiðablik og þá held ég að allir ættu að fara að taka þær alvarlega,“ bætti Freyr við, en hann telur nágrannaliðin, Stjörnuna og Breiðablik, enn skrefi framar en Selfoss sem hefur verið í stöðugri sókn síðan liðið kom upp í Pepsi-deildina 2012. „Liðið er gott, vel skipulagt, í góðu formi og útlendingarnir hafa komið vel inn í þetta, en Stjarnan og Breiðablik eru með meiri breidd og búa yfir meiri reynslu. Þessi lið eru alltaf á undan í þessu kapphlaupi um titilinn en það getur allt gerst í fótbolta.“ Í viðtali sem birtist í Fréttablaðinu í gær sagðist landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir ætla að klára tímabilið með Selfossi, sem eru frábærar fréttir fyrir liðið sem hefur unnið alla sex leikina, í deild og bikar, síðan hún kom inn í liðið. Dagný er í algjöru lykilhlutverki hjá Selfossi en það eru fleiri leikmenn sem hafa staðið sig með prýði og liðsheildin er sterk.Mikil liðsheild hjá Selfossi „Þær eru í mjög góðu líkamlegu formi og það sést á því að þær klára leikina vanalega af miklum krafti. Liðsheildin er góð; þetta eru mest allt stelpur af Suðurlandinu sem þekkjast vel. Og svo eru þær með Dagnýju og Guðmundu Brynju (Óladóttur) sem geta klárað leiki upp á sitt eindæmi,“ sagði Freyr en sú síðarnefnda er komin með fimm mörk í deildinni í sumar. Selfoss er með þrjá erlenda leikmenn í sínum röðum; miðvörðinn Summer Williams, markvörðinn Chante Sandiford og framherjann Donnu Kay Henry. Sú síðastnefnda, sem hefur leikið landsleiki fyrir Jamaíka, er eldfljót og mikill íþróttamaður, þótt ákvarðanatöku hennar á síðasta þriðjungnum sé stundum ábótavant. Talandi um fljóta framherja, þá hefur Breiðablik nóg af þeim í sínum röðum. Tvær þeirra, Fanndís Friðriksdóttir og Telma Hjaltalín Þrastardóttir, hafa verið iðnar við kolann í sumar og skorað samtals 13 deildarmörk; Fanndís sjö og Telma sex. Freyr hefur hrifist af leik þeirra í sumar. „Það er gott fyrir mig sem landsliðsþjálfara að sjá Fanndísi í þessu formi. Hún er búin að vera framúrskarandi. Það eru ekki bara mörkin hennar sem ég er ánægður með heldur hafa ákvarðanatökurnar verið mjög góðar og hún er að taka leikina til sín sem hún þarf að gera. „Telma hefur einnig byrjað frábærlega og það er greinilegt að þjálfararnir hafa sett mikið traust á hana,“ sagði Freyr, sem telur að innkoma Málfríðar Ernu Sigurðardóttur og Hallberu Gísladóttur hafi haft jákvæð áhrif á lið Breiðabliks, sem virðist þroskaðra og einbeittara en síðustu ár. „Blikaliðið er orðið miklu jafnara í öllum leikstöðum og það sem hefur kannski lagast mest er að það spilar vörn sem lið. Mér finnst hvergi veikan blett að finna á liðinu,“ bætti Freyr við en Blikar hafa fengið á sig fæst mörk í deildinni (2). En við hvernig leik býst Freyr í kvöld? „Ég á von á jöfnum leik og það verður örugglega spilað af mikilli hörku. Leikmenn þekkja hver annan út og inn og það mun ekkert koma á óvart. Þetta verður harður leikur en vonandi skemmtilegur og á eftir að ráðast á einu marki, til eða frá,“ sagði Freyr að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Aldo: Ég ætla að kæfa Holloway Sport Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Sjöunda umferð Pepsi-deildar kvenna hefst með þremur leikjum í kvöld; Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar sækja ÍBV heim, Afturelding og KR mætast í Mosfellsbænum og loks tekur Breiðablik á móti Selfossi í stórleik umferðarinnar. Breiðablik hefur byrjað tímabilið af fítonskrafti; unnið fimm leiki af sex og gert eitt jafntefli, skorað 22 mörk og aðeins fengið á sig tvö. Selfoss er einu stigi á eftir Blikum en liðið hefur unnið fimm leiki í röð eftir tap fyrir Fylki í 1. umferðinni. Selfoss getur því með sigri í kvöld komist á topp deildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins.Breiddin og reynslan Blikamegin „Það væri áfangi hjá Selfossi að komast á toppinn en það gefur þeim ekkert í lokin,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, þegar Fréttablaðið fékk hann til að líta á leikinn. „En ef Selfoss vinnur í kvöld er liðið bæði búið að vinna Stjörnuna og Breiðablik og þá held ég að allir ættu að fara að taka þær alvarlega,“ bætti Freyr við, en hann telur nágrannaliðin, Stjörnuna og Breiðablik, enn skrefi framar en Selfoss sem hefur verið í stöðugri sókn síðan liðið kom upp í Pepsi-deildina 2012. „Liðið er gott, vel skipulagt, í góðu formi og útlendingarnir hafa komið vel inn í þetta, en Stjarnan og Breiðablik eru með meiri breidd og búa yfir meiri reynslu. Þessi lið eru alltaf á undan í þessu kapphlaupi um titilinn en það getur allt gerst í fótbolta.“ Í viðtali sem birtist í Fréttablaðinu í gær sagðist landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir ætla að klára tímabilið með Selfossi, sem eru frábærar fréttir fyrir liðið sem hefur unnið alla sex leikina, í deild og bikar, síðan hún kom inn í liðið. Dagný er í algjöru lykilhlutverki hjá Selfossi en það eru fleiri leikmenn sem hafa staðið sig með prýði og liðsheildin er sterk.Mikil liðsheild hjá Selfossi „Þær eru í mjög góðu líkamlegu formi og það sést á því að þær klára leikina vanalega af miklum krafti. Liðsheildin er góð; þetta eru mest allt stelpur af Suðurlandinu sem þekkjast vel. Og svo eru þær með Dagnýju og Guðmundu Brynju (Óladóttur) sem geta klárað leiki upp á sitt eindæmi,“ sagði Freyr en sú síðarnefnda er komin með fimm mörk í deildinni í sumar. Selfoss er með þrjá erlenda leikmenn í sínum röðum; miðvörðinn Summer Williams, markvörðinn Chante Sandiford og framherjann Donnu Kay Henry. Sú síðastnefnda, sem hefur leikið landsleiki fyrir Jamaíka, er eldfljót og mikill íþróttamaður, þótt ákvarðanatöku hennar á síðasta þriðjungnum sé stundum ábótavant. Talandi um fljóta framherja, þá hefur Breiðablik nóg af þeim í sínum röðum. Tvær þeirra, Fanndís Friðriksdóttir og Telma Hjaltalín Þrastardóttir, hafa verið iðnar við kolann í sumar og skorað samtals 13 deildarmörk; Fanndís sjö og Telma sex. Freyr hefur hrifist af leik þeirra í sumar. „Það er gott fyrir mig sem landsliðsþjálfara að sjá Fanndísi í þessu formi. Hún er búin að vera framúrskarandi. Það eru ekki bara mörkin hennar sem ég er ánægður með heldur hafa ákvarðanatökurnar verið mjög góðar og hún er að taka leikina til sín sem hún þarf að gera. „Telma hefur einnig byrjað frábærlega og það er greinilegt að þjálfararnir hafa sett mikið traust á hana,“ sagði Freyr, sem telur að innkoma Málfríðar Ernu Sigurðardóttur og Hallberu Gísladóttur hafi haft jákvæð áhrif á lið Breiðabliks, sem virðist þroskaðra og einbeittara en síðustu ár. „Blikaliðið er orðið miklu jafnara í öllum leikstöðum og það sem hefur kannski lagast mest er að það spilar vörn sem lið. Mér finnst hvergi veikan blett að finna á liðinu,“ bætti Freyr við en Blikar hafa fengið á sig fæst mörk í deildinni (2). En við hvernig leik býst Freyr í kvöld? „Ég á von á jöfnum leik og það verður örugglega spilað af mikilli hörku. Leikmenn þekkja hver annan út og inn og það mun ekkert koma á óvart. Þetta verður harður leikur en vonandi skemmtilegur og á eftir að ráðast á einu marki, til eða frá,“ sagði Freyr að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Aldo: Ég ætla að kæfa Holloway Sport Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira