Þegar yfirmaður er gerandi eineltis Kolbrún Baldursdóttir skrifar 16. júlí 2015 09:00 Ekki er öllum gefið að vera góður stjórnandi eða yfirmaður. Því miður eru dæmi um yfirmenn á alls kyns vinnustöðum sem skortir flest það sem telst prýða góðan yfirmann. Ekki er hægt að fullyrða um hvort einelti sé algengara hjá kvenyfirmönnum eða karlyfirmönnum. Vandamálið er dulið því ekki allir sem upplifa sig lagða í einelti af yfirmanni sínum segja frá því. Ganga má út frá því að langstærsti hópur yfirmanna séu góðir og faglegir yfirmenn. Í þessari grein sem er sú fyrsta af þremur verður fjallað um þá yfirmenn sem eru ekki færir um að eiga jákvæð og góð samskipti við starfsfólk sitt og eru jafnvel gerendur eineltis. Hvernig getur það gerst að „vanhæfur stjórnandi“ fær yfirmannsstöðu? Auðvitað getur verið um að ræða eiganda fyrirtækis sem er þá jafnframt yfirmaður og stjórnandi. Í öðrum tilfellum liggur svarið ekki á lausu og væri í raun ágætis rannsóknarefni. Það sem m.a. einkennir yfirmann sem leggur starfsmann í einelti er „valdafíkn“, það „að ráða“, beita og misbeita valdi þóknist honum svo. Ekki er ósennilegt að yfirmaður sem er valdafíkinn búi einnig yfir öðrum neikvæðum skapgerðareinkennum sem birtast í samskiptum við aðra. Lýsing, kannski nokkuð ýkt, á yfirmanni sem er gerandi eineltis gæti litið einhvern veginn svona út: Lund hans og skap er óútreiknanlegt, sveiflukennt allt eftir því hvernig liggur á honum hverju sinni. Sé hann pirraður lætur hann það gjarnan bitna á starfsfólkinu og verður fljótt reiður mæti hann mótbyr. Það kitlar hann jafnvel að finna að hann getur með lund sinni, líkamsmáli og samskiptaháttum valdið óöryggi á vinnustaðnum. Þegar manneskja sem hér er lýst er ráðin sem yfirmaður er varla von á góðu ef litið er til samskipta á vinnustaðnum. Einhverjir gætu séð þessa yfirmannstýpu sem ákveðinn og sjálfstæðan aðila. Hins vegar má mikið frekar ætla að neikvæð framkoma hans sé drifin áfram af vanlíðan, minnimáttarkennd og óöryggi. Orsakir geta verið flóknar og átt rætur að rekja í samspili persónueinkenna, félagslegs bakgrunns og hvernig einstaklingurinn upplifir stöðu sína á staðnum. Þessi tegund af yfirmanni kemur oft vel fyrir út á við. Hann er e.t.v. vinamargur og kannski ágætur maki og foreldri? Tjái hann sig um vinnustaðinn opinberlega gæti hann vel birst sem hæfur stjórnandi sem tekur frumkvæði og hrindir hlutum í framkvæmd. Afbrýðisemi og öfund Á vinnustað sem stjórnað er af yfirmanni eins og hér er lýst getur hæglega þrifist einelti og stundum er yfirmaðurinn sjálfur gerandinn. Valdafíkinn stjórnandi sem er auk þess fullur af minnimáttarkennd er ekki ólíklegur til að níðast með einhverjum hætti á starfsmanni/starfsmönnum. Hann veifar valdasprotanum og undirstrikar með honum hver það er sem hefur heill og hamingju starfsfólksins í hendi sér. Einn af helstu fylgikvillum minnimáttarkenndar er afbrýðisemi og öfund. Þessi tegund af yfirmanni óttast að einhver skyggi á sig. Upplifi hann að einhver ógni sér gæti hann gripið til þess að lítillækka þann, gera hann ótrúverðugan eða nota vald sitt og áhrif til að koma honum illa með einhverjum hætti. Starfsmaðurinn er þá kannski fluttur til í starfi eða aðrar leiðir fundnar með það að markmiði að losna við hann. Liður í að minna starfsfólkið á hver ræður er að vera gagnrýninn, dómharður og óútreiknanlegur. Að vera óútreiknanlegur er tækni sem er til þess fallin að grafa undan öryggistilfinningu starfsmanna. Skilaboðin eru að enginn skuli halda að hann geti verið öruggur með stöðu sína. Þessi yfirmaður fylgist vel með fólkinu á staðnum og notar til þess ýmsar leiðir, leyndar og ljósar. Sumum kann að finnast að þessi yfirmaður hreinlega bíði færis á að geta tekið einhvern á beinið. Þegar starfsmaður er tekinn á beinið er það oft gert með hörku og óbilgirni. Sá sem einu sinni upplifir yfirmanninn í þessum aðstæðum vill fyrir alla muni ekki lenda í þeim aftur. Í næstu grein verður fjallað um „vanvirka“ yfirmanninn sem verður stundum, vegna aðgerðaleysis, óbeinn þátttakandi eineltis á vinnustaðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Ekki er öllum gefið að vera góður stjórnandi eða yfirmaður. Því miður eru dæmi um yfirmenn á alls kyns vinnustöðum sem skortir flest það sem telst prýða góðan yfirmann. Ekki er hægt að fullyrða um hvort einelti sé algengara hjá kvenyfirmönnum eða karlyfirmönnum. Vandamálið er dulið því ekki allir sem upplifa sig lagða í einelti af yfirmanni sínum segja frá því. Ganga má út frá því að langstærsti hópur yfirmanna séu góðir og faglegir yfirmenn. Í þessari grein sem er sú fyrsta af þremur verður fjallað um þá yfirmenn sem eru ekki færir um að eiga jákvæð og góð samskipti við starfsfólk sitt og eru jafnvel gerendur eineltis. Hvernig getur það gerst að „vanhæfur stjórnandi“ fær yfirmannsstöðu? Auðvitað getur verið um að ræða eiganda fyrirtækis sem er þá jafnframt yfirmaður og stjórnandi. Í öðrum tilfellum liggur svarið ekki á lausu og væri í raun ágætis rannsóknarefni. Það sem m.a. einkennir yfirmann sem leggur starfsmann í einelti er „valdafíkn“, það „að ráða“, beita og misbeita valdi þóknist honum svo. Ekki er ósennilegt að yfirmaður sem er valdafíkinn búi einnig yfir öðrum neikvæðum skapgerðareinkennum sem birtast í samskiptum við aðra. Lýsing, kannski nokkuð ýkt, á yfirmanni sem er gerandi eineltis gæti litið einhvern veginn svona út: Lund hans og skap er óútreiknanlegt, sveiflukennt allt eftir því hvernig liggur á honum hverju sinni. Sé hann pirraður lætur hann það gjarnan bitna á starfsfólkinu og verður fljótt reiður mæti hann mótbyr. Það kitlar hann jafnvel að finna að hann getur með lund sinni, líkamsmáli og samskiptaháttum valdið óöryggi á vinnustaðnum. Þegar manneskja sem hér er lýst er ráðin sem yfirmaður er varla von á góðu ef litið er til samskipta á vinnustaðnum. Einhverjir gætu séð þessa yfirmannstýpu sem ákveðinn og sjálfstæðan aðila. Hins vegar má mikið frekar ætla að neikvæð framkoma hans sé drifin áfram af vanlíðan, minnimáttarkennd og óöryggi. Orsakir geta verið flóknar og átt rætur að rekja í samspili persónueinkenna, félagslegs bakgrunns og hvernig einstaklingurinn upplifir stöðu sína á staðnum. Þessi tegund af yfirmanni kemur oft vel fyrir út á við. Hann er e.t.v. vinamargur og kannski ágætur maki og foreldri? Tjái hann sig um vinnustaðinn opinberlega gæti hann vel birst sem hæfur stjórnandi sem tekur frumkvæði og hrindir hlutum í framkvæmd. Afbrýðisemi og öfund Á vinnustað sem stjórnað er af yfirmanni eins og hér er lýst getur hæglega þrifist einelti og stundum er yfirmaðurinn sjálfur gerandinn. Valdafíkinn stjórnandi sem er auk þess fullur af minnimáttarkennd er ekki ólíklegur til að níðast með einhverjum hætti á starfsmanni/starfsmönnum. Hann veifar valdasprotanum og undirstrikar með honum hver það er sem hefur heill og hamingju starfsfólksins í hendi sér. Einn af helstu fylgikvillum minnimáttarkenndar er afbrýðisemi og öfund. Þessi tegund af yfirmanni óttast að einhver skyggi á sig. Upplifi hann að einhver ógni sér gæti hann gripið til þess að lítillækka þann, gera hann ótrúverðugan eða nota vald sitt og áhrif til að koma honum illa með einhverjum hætti. Starfsmaðurinn er þá kannski fluttur til í starfi eða aðrar leiðir fundnar með það að markmiði að losna við hann. Liður í að minna starfsfólkið á hver ræður er að vera gagnrýninn, dómharður og óútreiknanlegur. Að vera óútreiknanlegur er tækni sem er til þess fallin að grafa undan öryggistilfinningu starfsmanna. Skilaboðin eru að enginn skuli halda að hann geti verið öruggur með stöðu sína. Þessi yfirmaður fylgist vel með fólkinu á staðnum og notar til þess ýmsar leiðir, leyndar og ljósar. Sumum kann að finnast að þessi yfirmaður hreinlega bíði færis á að geta tekið einhvern á beinið. Þegar starfsmaður er tekinn á beinið er það oft gert með hörku og óbilgirni. Sá sem einu sinni upplifir yfirmanninn í þessum aðstæðum vill fyrir alla muni ekki lenda í þeim aftur. Í næstu grein verður fjallað um „vanvirka“ yfirmanninn sem verður stundum, vegna aðgerðaleysis, óbeinn þátttakandi eineltis á vinnustaðnum.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun