Íhuga að ferðamenn borgi meira fyrir björgunarstarf Ingvar Haraldsson skrifar 20. júlí 2015 08:00 Stærsta verkefni björgunarsveitanna á síðasta ári var vegna eldgossins í Holuhrauni. Alls unnu björgunarsveitarmenn í tíu þúsund klukkustundir vegna gossins. Hér sjá björgunarsveitamenn til þess að lokanir vega að gosstöðvunum séu virtar. vísir/vilhelm Útköll hjá björgunarsveitum sem boðuð voru af Neyðarlínu voru nær tvöfalt fleiri árið 2014 miðað við árið 2013. Björgunarsveitir sinntu 1.386 slíkum verkefnum á síðasta ári. Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, spyr hve mikið hægt sé að leggja á björgunarsveitarmenn, sérstaklega á landsbyggðinni þar sem fjölgun útkalla hafi verið hvað mest. „Þessar sveitir hafa orðið fyrir miklum útgjaldaauka. Þó að félagarnir séu í sjálfboðavinnu þá er spurning hvort vinnuveitendur og fjölskylda séu sátt við fjarveru þeirra. Smári sigurðssonSvo er spurningin hvort þessar sveitir í dreifbýlinu ætli að selja samborgurum sínum fleiri rakettur eða neyðarkalla,“ segir Smári og bætir við: „Ég held að við séum kominn á endapunkt í þessum efnum.“ Smári kallar eftir aukinni umræðu um hvernig haga eigi málefnum björgunarsveitanna. „Við þurfum að fara að taka þetta samtal bæði innanbúðar hjá okkur og ekki síður við samfélagið um hvernig við viljum sjá þessum málum fyrir komið,“ segir hann. Til skoðunar er að rukka ferðamenn í auknum mæli fyrir þjónustu björgunarsveita. „Það er þegar byrjað að rukka ferðamenn þar sem verið er að fara inn á lokaða vegi og sækja fólk sem hefur fest bílana sína,“ segir Smári. Einnig hafi ferðamenn sem hafi viljað láta sækja sig á hálendið en hafi ekki verið í neyð verið rukkaðir. „Það er náttúrulega engin glóra í því að það sé bara frítt að fara hér inn á hálendið yfir veturinn með vélar og verkfæri að sækja fólk sem gefst upp í einhverri gönguferð,“ segir Smári. Best færi þó á því að fækka mætti útköllum með því að auka forvarnir og slysavarnir að sögn Smára. Hann hvetur ferðafólk til að tryggja sig fyrir áföllnum kostnaði áður en lagt sé af stað. Smári segir rysjótt veðurfar í vetur, fjölgun ferðamanna og aukinn útivistaráhuga Íslendinga ástæðuna fyrir fjölgun útkalla. Fjórðungur útkalla björgunarsveitanna á síðasta ári var í desember. Í mánuðinum voru útköllin tæplega 350, sem er margfalt meira en fyrri ár. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Útköll hjá björgunarsveitum sem boðuð voru af Neyðarlínu voru nær tvöfalt fleiri árið 2014 miðað við árið 2013. Björgunarsveitir sinntu 1.386 slíkum verkefnum á síðasta ári. Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, spyr hve mikið hægt sé að leggja á björgunarsveitarmenn, sérstaklega á landsbyggðinni þar sem fjölgun útkalla hafi verið hvað mest. „Þessar sveitir hafa orðið fyrir miklum útgjaldaauka. Þó að félagarnir séu í sjálfboðavinnu þá er spurning hvort vinnuveitendur og fjölskylda séu sátt við fjarveru þeirra. Smári sigurðssonSvo er spurningin hvort þessar sveitir í dreifbýlinu ætli að selja samborgurum sínum fleiri rakettur eða neyðarkalla,“ segir Smári og bætir við: „Ég held að við séum kominn á endapunkt í þessum efnum.“ Smári kallar eftir aukinni umræðu um hvernig haga eigi málefnum björgunarsveitanna. „Við þurfum að fara að taka þetta samtal bæði innanbúðar hjá okkur og ekki síður við samfélagið um hvernig við viljum sjá þessum málum fyrir komið,“ segir hann. Til skoðunar er að rukka ferðamenn í auknum mæli fyrir þjónustu björgunarsveita. „Það er þegar byrjað að rukka ferðamenn þar sem verið er að fara inn á lokaða vegi og sækja fólk sem hefur fest bílana sína,“ segir Smári. Einnig hafi ferðamenn sem hafi viljað láta sækja sig á hálendið en hafi ekki verið í neyð verið rukkaðir. „Það er náttúrulega engin glóra í því að það sé bara frítt að fara hér inn á hálendið yfir veturinn með vélar og verkfæri að sækja fólk sem gefst upp í einhverri gönguferð,“ segir Smári. Best færi þó á því að fækka mætti útköllum með því að auka forvarnir og slysavarnir að sögn Smára. Hann hvetur ferðafólk til að tryggja sig fyrir áföllnum kostnaði áður en lagt sé af stað. Smári segir rysjótt veðurfar í vetur, fjölgun ferðamanna og aukinn útivistaráhuga Íslendinga ástæðuna fyrir fjölgun útkalla. Fjórðungur útkalla björgunarsveitanna á síðasta ári var í desember. Í mánuðinum voru útköllin tæplega 350, sem er margfalt meira en fyrri ár.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira