Stilltu árin Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. júlí 2015 07:00 Um síðustu helgi fór ég í árlega bústaðarferð með „strákunum“. Þessi sex manna og samtals rúmlega 200 ára gamli hópur hefur róast í skrallinu með árunum. Hávært dauðarokk og viskí af stút hefur vikið fyrir ostafylltum sveppum, göngutúrum og Somersby í dós. Ég kom til baka í bæinn með álíka mikið magn áfengis og ég tók með mér í bústaðinn. Við grínumst stundum með það hvað við séum nú orðnir gamlir, þrátt fyrir að við teljumst nú líklega enn þá nokkuð ungir, svona í stóra samhenginu. Ég fékk áfall um daginn þegar það rann upp fyrir mér að það er jafn langt frá því ég fæddist og tíminn sem leið frá endalokum seinni heimsstyrjaldar og þar til ég fæddist. Það er út í hött. En svona virkar þetta. Tíminn líður. Ungir verða gamlir, gamlir verða að beinum og bein verða að ryki. Í fyrradag var laugardagur. Ég fór með fjölskylduna í Ikea. Um kvöldið horfðum við svo á breskan sjónvarpsþátt um líf og störf ljósmæðra í Lundúnum í gamla daga. Fórum svo í háttinn rétt fyrir miðnætti. Á laugardagskvöldi - villtasta kvöldi vikunnar. En fyrir mér var þetta fullkominn dagur. Þrátt fyrir að unglingsár mín hafi verið laus við dramatík að mestu þá fór það mér aldrei neitt sérstaklega vel að vera unglingur. „Villtu árin“ á milli tvítugs og þrítugs voru skemmtilegri en það er ástæða fyrir því að ég set þau í gæsalappir. Þau voru nefnilega ekkert sérlega villt. Ég reyndi að vera drykkfelldur dólgur og alltaf í stuði en það var bara ekki ég. Ég er nefnilega frekar óáhugaverður náungi. Mannmergð hræðir mig og mér líður hvergi betur en heima í stofu í ljótu, rauðu stuttbuxunum mínum. Það hefur ekkert með aldur að gera. Svona hef ég alltaf verið. Meira að segja þegar ég reyndi að þykjast vera eitthvað annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Um síðustu helgi fór ég í árlega bústaðarferð með „strákunum“. Þessi sex manna og samtals rúmlega 200 ára gamli hópur hefur róast í skrallinu með árunum. Hávært dauðarokk og viskí af stút hefur vikið fyrir ostafylltum sveppum, göngutúrum og Somersby í dós. Ég kom til baka í bæinn með álíka mikið magn áfengis og ég tók með mér í bústaðinn. Við grínumst stundum með það hvað við séum nú orðnir gamlir, þrátt fyrir að við teljumst nú líklega enn þá nokkuð ungir, svona í stóra samhenginu. Ég fékk áfall um daginn þegar það rann upp fyrir mér að það er jafn langt frá því ég fæddist og tíminn sem leið frá endalokum seinni heimsstyrjaldar og þar til ég fæddist. Það er út í hött. En svona virkar þetta. Tíminn líður. Ungir verða gamlir, gamlir verða að beinum og bein verða að ryki. Í fyrradag var laugardagur. Ég fór með fjölskylduna í Ikea. Um kvöldið horfðum við svo á breskan sjónvarpsþátt um líf og störf ljósmæðra í Lundúnum í gamla daga. Fórum svo í háttinn rétt fyrir miðnætti. Á laugardagskvöldi - villtasta kvöldi vikunnar. En fyrir mér var þetta fullkominn dagur. Þrátt fyrir að unglingsár mín hafi verið laus við dramatík að mestu þá fór það mér aldrei neitt sérstaklega vel að vera unglingur. „Villtu árin“ á milli tvítugs og þrítugs voru skemmtilegri en það er ástæða fyrir því að ég set þau í gæsalappir. Þau voru nefnilega ekkert sérlega villt. Ég reyndi að vera drykkfelldur dólgur og alltaf í stuði en það var bara ekki ég. Ég er nefnilega frekar óáhugaverður náungi. Mannmergð hræðir mig og mér líður hvergi betur en heima í stofu í ljótu, rauðu stuttbuxunum mínum. Það hefur ekkert með aldur að gera. Svona hef ég alltaf verið. Meira að segja þegar ég reyndi að þykjast vera eitthvað annað.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun