Grikkir leggja til 30 prósenta skuldaniðurfellingu í dag Ingvar Haraldsson skrifar 7. júlí 2015 08:00 Yanis Varoufakis yfirgaf gríska fjármálaráðuneytið eftir afsögn sína í gær á mótorhjóli með eiginkonu sinni Danae Stratou. Nordichpotos/AFP Grísk stjórnvöld munu leggja til að skuldir gríska ríkisins verði lækkaðar um 30 prósent á neyðarfundi leiðtoga evruríkjanna í dag. Þetta sagði Giorgos Stathakis, efnahagsmálaráðherra Grikklands, við BBC í gær. Tillagan er sögð í samræmi við skýrslu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) gaf út í síðustu viku þar sem fram kom að skuldahlutfall gríska ríkisins væri orðið ósjálfbært. Lána þyrfti Grikkjum 60 milljarða evra til viðbótar á næstu árum. Skuldir gríska ríkisins eru yfir 310 milljarðar evra eða sem nemur um 177 prósentum af landsframleiðslu. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS, sagði að stofnunin væri tilbúin að veita Grikkjum hjálp óskuðu þeir þess. Skiptar skoðanir eru á meðal evruríkjanna um skuldaniðurfellingu Grikkja. Þjóðverjar, sem lánað hafa Grikkjum mest allra evruþjóða, hafa talað gegn skuldaniðurfellingu. Skuldalækkun kemur ekki til álita af okkar hálfu,“ hefur AP eftir Martin Jaeger, talsmanni þýska fjármálaráðuneytisins. Jaeger sagði að ekki væri ástæða til að breyta þeirri stefnu sem mörkuð hefði verið þrátt fyrir skýrslu AGS. Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands og efnahagsmálaráðherra, sagði að skuldaniðurfelling fyrir Grikki gæti orðið fordæmisgefandi fyrir aðrar skuldsettar evruþjóðir. Grískir bankar verða áfram lokaðir næstu daga en stefnt hafði verið að því að opna þá í dag eftir ríflega vikulokun. Lausafé gríska bankakerfisins klárast á næstu dögum fáist ekki frekari neyðarlán frá Evrópska seðlabankanum. Grikkir munu fara fram á að neyðarlán verði veitt á ný á meðan viðræður við lánardrottna standa yfir. Framtíð Grikkja innan evrunnar mun velta á niðurstöðu samningaviðræðna næstu daga. Hagfræðingurinn litríki Yanis Varoufakis sagði óvænt af sér sem fjármálaráðherra Grikklands í gær. Í færslu á bloggsíðu sinni sagði Varoufakis að þar sem Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hefði sagt honum að brotthvarf hans gæti liðkað fyrir samningaviðræðum við hinar evruþjóðirnar hefði hann ákveðið að láta af embætti. Annar hagfræðingur, Euclid Tsakalotos, mun taka við embættinu en hann hefur fram til þessa leitt samninganefnd grískra stjórnvalda í viðræðum við evruríkin. Tsakalotos mun vera mun betur liðinn en Varoufakis meðal fulltrúa evruþjóðanna. Grikkland Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Grísk stjórnvöld munu leggja til að skuldir gríska ríkisins verði lækkaðar um 30 prósent á neyðarfundi leiðtoga evruríkjanna í dag. Þetta sagði Giorgos Stathakis, efnahagsmálaráðherra Grikklands, við BBC í gær. Tillagan er sögð í samræmi við skýrslu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) gaf út í síðustu viku þar sem fram kom að skuldahlutfall gríska ríkisins væri orðið ósjálfbært. Lána þyrfti Grikkjum 60 milljarða evra til viðbótar á næstu árum. Skuldir gríska ríkisins eru yfir 310 milljarðar evra eða sem nemur um 177 prósentum af landsframleiðslu. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS, sagði að stofnunin væri tilbúin að veita Grikkjum hjálp óskuðu þeir þess. Skiptar skoðanir eru á meðal evruríkjanna um skuldaniðurfellingu Grikkja. Þjóðverjar, sem lánað hafa Grikkjum mest allra evruþjóða, hafa talað gegn skuldaniðurfellingu. Skuldalækkun kemur ekki til álita af okkar hálfu,“ hefur AP eftir Martin Jaeger, talsmanni þýska fjármálaráðuneytisins. Jaeger sagði að ekki væri ástæða til að breyta þeirri stefnu sem mörkuð hefði verið þrátt fyrir skýrslu AGS. Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands og efnahagsmálaráðherra, sagði að skuldaniðurfelling fyrir Grikki gæti orðið fordæmisgefandi fyrir aðrar skuldsettar evruþjóðir. Grískir bankar verða áfram lokaðir næstu daga en stefnt hafði verið að því að opna þá í dag eftir ríflega vikulokun. Lausafé gríska bankakerfisins klárast á næstu dögum fáist ekki frekari neyðarlán frá Evrópska seðlabankanum. Grikkir munu fara fram á að neyðarlán verði veitt á ný á meðan viðræður við lánardrottna standa yfir. Framtíð Grikkja innan evrunnar mun velta á niðurstöðu samningaviðræðna næstu daga. Hagfræðingurinn litríki Yanis Varoufakis sagði óvænt af sér sem fjármálaráðherra Grikklands í gær. Í færslu á bloggsíðu sinni sagði Varoufakis að þar sem Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hefði sagt honum að brotthvarf hans gæti liðkað fyrir samningaviðræðum við hinar evruþjóðirnar hefði hann ákveðið að láta af embætti. Annar hagfræðingur, Euclid Tsakalotos, mun taka við embættinu en hann hefur fram til þessa leitt samninganefnd grískra stjórnvalda í viðræðum við evruríkin. Tsakalotos mun vera mun betur liðinn en Varoufakis meðal fulltrúa evruþjóðanna.
Grikkland Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira