Jafnaðarmenn í Þýskalandi ósáttir við ummæli fjármálaráðherra Þórgnýr Einar Albertsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 22. júlí 2015 07:00 Ummæli Wolfgang Schäuble um brotthvarf Grikkja úr evrusvæðinu valda jafnaðarmönnum áhyggjum. nordicphotos/afp „Herra Schäuble hefur ögrað Jafnaðarmannaflokknum,“ sagði Sigmar Gabriel, leiðtogi Jafnaðarmannaflokks Þýskalands og varakanslari, við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF í gær. Það hriktir í stoðum þýsku ríkisstjórnarinnar eftir ummæli fjármálaráðherrans Wolfgangs Schäuble frá því í síðustu viku. Schäuble talaði þá um að mögulega gæti reynst betra að víkja Grikkjum tímabundið úr evrusvæðinu. Ummæli fjármálaráðherrans fóru öfugt ofan í þingmenn Jafnaðarmannaflokksins, samstarfsflokks Kristilega demókrataflokksins, flokks Angelu Merkel.Sigmar GabrielGabriel sagði hugmynd Schäuble ósanngjarna og að átök hans við Merkel væru ólíðandi. Varaformaður jafnaðarmannaflokksins, Ralf Stegner, gagnrýndi Schäuble harðlega og gaf í skyn við fjölmiðla að fjármálaráðherrann ætti að segja af sér. „Hegðun Schäuble sýnir að hægriflokkarnir í Evrópu hafa týnt áttum þegar að Evrópumálum kemur,“ sagði Stegner enn fremur. Stjórnmálaskýrendur í Þýskalandi hafa velt vöngum yfir því hvort Schäuble muni segja af sér embætti en hann hefur þó sjálfur hafnað því. Í viðtali við Der Spiegel sagði Schäuble að hann hefði ólíkar hugmyndir en Merkel í mörgum málum, en að margbreytilegar skoðanir væru hluti af lýðræðinu. Schäuble hafnaði einnig hugmyndinni um þýsk yfirráð í Evrópu. „Þýskaland ræður ekki yfir Evrópusambandinu. Hagkerfi Þýskalands er sterkt, því neitum við ekki, en öfugt við Frakkland og Bretland er Þýskaland ekki með fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Því er ekki hægt að segja að Þýskaland sé í yfirburðastöðu,“ sagði Schäuble. Fjármálaráðherrann skaut einnig föstum skotum á Gabriel. „Allir flokkar hafa sín vandamál,“ sagði Schäuble. „En í samsteypustjórn þarf að sýna hinum flokknum tillitsemi. Þú reynir ekki að leysa þín eigin vandamál með ónákvæmum ásökunum í garð annarra.“ Þýski þingmaðurinn Hans Michelbach úr flokki Kristilegra demókrata í Bæjaralandi, sem styður ríkisstjórn Angelu Merkel, studdi við bakið á Schäuble í gær. „Við þörfnumst Schäuble nú meira en nokkurn tímann áður,“ sagði hann. „Schäuble leyfir röddum þeirra sem efast um Evrópusambandið að heyrast.“ Grikkland Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Sjá meira
„Herra Schäuble hefur ögrað Jafnaðarmannaflokknum,“ sagði Sigmar Gabriel, leiðtogi Jafnaðarmannaflokks Þýskalands og varakanslari, við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF í gær. Það hriktir í stoðum þýsku ríkisstjórnarinnar eftir ummæli fjármálaráðherrans Wolfgangs Schäuble frá því í síðustu viku. Schäuble talaði þá um að mögulega gæti reynst betra að víkja Grikkjum tímabundið úr evrusvæðinu. Ummæli fjármálaráðherrans fóru öfugt ofan í þingmenn Jafnaðarmannaflokksins, samstarfsflokks Kristilega demókrataflokksins, flokks Angelu Merkel.Sigmar GabrielGabriel sagði hugmynd Schäuble ósanngjarna og að átök hans við Merkel væru ólíðandi. Varaformaður jafnaðarmannaflokksins, Ralf Stegner, gagnrýndi Schäuble harðlega og gaf í skyn við fjölmiðla að fjármálaráðherrann ætti að segja af sér. „Hegðun Schäuble sýnir að hægriflokkarnir í Evrópu hafa týnt áttum þegar að Evrópumálum kemur,“ sagði Stegner enn fremur. Stjórnmálaskýrendur í Þýskalandi hafa velt vöngum yfir því hvort Schäuble muni segja af sér embætti en hann hefur þó sjálfur hafnað því. Í viðtali við Der Spiegel sagði Schäuble að hann hefði ólíkar hugmyndir en Merkel í mörgum málum, en að margbreytilegar skoðanir væru hluti af lýðræðinu. Schäuble hafnaði einnig hugmyndinni um þýsk yfirráð í Evrópu. „Þýskaland ræður ekki yfir Evrópusambandinu. Hagkerfi Þýskalands er sterkt, því neitum við ekki, en öfugt við Frakkland og Bretland er Þýskaland ekki með fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Því er ekki hægt að segja að Þýskaland sé í yfirburðastöðu,“ sagði Schäuble. Fjármálaráðherrann skaut einnig föstum skotum á Gabriel. „Allir flokkar hafa sín vandamál,“ sagði Schäuble. „En í samsteypustjórn þarf að sýna hinum flokknum tillitsemi. Þú reynir ekki að leysa þín eigin vandamál með ónákvæmum ásökunum í garð annarra.“ Þýski þingmaðurinn Hans Michelbach úr flokki Kristilegra demókrata í Bæjaralandi, sem styður ríkisstjórn Angelu Merkel, studdi við bakið á Schäuble í gær. „Við þörfnumst Schäuble nú meira en nokkurn tímann áður,“ sagði hann. „Schäuble leyfir röddum þeirra sem efast um Evrópusambandið að heyrast.“
Grikkland Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Sjá meira