Leiðari Fréttablaðsins og hvatning Hjörleifs Ögmundur Jónasson skrifar 9. júlí 2015 07:00 Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar prýðilegan leiðara í Fréttablaðið miðvikudaginn 8. júlí um virkjanir og orkumál undir heitinu „Að byrja verkið á öfugum enda“. Þar er réttilega á það bent að ítrekað heyrum við að búið sé að skrifa undir samninga um uppbyggingu stóriðju án þess að orka hafi verði tryggð til framleiðslunnar og þegar gagnrýnisraddir hljómi um að ekki sé rétt staðið að málum sé viðkvæðið oftar en ekki að búið sé að eyða svo miklum fjármunum í undirbúning að það sé spurning um þjóðarhag að halda verkinu áfram og útvega orkuna.Síðan kemur annað hljóð í strokkinn Orðrétt segir Kolbeinn: „Það má velta því fyrir sér hvort stjórnendur sem eyða miklum fjármunum í verkefni upp á þá von og óvon að orka fáist í þau séu sérstaklega góðir stjórnendur. Ef í ljós kemur síðan að orkan liggur ekki á lausu eru fjármunirnir fyrir bí og það getur varla talist góð stjórnun, eða hvað? En kannski er það einmitt góð stjórnun. Kannski er þetta hluti af því sem á ensku kallast að vera passive agressive. Farið er af stað með undirbúning verkefna undir því yfirskyni að ekkert sé nú ákveðið. Varla er fólk á móti því að hlutirnir séu skoðaðir? En síðan kemur að því að það næst saman um uppbyggingu og þá kemur annað hljóð í strokkinn. Öllum þessum fjármunum hefur verið eytt í undirbúning verkefnisins og þess vegna er engin hæfa að vera á móti því að virkjað sé til að standa undir herlegheitunum. Ætlar fólk að vera á móti framförum?“ Í lok leiðarans bendir höfundur réttilega á að virkjanir séu mál okkar allra og að ákvarðanir um þær eigi ekki að vera „afgangsstærð í samningum sveitarstjórnarmanna, sem vilja iðnað í umdæmi sín, og forsvarsmanna iðnfyrirtækjanna, sem leita að hentugu plássi fyrir verksmiðjur sínar.“Hvað er til ráða? Að sjálfsögðu er það helst til ráða að hefja verkið á réttum enda. Sá sem ötullegast hefur barist fyrir slíkum vinnubrögðum undanfarna áratugi er án efa Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur og fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Hann flutti fjölmargar tillögur um breytt vinnubrögð á þessu sviði sem skiluðu okkur að lokum þeim árangri að Rammaáætlun leit dagsins ljós. En Rammaáætlun samkvæmt hugmyndum Hjörleifs átti að vera hluti af stærri mynd. Þar var grundvallaratriði að byrja á réttum enda, hve mikið og til hvers.Ekki kjörbúð! Í greinargerð sem Hjörleifur sendi frá sér fyrir nokkrum misserum segir m.a.: „Gera verður þá kröfu til stjórnvalda að þau áætli það heildarmagn framleiddrar orku sem þau telji nauðsynlegt að afla út frá þjóðhagslegri nauðsyn og með tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga (loftslagsmál) í fyrirsjáanlegri framtíð og að Rammaáætlun taki mið af því. Þannig væri hægt að gera sér grein fyrir heildaráhrifum slíkrar áætlunar. Enga viðleitni í þessa átt er að finna í Rammaáætlun … Á meðan ekkert liggur fyrir í því efni birtist okkur Rammaáætlun sem eins konar „kjörbúð“ sem hver og einn geti leitað inn í og heimtað sitt í tímans rás. Slíkt fyrirkomulag er ógnun við verndarþáttinn. Sérstaklega blasir þetta við þegar um er að ræða raforkusölu til orkufreks iðnaðar. Því ætti að stöðva frekari orkusölu í þessu skyni að mestu eða öllu leyti á meðan dæmið er gert upp, nema þegar um er að ræða framleiðslu á vistvænum orkugjöfum í stað jarðefnaeldsneytis til nota í samgöngum og fiskiskipum.“Rímar við heilbrigða skynsemi Mér sýnast leiðari Fréttablaðsins og þessi orð náttúrufræðingsins ríma vel saman og það sem meira er hljóma í þeim anda sem við flest myndum leyfa okkur að kalla heilbrigða skynsemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Tengdar fréttir Að byrja verkið á öfugum enda Skömmu eftir fall Sovétríkjanna fór prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands í heimsókn til ónefnds fyrrverandi Sovétlýðveldis. 8. júlí 2015 11:16 Mest lesið Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar prýðilegan leiðara í Fréttablaðið miðvikudaginn 8. júlí um virkjanir og orkumál undir heitinu „Að byrja verkið á öfugum enda“. Þar er réttilega á það bent að ítrekað heyrum við að búið sé að skrifa undir samninga um uppbyggingu stóriðju án þess að orka hafi verði tryggð til framleiðslunnar og þegar gagnrýnisraddir hljómi um að ekki sé rétt staðið að málum sé viðkvæðið oftar en ekki að búið sé að eyða svo miklum fjármunum í undirbúning að það sé spurning um þjóðarhag að halda verkinu áfram og útvega orkuna.Síðan kemur annað hljóð í strokkinn Orðrétt segir Kolbeinn: „Það má velta því fyrir sér hvort stjórnendur sem eyða miklum fjármunum í verkefni upp á þá von og óvon að orka fáist í þau séu sérstaklega góðir stjórnendur. Ef í ljós kemur síðan að orkan liggur ekki á lausu eru fjármunirnir fyrir bí og það getur varla talist góð stjórnun, eða hvað? En kannski er það einmitt góð stjórnun. Kannski er þetta hluti af því sem á ensku kallast að vera passive agressive. Farið er af stað með undirbúning verkefna undir því yfirskyni að ekkert sé nú ákveðið. Varla er fólk á móti því að hlutirnir séu skoðaðir? En síðan kemur að því að það næst saman um uppbyggingu og þá kemur annað hljóð í strokkinn. Öllum þessum fjármunum hefur verið eytt í undirbúning verkefnisins og þess vegna er engin hæfa að vera á móti því að virkjað sé til að standa undir herlegheitunum. Ætlar fólk að vera á móti framförum?“ Í lok leiðarans bendir höfundur réttilega á að virkjanir séu mál okkar allra og að ákvarðanir um þær eigi ekki að vera „afgangsstærð í samningum sveitarstjórnarmanna, sem vilja iðnað í umdæmi sín, og forsvarsmanna iðnfyrirtækjanna, sem leita að hentugu plássi fyrir verksmiðjur sínar.“Hvað er til ráða? Að sjálfsögðu er það helst til ráða að hefja verkið á réttum enda. Sá sem ötullegast hefur barist fyrir slíkum vinnubrögðum undanfarna áratugi er án efa Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur og fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Hann flutti fjölmargar tillögur um breytt vinnubrögð á þessu sviði sem skiluðu okkur að lokum þeim árangri að Rammaáætlun leit dagsins ljós. En Rammaáætlun samkvæmt hugmyndum Hjörleifs átti að vera hluti af stærri mynd. Þar var grundvallaratriði að byrja á réttum enda, hve mikið og til hvers.Ekki kjörbúð! Í greinargerð sem Hjörleifur sendi frá sér fyrir nokkrum misserum segir m.a.: „Gera verður þá kröfu til stjórnvalda að þau áætli það heildarmagn framleiddrar orku sem þau telji nauðsynlegt að afla út frá þjóðhagslegri nauðsyn og með tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga (loftslagsmál) í fyrirsjáanlegri framtíð og að Rammaáætlun taki mið af því. Þannig væri hægt að gera sér grein fyrir heildaráhrifum slíkrar áætlunar. Enga viðleitni í þessa átt er að finna í Rammaáætlun … Á meðan ekkert liggur fyrir í því efni birtist okkur Rammaáætlun sem eins konar „kjörbúð“ sem hver og einn geti leitað inn í og heimtað sitt í tímans rás. Slíkt fyrirkomulag er ógnun við verndarþáttinn. Sérstaklega blasir þetta við þegar um er að ræða raforkusölu til orkufreks iðnaðar. Því ætti að stöðva frekari orkusölu í þessu skyni að mestu eða öllu leyti á meðan dæmið er gert upp, nema þegar um er að ræða framleiðslu á vistvænum orkugjöfum í stað jarðefnaeldsneytis til nota í samgöngum og fiskiskipum.“Rímar við heilbrigða skynsemi Mér sýnast leiðari Fréttablaðsins og þessi orð náttúrufræðingsins ríma vel saman og það sem meira er hljóma í þeim anda sem við flest myndum leyfa okkur að kalla heilbrigða skynsemi.
Að byrja verkið á öfugum enda Skömmu eftir fall Sovétríkjanna fór prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands í heimsókn til ónefnds fyrrverandi Sovétlýðveldis. 8. júlí 2015 11:16
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar