Samningaviðræður Grikkja við lánardrottna hefjast í dag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. júlí 2015 07:00 Fjöldi Grikkja flæddi út á stræti borga landsins til að mótmæla nýja lagapakkanum. Mikill hiti var í mótmælendum í Aþenu sem köstuðu meðal annars eldsprengjum. nordicphotos/afp Formlegar viðræður um nýjan neyðaraðstoðarsamning fyrir Grikkland hefjast í dag milli Grikkja og lánardrottna þeirra eftir að gríska þingið samþykkti lagapakka til að greiða fyrir viðræðunum. Lagapakkinn sem um ræðir inniheldur meðal annars afnám ríkisábyrgðar á viðskiptabönkum og breytingar á dómskerfinu. Grikkir hafa nú að mestu uppfyllt þær forsendur sem ríki evrusvæðisins og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins settu fyrir 86 milljarða evru neyðaraðstoð sem komist var að óformlegu samkomulagi um fyrr í mánuðinum. „Við höfum valið leið sem neyðir okkur til að fylgja áætlun sem við trúum ekki að geri gagn en við verðum að gera það því aðrir valkostir eru of erfiðir,“ sagði forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras sem þurfti að treysta á atkvæði stjórnarandstöðuflokka til að koma lagapakkanum í gegnum þingið þar sem 36 þingmenn úr flokki hans, Syriza, kusu á móti.Alexis Tsiprasnordicphotos/AFpGríska ríkisstjórnin vill ljúka viðræðum bráðlega og samþykkja samninginn á gríska þinginu fyrir 20. ágúst næstkomandi. Þann dag eiga Grikkir að greiða 3,4 milljarða evra afborgun af láni frá Seðlabanka Evrópu. Fjölmiðlar víða um heim hafa velt fyrir sér möguleikanum á að kjósa nýtt þing vegna óeiningar innan flokks Tsipras. Kosningarnar myndu fara fram eftir að samningurinn færi í gegn um þingið.Stjórnarandstaðan í landinu hefur lýst sig andsnúna þeirri hugmynd. Stjórnmálaskýrendum þykir þó líklegt að Tsipras kalli til kosninga til að stokka upp í eigin flokki. Tsipras nýtur sjálfur mikils trausts grísku þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum. Grikkland Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Formlegar viðræður um nýjan neyðaraðstoðarsamning fyrir Grikkland hefjast í dag milli Grikkja og lánardrottna þeirra eftir að gríska þingið samþykkti lagapakka til að greiða fyrir viðræðunum. Lagapakkinn sem um ræðir inniheldur meðal annars afnám ríkisábyrgðar á viðskiptabönkum og breytingar á dómskerfinu. Grikkir hafa nú að mestu uppfyllt þær forsendur sem ríki evrusvæðisins og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins settu fyrir 86 milljarða evru neyðaraðstoð sem komist var að óformlegu samkomulagi um fyrr í mánuðinum. „Við höfum valið leið sem neyðir okkur til að fylgja áætlun sem við trúum ekki að geri gagn en við verðum að gera það því aðrir valkostir eru of erfiðir,“ sagði forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras sem þurfti að treysta á atkvæði stjórnarandstöðuflokka til að koma lagapakkanum í gegnum þingið þar sem 36 þingmenn úr flokki hans, Syriza, kusu á móti.Alexis Tsiprasnordicphotos/AFpGríska ríkisstjórnin vill ljúka viðræðum bráðlega og samþykkja samninginn á gríska þinginu fyrir 20. ágúst næstkomandi. Þann dag eiga Grikkir að greiða 3,4 milljarða evra afborgun af láni frá Seðlabanka Evrópu. Fjölmiðlar víða um heim hafa velt fyrir sér möguleikanum á að kjósa nýtt þing vegna óeiningar innan flokks Tsipras. Kosningarnar myndu fara fram eftir að samningurinn færi í gegn um þingið.Stjórnarandstaðan í landinu hefur lýst sig andsnúna þeirri hugmynd. Stjórnmálaskýrendum þykir þó líklegt að Tsipras kalli til kosninga til að stokka upp í eigin flokki. Tsipras nýtur sjálfur mikils trausts grísku þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum.
Grikkland Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira