60% kaupenda útlendingar Gunnar Leó Pálsson skrifar 25. júní 2015 09:00 Um 4.000 manns sóttu ATP-tónlistarhátíðina í fyrra og gerir Barry Hogan ráð fyrir enn fleiri gestum í ár. Um sextíu prósent af þeim miðum sem selst hafa á ATP-tónlistarhátíðina hafa farið í hendur útlendinga og einungis fjörutíu prósent í hendur Íslendinga. Þessar tölur voru akkúrat öfugar í fyrra eða sextíu prósent miða seld til Íslendinga og fjörutíu til útlendinga. „Íslendingar bíða yfirleitt fram á síðustu stundu með að kaupa miða þannig að ég skil þetta alveg. Þetta gæti alveg breyst þegar líður að hátíðinni,“ segir Barry Hogan, stofnandi og skipuleggjandi ATP-tónlistarhátíðarinnar. Hátíðin fer fram dagana 2.-4. júlí á Ásbrú í Keflavík. Sem stendur hafa um 3.000 miðar verið seldir á hátíðina og segist Barry vera bjartsýnn á framhaldið. „Í fyrra seldust um 4.000 miðar í heildina, þannig að ég held að það eigi eftir að seljast fleiri miðar í ár. Maður sér mikinn mun dag frá degi,“ segir Barry. Alls eru 5.000 miðar til sölu á hátíðina en það er sami miðafjöldi og í fyrra. „Hátíðin verður af svipaðri stærðargráðu í ár og í fyrra, helsti munurinn er kannski að það eru fleiri hljómsveitir í ár.“Iggy Pop er á meðal þeirra listamanna sem koma fram á hátíðinni í ár.Um síðustu helgi fór önnur stór tónlistarhátíð fram, Secret Solstice, en truflar sú hátíð ekki ATP hátíðina? „Þetta eru ólíkar hátíðir og fólkið sem sækir þær er ólíkt. Það eru fleiri tónlistarunnendur sem sækja ATP en kannski víðari hópur fólks og meiri partíljón sem sækja Solstice-hátíðina. ATP styðst líka meira við samfélagsmiðla og „word of mouth“ markaðsaðferð, en Secret Solstice reynir að ná til stærri hóps fólks og þarf því að auglýsa hana og markaðssetja á aflmeiri hátt og þeir eru mjög góðir í því,“ útskýrir Barry. Mannabreytingar hafa verið innanborðs hjá ATP en Tómas Young, sem var einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, er ekki lengur í teyminu. „Ef það væri ekki fyrir Tómas, þá væri ATP-hátíðin á Íslandi ekki til og hefði ekki orðið til. Það hefur alltaf verið mikill drifkraftur í honum og það er leiðinlegt að segja frá því að hann hafi þurft að fara frá okkur til að sinna öðru. Hann er okkur kær vinur og erum við enn nánir,“ segir Barry, spurður út í brotthvarf Tómasar. Mikil eftirvænting er fyrir hátíðinni og segir Barry þá erlendu listamenn sem fram koma á hátíðinni mjög spennta fyrir því að heimsækja Ísland. Þekktustu tónlistarmennirnir sem fram koma á ATP í ár eru Iggy Pop, Belle and Sebastian, Public Enemy, Run The Jewels, ásamt fjölda þekktra íslenskra listamanna. ATP í Keflavík Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira
Um sextíu prósent af þeim miðum sem selst hafa á ATP-tónlistarhátíðina hafa farið í hendur útlendinga og einungis fjörutíu prósent í hendur Íslendinga. Þessar tölur voru akkúrat öfugar í fyrra eða sextíu prósent miða seld til Íslendinga og fjörutíu til útlendinga. „Íslendingar bíða yfirleitt fram á síðustu stundu með að kaupa miða þannig að ég skil þetta alveg. Þetta gæti alveg breyst þegar líður að hátíðinni,“ segir Barry Hogan, stofnandi og skipuleggjandi ATP-tónlistarhátíðarinnar. Hátíðin fer fram dagana 2.-4. júlí á Ásbrú í Keflavík. Sem stendur hafa um 3.000 miðar verið seldir á hátíðina og segist Barry vera bjartsýnn á framhaldið. „Í fyrra seldust um 4.000 miðar í heildina, þannig að ég held að það eigi eftir að seljast fleiri miðar í ár. Maður sér mikinn mun dag frá degi,“ segir Barry. Alls eru 5.000 miðar til sölu á hátíðina en það er sami miðafjöldi og í fyrra. „Hátíðin verður af svipaðri stærðargráðu í ár og í fyrra, helsti munurinn er kannski að það eru fleiri hljómsveitir í ár.“Iggy Pop er á meðal þeirra listamanna sem koma fram á hátíðinni í ár.Um síðustu helgi fór önnur stór tónlistarhátíð fram, Secret Solstice, en truflar sú hátíð ekki ATP hátíðina? „Þetta eru ólíkar hátíðir og fólkið sem sækir þær er ólíkt. Það eru fleiri tónlistarunnendur sem sækja ATP en kannski víðari hópur fólks og meiri partíljón sem sækja Solstice-hátíðina. ATP styðst líka meira við samfélagsmiðla og „word of mouth“ markaðsaðferð, en Secret Solstice reynir að ná til stærri hóps fólks og þarf því að auglýsa hana og markaðssetja á aflmeiri hátt og þeir eru mjög góðir í því,“ útskýrir Barry. Mannabreytingar hafa verið innanborðs hjá ATP en Tómas Young, sem var einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, er ekki lengur í teyminu. „Ef það væri ekki fyrir Tómas, þá væri ATP-hátíðin á Íslandi ekki til og hefði ekki orðið til. Það hefur alltaf verið mikill drifkraftur í honum og það er leiðinlegt að segja frá því að hann hafi þurft að fara frá okkur til að sinna öðru. Hann er okkur kær vinur og erum við enn nánir,“ segir Barry, spurður út í brotthvarf Tómasar. Mikil eftirvænting er fyrir hátíðinni og segir Barry þá erlendu listamenn sem fram koma á hátíðinni mjög spennta fyrir því að heimsækja Ísland. Þekktustu tónlistarmennirnir sem fram koma á ATP í ár eru Iggy Pop, Belle and Sebastian, Public Enemy, Run The Jewels, ásamt fjölda þekktra íslenskra listamanna.
ATP í Keflavík Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira