Grikkir leggja til 30 prósenta skuldaniðurfellingu í dag Ingvar Haraldsson skrifar 7. júlí 2015 08:00 Yanis Varoufakis yfirgaf gríska fjármálaráðuneytið eftir afsögn sína í gær á mótorhjóli með eiginkonu sinni Danae Stratou. Nordichpotos/AFP Grísk stjórnvöld munu leggja til að skuldir gríska ríkisins verði lækkaðar um 30 prósent á neyðarfundi leiðtoga evruríkjanna í dag. Þetta sagði Giorgos Stathakis, efnahagsmálaráðherra Grikklands, við BBC í gær. Tillagan er sögð í samræmi við skýrslu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) gaf út í síðustu viku þar sem fram kom að skuldahlutfall gríska ríkisins væri orðið ósjálfbært. Lána þyrfti Grikkjum 60 milljarða evra til viðbótar á næstu árum. Skuldir gríska ríkisins eru yfir 310 milljarðar evra eða sem nemur um 177 prósentum af landsframleiðslu. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS, sagði að stofnunin væri tilbúin að veita Grikkjum hjálp óskuðu þeir þess. Skiptar skoðanir eru á meðal evruríkjanna um skuldaniðurfellingu Grikkja. Þjóðverjar, sem lánað hafa Grikkjum mest allra evruþjóða, hafa talað gegn skuldaniðurfellingu. Skuldalækkun kemur ekki til álita af okkar hálfu,“ hefur AP eftir Martin Jaeger, talsmanni þýska fjármálaráðuneytisins. Jaeger sagði að ekki væri ástæða til að breyta þeirri stefnu sem mörkuð hefði verið þrátt fyrir skýrslu AGS. Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands og efnahagsmálaráðherra, sagði að skuldaniðurfelling fyrir Grikki gæti orðið fordæmisgefandi fyrir aðrar skuldsettar evruþjóðir. Grískir bankar verða áfram lokaðir næstu daga en stefnt hafði verið að því að opna þá í dag eftir ríflega vikulokun. Lausafé gríska bankakerfisins klárast á næstu dögum fáist ekki frekari neyðarlán frá Evrópska seðlabankanum. Grikkir munu fara fram á að neyðarlán verði veitt á ný á meðan viðræður við lánardrottna standa yfir. Framtíð Grikkja innan evrunnar mun velta á niðurstöðu samningaviðræðna næstu daga. Hagfræðingurinn litríki Yanis Varoufakis sagði óvænt af sér sem fjármálaráðherra Grikklands í gær. Í færslu á bloggsíðu sinni sagði Varoufakis að þar sem Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hefði sagt honum að brotthvarf hans gæti liðkað fyrir samningaviðræðum við hinar evruþjóðirnar hefði hann ákveðið að láta af embætti. Annar hagfræðingur, Euclid Tsakalotos, mun taka við embættinu en hann hefur fram til þessa leitt samninganefnd grískra stjórnvalda í viðræðum við evruríkin. Tsakalotos mun vera mun betur liðinn en Varoufakis meðal fulltrúa evruþjóðanna. Grikkland Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Grísk stjórnvöld munu leggja til að skuldir gríska ríkisins verði lækkaðar um 30 prósent á neyðarfundi leiðtoga evruríkjanna í dag. Þetta sagði Giorgos Stathakis, efnahagsmálaráðherra Grikklands, við BBC í gær. Tillagan er sögð í samræmi við skýrslu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) gaf út í síðustu viku þar sem fram kom að skuldahlutfall gríska ríkisins væri orðið ósjálfbært. Lána þyrfti Grikkjum 60 milljarða evra til viðbótar á næstu árum. Skuldir gríska ríkisins eru yfir 310 milljarðar evra eða sem nemur um 177 prósentum af landsframleiðslu. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS, sagði að stofnunin væri tilbúin að veita Grikkjum hjálp óskuðu þeir þess. Skiptar skoðanir eru á meðal evruríkjanna um skuldaniðurfellingu Grikkja. Þjóðverjar, sem lánað hafa Grikkjum mest allra evruþjóða, hafa talað gegn skuldaniðurfellingu. Skuldalækkun kemur ekki til álita af okkar hálfu,“ hefur AP eftir Martin Jaeger, talsmanni þýska fjármálaráðuneytisins. Jaeger sagði að ekki væri ástæða til að breyta þeirri stefnu sem mörkuð hefði verið þrátt fyrir skýrslu AGS. Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands og efnahagsmálaráðherra, sagði að skuldaniðurfelling fyrir Grikki gæti orðið fordæmisgefandi fyrir aðrar skuldsettar evruþjóðir. Grískir bankar verða áfram lokaðir næstu daga en stefnt hafði verið að því að opna þá í dag eftir ríflega vikulokun. Lausafé gríska bankakerfisins klárast á næstu dögum fáist ekki frekari neyðarlán frá Evrópska seðlabankanum. Grikkir munu fara fram á að neyðarlán verði veitt á ný á meðan viðræður við lánardrottna standa yfir. Framtíð Grikkja innan evrunnar mun velta á niðurstöðu samningaviðræðna næstu daga. Hagfræðingurinn litríki Yanis Varoufakis sagði óvænt af sér sem fjármálaráðherra Grikklands í gær. Í færslu á bloggsíðu sinni sagði Varoufakis að þar sem Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hefði sagt honum að brotthvarf hans gæti liðkað fyrir samningaviðræðum við hinar evruþjóðirnar hefði hann ákveðið að láta af embætti. Annar hagfræðingur, Euclid Tsakalotos, mun taka við embættinu en hann hefur fram til þessa leitt samninganefnd grískra stjórnvalda í viðræðum við evruríkin. Tsakalotos mun vera mun betur liðinn en Varoufakis meðal fulltrúa evruþjóðanna.
Grikkland Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira