Þetta eru bara níu mánuðir Nanna Árnadóttir og íþróttafræðingur skrifa 17. júlí 2015 14:00 Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum virðast fylgikvillar meðgöngu vera endalausir. Það virðist ekki vera nóg að leggja það á konur að búa til barn inni í þeim, láta það vaxa að stærð meðalfótbolta og þurfa svo að fæða það, heldur eru þær flestar minntar á ósköpin á hverjum degi í 40 vikur á einhvern sársaukafullan eða óþægilegan hátt. Jú, jú, vissulega eru til konur sem fara í gegnum heila meðgöngu án þess að finna fyrir svo miklu sem aukinni pissuþörf, hafa aldrei litið betur út en þegar þær voru komnar 40 vikur á leið og anda sig svo léttilega í gegnum fæðinguna en það á ekki við okkur flestar. Ekki misskilja mig, það er alveg fínt að vera óléttur, stundum. Það er gaman að finna fyrir fyrstu spörkunum, fara í ómskoðun og sjá litla krílið hreyfast og finna fyrir eftirvæntingunni sem fylgir því að stíga sín fyrstu skref í foreldrahlutverkinu. En þegar manni líður eins og uppblásinni blöðru sem vaggar um á skjaldbökuhraða, grætur vegna þess að makinn sagði að húfan þín væri ljót, getur ekki sofið vegna fótapirrings og getur hvorki reimað skóna þína, klætt þig í sokka, legið á bakinu eða maganum eða kúkað, þá er þolinmæðin oft á þrotum.Ógleði og uppköst Ég er ein af þeim sem virtist ná að krækja mér í alls konar fylgikvilla. Byrjaði á því að kasta upp fyrstu 16 vikurnar með meðfylgjandi ógleði. Sumir halda að það sé ekkert mál að vera smá óglatt í þennan tíma – það er rangt. Ímyndið ykkur að vera föst í 16 vikur (og oft lengur) í Herjólfi í brjáluðu veðri á leiðinni heim af Þjóðhátíð, það er ekkert grín. Á þessu ógleðitímabili mínu fór ég í endajaxlatökur, ekki eina, heldur tvær og það með viku millibili. Ég mátti ekki taka bólgueyðandi og var því með mikla verki. Ég þurfti þó samt að sjálfsögðu að kasta upp án þess að geta varla opnað munninn, það var viss kúnst. Þegar ógleðinni og uppköstunum lauk loksins, þá komin 16 vikur á leið og 6 kílóum léttari en fyrir meðgöngu, fór ég á sinfóníutónleika með kærastanum mínum þar sem var verið að spila tónlistina úr Star Wars. Ég hef aldrei séð Star Wars-myndirnar og langar ekkert sérstaklega að sjá þær en ákvað að skella mér með honum þar sem hann langaði mikið að fara á tónleikana. Um leið og fyrsta lagið, upphafsstefið sem flestir kannast við var spilað, fór ég að hágráta og ég hætti ekki að gráta fyrr en lagið var búið. Ég skammaðist mín svo mikið að ég hló mjög hátt inn á milli grátsins og gat ekki annað en roðnað svolítið yfir þessum absúrd aðstæðum.Þá tók bara annað við Stuttu eftir að ógleðinni lauk fékk ég svo grindargliðnun. Á meðgöngu slaknar á öllum liðböndum líkamans til þess að gera mjaðmagrindina tilbúna fyrir fæðinguna og sumar konur finna mikið fyrir því með tilheyrandi verkjum. Ég var ein af þeim. Ég fór til sjúkraþjálfara einu sinni í viku, svaf með ristastóran kodda milli fótanna og snúningslak undir mér og gat lítið sem ekkert hreyft mig þangað til barnið fæddist. Þetta tók mjög mikið á mig og mér fannst þetta eiginlega verst af öllu á meðgöngunni. Ég gat ekki unnið síðustu tvo mánuðina, gat ekki hreyft mig án þess ég svitnaði og gat bara eiginlega ekki tekið þátt í neinu sem mig langaði til vegna verkja. Ég minnist þess oft þegar ég var að gera mig til fyrir einhverja veislu og var komin í fínan svartan kjól og síða hvíta gollu og spurði kærastann minn hvernig ég liti út. „Þú ert glæsileg ástin mín.“ Jæja, það var nú ágætt þar sem fataúrvalið rýrnar ansi mikið eftir því sem bumban stækkar. Svo sneri ég mér við og vaggaði á minn eigin hátt í burtu. Þá stoppaði hann mig og sagði: „Heyrðu Nanna mín, ég held að þú ættir að skipta um föt. Þú ert alveg eins og mörgæs að aftan!“ Þessi grein mín er ekki hefðbundin grein lítils íþróttaálfs en ég skrifa hana vegna þess að það eru margar óléttar konur í kringum mig og alltaf er eitthvað sem amar að. Ég vildi bara minna allar óléttar konur á að eftir meðgöngu þá gleymist þetta allt, þú tekur við nýju ábyrgðarhlutverki og lífið snarbreytist á einni nóttu. Svo er meðganga oftast bara einn stór brandari svona eftir á. Heilsa Tengdar fréttir Fjögurra vikna sumaráskorun Sumarið er tími afslöppunar en þó ekki hreyfingarleysis og er því kjörið að nýta ferska loftið til að sprikla smá. 5. júní 2015 11:00 Heilsuræktin stunduð úti í sumar! Nú þegar veðrið er okkur loksins hliðhollt þá er um að gera að brjóta upp rútínuna og fara út og hreyfa sig. Það eru ótal leiðir til að nýta nærumhverfið og getur það skilað sér í bættu formi og sálin kætist einnig við sólarljósið og hreina loftið. 15. maí 2015 16:00 Fjögurra vikna sumaráskorun - vika 3 Þá er komið að þriðju vikunni í fjögurra vikna áskoruninni. Núna er komið að þér að vera í besta formi lífs þíns. Það eina sem þú þarft að gera er að drífa þig af stað og byrja. Fylgdu þessum leiðbeiningum og finndu fyrri vikur á Heilsuvísi. 19. júní 2015 14:00 Hreyfing í fæðingarorlofinu Flestar konur sem eignast börn eiga erfitt með að koma sér aftur af stað eftir fæðingu. Fæðingarorlofið getur þó nýst til góðs enda margt gott í boði fyrir nýbakaðar mæður og upplagt að hitta aðrar konur í svipaðri stöðu. 22. maí 2015 16:00 Fjögurra vikna sumaráskorun, vika 2 Hér er önnur vikan í fjögurra vikna sumaráskorun Nönnu íþróttafræðings 12. júní 2015 11:00 Vendu þig á venjurnar Í síðasta pistli skrifaði ég um brot af þeim venjum sem ég hef tileinkað mér varðandi heilsusamlegan lífsstíl og langar mig að deila með ykkur fleiri ráðum í von um að hvetja ykkur til dáða í áttina að betri heilsu og heilbrigðu hugarfari. 5. maí 2015 11:00 Er til uppskrift að árangri? Það er jákvætt og gott að eiga fyrirmynd sem hvetur mann áfram í lífinu og gefur manni hugmyndir að betra líferni. Skipulag skiptir höfuðmáli þegar hugað er að betri heilsu svo að ekki freistist maður til að narta í óhollustu sem sækir að manni síðla dags 26. apríl 2015 11:00 Einkaþjálfun undir berum himni Nú er sumarið loksins gengið í garð og vel til þess fallið að stunda útivist af kappi. Þau Nanna Árnadóttir og Ásmundur Kr. Símonarson einkaþjálfarar ætla sér að nýta umhverfið og fara af stað með hópþjálfun sem einungis er stunduð utandyra. 15. maí 2015 11:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum virðast fylgikvillar meðgöngu vera endalausir. Það virðist ekki vera nóg að leggja það á konur að búa til barn inni í þeim, láta það vaxa að stærð meðalfótbolta og þurfa svo að fæða það, heldur eru þær flestar minntar á ósköpin á hverjum degi í 40 vikur á einhvern sársaukafullan eða óþægilegan hátt. Jú, jú, vissulega eru til konur sem fara í gegnum heila meðgöngu án þess að finna fyrir svo miklu sem aukinni pissuþörf, hafa aldrei litið betur út en þegar þær voru komnar 40 vikur á leið og anda sig svo léttilega í gegnum fæðinguna en það á ekki við okkur flestar. Ekki misskilja mig, það er alveg fínt að vera óléttur, stundum. Það er gaman að finna fyrir fyrstu spörkunum, fara í ómskoðun og sjá litla krílið hreyfast og finna fyrir eftirvæntingunni sem fylgir því að stíga sín fyrstu skref í foreldrahlutverkinu. En þegar manni líður eins og uppblásinni blöðru sem vaggar um á skjaldbökuhraða, grætur vegna þess að makinn sagði að húfan þín væri ljót, getur ekki sofið vegna fótapirrings og getur hvorki reimað skóna þína, klætt þig í sokka, legið á bakinu eða maganum eða kúkað, þá er þolinmæðin oft á þrotum.Ógleði og uppköst Ég er ein af þeim sem virtist ná að krækja mér í alls konar fylgikvilla. Byrjaði á því að kasta upp fyrstu 16 vikurnar með meðfylgjandi ógleði. Sumir halda að það sé ekkert mál að vera smá óglatt í þennan tíma – það er rangt. Ímyndið ykkur að vera föst í 16 vikur (og oft lengur) í Herjólfi í brjáluðu veðri á leiðinni heim af Þjóðhátíð, það er ekkert grín. Á þessu ógleðitímabili mínu fór ég í endajaxlatökur, ekki eina, heldur tvær og það með viku millibili. Ég mátti ekki taka bólgueyðandi og var því með mikla verki. Ég þurfti þó samt að sjálfsögðu að kasta upp án þess að geta varla opnað munninn, það var viss kúnst. Þegar ógleðinni og uppköstunum lauk loksins, þá komin 16 vikur á leið og 6 kílóum léttari en fyrir meðgöngu, fór ég á sinfóníutónleika með kærastanum mínum þar sem var verið að spila tónlistina úr Star Wars. Ég hef aldrei séð Star Wars-myndirnar og langar ekkert sérstaklega að sjá þær en ákvað að skella mér með honum þar sem hann langaði mikið að fara á tónleikana. Um leið og fyrsta lagið, upphafsstefið sem flestir kannast við var spilað, fór ég að hágráta og ég hætti ekki að gráta fyrr en lagið var búið. Ég skammaðist mín svo mikið að ég hló mjög hátt inn á milli grátsins og gat ekki annað en roðnað svolítið yfir þessum absúrd aðstæðum.Þá tók bara annað við Stuttu eftir að ógleðinni lauk fékk ég svo grindargliðnun. Á meðgöngu slaknar á öllum liðböndum líkamans til þess að gera mjaðmagrindina tilbúna fyrir fæðinguna og sumar konur finna mikið fyrir því með tilheyrandi verkjum. Ég var ein af þeim. Ég fór til sjúkraþjálfara einu sinni í viku, svaf með ristastóran kodda milli fótanna og snúningslak undir mér og gat lítið sem ekkert hreyft mig þangað til barnið fæddist. Þetta tók mjög mikið á mig og mér fannst þetta eiginlega verst af öllu á meðgöngunni. Ég gat ekki unnið síðustu tvo mánuðina, gat ekki hreyft mig án þess ég svitnaði og gat bara eiginlega ekki tekið þátt í neinu sem mig langaði til vegna verkja. Ég minnist þess oft þegar ég var að gera mig til fyrir einhverja veislu og var komin í fínan svartan kjól og síða hvíta gollu og spurði kærastann minn hvernig ég liti út. „Þú ert glæsileg ástin mín.“ Jæja, það var nú ágætt þar sem fataúrvalið rýrnar ansi mikið eftir því sem bumban stækkar. Svo sneri ég mér við og vaggaði á minn eigin hátt í burtu. Þá stoppaði hann mig og sagði: „Heyrðu Nanna mín, ég held að þú ættir að skipta um föt. Þú ert alveg eins og mörgæs að aftan!“ Þessi grein mín er ekki hefðbundin grein lítils íþróttaálfs en ég skrifa hana vegna þess að það eru margar óléttar konur í kringum mig og alltaf er eitthvað sem amar að. Ég vildi bara minna allar óléttar konur á að eftir meðgöngu þá gleymist þetta allt, þú tekur við nýju ábyrgðarhlutverki og lífið snarbreytist á einni nóttu. Svo er meðganga oftast bara einn stór brandari svona eftir á.
Heilsa Tengdar fréttir Fjögurra vikna sumaráskorun Sumarið er tími afslöppunar en þó ekki hreyfingarleysis og er því kjörið að nýta ferska loftið til að sprikla smá. 5. júní 2015 11:00 Heilsuræktin stunduð úti í sumar! Nú þegar veðrið er okkur loksins hliðhollt þá er um að gera að brjóta upp rútínuna og fara út og hreyfa sig. Það eru ótal leiðir til að nýta nærumhverfið og getur það skilað sér í bættu formi og sálin kætist einnig við sólarljósið og hreina loftið. 15. maí 2015 16:00 Fjögurra vikna sumaráskorun - vika 3 Þá er komið að þriðju vikunni í fjögurra vikna áskoruninni. Núna er komið að þér að vera í besta formi lífs þíns. Það eina sem þú þarft að gera er að drífa þig af stað og byrja. Fylgdu þessum leiðbeiningum og finndu fyrri vikur á Heilsuvísi. 19. júní 2015 14:00 Hreyfing í fæðingarorlofinu Flestar konur sem eignast börn eiga erfitt með að koma sér aftur af stað eftir fæðingu. Fæðingarorlofið getur þó nýst til góðs enda margt gott í boði fyrir nýbakaðar mæður og upplagt að hitta aðrar konur í svipaðri stöðu. 22. maí 2015 16:00 Fjögurra vikna sumaráskorun, vika 2 Hér er önnur vikan í fjögurra vikna sumaráskorun Nönnu íþróttafræðings 12. júní 2015 11:00 Vendu þig á venjurnar Í síðasta pistli skrifaði ég um brot af þeim venjum sem ég hef tileinkað mér varðandi heilsusamlegan lífsstíl og langar mig að deila með ykkur fleiri ráðum í von um að hvetja ykkur til dáða í áttina að betri heilsu og heilbrigðu hugarfari. 5. maí 2015 11:00 Er til uppskrift að árangri? Það er jákvætt og gott að eiga fyrirmynd sem hvetur mann áfram í lífinu og gefur manni hugmyndir að betra líferni. Skipulag skiptir höfuðmáli þegar hugað er að betri heilsu svo að ekki freistist maður til að narta í óhollustu sem sækir að manni síðla dags 26. apríl 2015 11:00 Einkaþjálfun undir berum himni Nú er sumarið loksins gengið í garð og vel til þess fallið að stunda útivist af kappi. Þau Nanna Árnadóttir og Ásmundur Kr. Símonarson einkaþjálfarar ætla sér að nýta umhverfið og fara af stað með hópþjálfun sem einungis er stunduð utandyra. 15. maí 2015 11:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Fjögurra vikna sumaráskorun Sumarið er tími afslöppunar en þó ekki hreyfingarleysis og er því kjörið að nýta ferska loftið til að sprikla smá. 5. júní 2015 11:00
Heilsuræktin stunduð úti í sumar! Nú þegar veðrið er okkur loksins hliðhollt þá er um að gera að brjóta upp rútínuna og fara út og hreyfa sig. Það eru ótal leiðir til að nýta nærumhverfið og getur það skilað sér í bættu formi og sálin kætist einnig við sólarljósið og hreina loftið. 15. maí 2015 16:00
Fjögurra vikna sumaráskorun - vika 3 Þá er komið að þriðju vikunni í fjögurra vikna áskoruninni. Núna er komið að þér að vera í besta formi lífs þíns. Það eina sem þú þarft að gera er að drífa þig af stað og byrja. Fylgdu þessum leiðbeiningum og finndu fyrri vikur á Heilsuvísi. 19. júní 2015 14:00
Hreyfing í fæðingarorlofinu Flestar konur sem eignast börn eiga erfitt með að koma sér aftur af stað eftir fæðingu. Fæðingarorlofið getur þó nýst til góðs enda margt gott í boði fyrir nýbakaðar mæður og upplagt að hitta aðrar konur í svipaðri stöðu. 22. maí 2015 16:00
Fjögurra vikna sumaráskorun, vika 2 Hér er önnur vikan í fjögurra vikna sumaráskorun Nönnu íþróttafræðings 12. júní 2015 11:00
Vendu þig á venjurnar Í síðasta pistli skrifaði ég um brot af þeim venjum sem ég hef tileinkað mér varðandi heilsusamlegan lífsstíl og langar mig að deila með ykkur fleiri ráðum í von um að hvetja ykkur til dáða í áttina að betri heilsu og heilbrigðu hugarfari. 5. maí 2015 11:00
Er til uppskrift að árangri? Það er jákvætt og gott að eiga fyrirmynd sem hvetur mann áfram í lífinu og gefur manni hugmyndir að betra líferni. Skipulag skiptir höfuðmáli þegar hugað er að betri heilsu svo að ekki freistist maður til að narta í óhollustu sem sækir að manni síðla dags 26. apríl 2015 11:00
Einkaþjálfun undir berum himni Nú er sumarið loksins gengið í garð og vel til þess fallið að stunda útivist af kappi. Þau Nanna Árnadóttir og Ásmundur Kr. Símonarson einkaþjálfarar ætla sér að nýta umhverfið og fara af stað með hópþjálfun sem einungis er stunduð utandyra. 15. maí 2015 11:30