Erlent

Grikkir lofa að skila tillögum á fimmtudag

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Slexis Tsipras lofaði Evrópusambandinu að koma með þær tillögur sem af honum er krafist á fimmtudaginn.
Slexis Tsipras lofaði Evrópusambandinu að koma með þær tillögur sem af honum er krafist á fimmtudaginn. nordicphotos/getty
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, lofaði Evrópuþinginu í gær að Grikkir myndu skila ítarlegum tillögum um breytingar á ríkisrekstri á fimmtudag. Tillögurnar eru forsenda þess að viðræður um samning um nýja neyðaraðstoð fyrir Grikkland geti hafist.

Jean-Claude Juncker sagði á blaðamannafundi í fyrradag að loknum leiðtogafundi Evrusvæðisríkjanna að tillögurnar yrðu að berast fyrir föstudagsmorgun. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, óskaði eftir að fá þær á fimmtudag svo hægt væri að bera þær undir þýska þingið.

„Í staðinn fyrir að halda þjóðaratkvæðagreiðslur hafa önnur sambandsríki sætt sig við breytingar á ríkisrekstri annað en Grikkland. Ráðuneyti þitt hefur verið hamfarakennt,“ sagði Manfred Weber, leiðtogi íhaldsmanna á þinginu, og vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem gríska þjóðin hafnaði kröfum lánardrottna Grikkja um breytingar fyrr í mánuðinum.

Leiðtogi frjálslyndra demókrata á þinginu, Guy Verhofstadt, sagði að Grikkir þyrftu að koma með ítarlega áætlun, ekki bara hugmyndir.

Nigel Farage, leiðtogi flokks andstæðinga Evrópusambandsins, hvatti Tsipras til að segja skilið við evruna alfarið þar sem verkefnið hafði mistekist. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×