Hinsegin dagar hófust í gær Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 5. ágúst 2015 09:00 Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, stjórnarmaður Hinsegin daga, Gunnlaugur Bragi gjaldkeri, Eva María Þórarinsdóttir Lange, formaður Hinsegin daga, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Jón Kjartan Ágústsson varaformaður og Ásta Kristín Benediktsdóttir. Ritari og formaður göngustjórnar máluðu regnboga á Skólavörðustíg. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Eva María Þórarinsdóttir Lange, formaður Hinsegin daga, máluðu regnboga á Skólavörðustíginn í gær. Viðburðurinn var hluti af setningarathöfn Hinsegin daga en þeir standa yfir til sunnudags og verður Gleðigangan farin á laugardaginn og er hátíðin nú haldin í sautjánda sinn. „Maður á bara einhvern veginn ekki orð yfir hvað þetta var fallegur og skemmtilegur viðburður. Veðrið gæti ekki hafa verið betra og skemmtilegur hópur af fólki sem kom á staðinn. Dagur í banastuði með okkur og brosandi börn að taka þátt í að mála Skólavörðustíginn,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga, glaður í bragði. Götumálunin er hluti af verkefninu Sumargötur í Reykjavíkurborg og var unnin í samstarfi við umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar og hófst setningarathöfnin á því að opnuð var sýning á 24 ljósmyndum sem ljósmyndarinn Geirax hefur tekið á ýmsum viðburðum á Hinsegin dögum á síðustu árum. „Við erum bara með tárin í augunum af að sjá þetta rúlla svona fallega af stað, svo maður leyfi sér að vera væminn,“ segir Gunnlaugur, en þetta var í fyrsta sinn sem götumálun er hluti af Hinsegin dögum. „Það er spurning, ég ætla ekki að fara að lofa upp í ermina á mér alveg strax,“ segir hann þegar hann er spurður að því hvort þetta verði mögulega fastur hluti af hátíðarhöldum komandi ára. „Miðað við ánægjuna innan okkar raða með þennan viðburð væri gaman að sjá þetta verða árlegt, hvort sem það væri á Skólavörðustíg eða einhvers staðar annars staðar í miðbænum,“ segir Gunnlaugur að lokum. Nánari upplýsingar um dagskrána má nálgast á vefsíðunni Hinsegindagar.is.Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir frá viðburðinum:Eva María Þórarinsdóttir Lange og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri settu hátíðina.Vísir/VilhelmVeðrið lék við viðstadda í gær þegar regnbogi var málaður á Skólavörðustíg.Vísir/VilhelmÞað gekk vel að mála regnbogann á Skólavörðustíg í gær.Vísir/Vilhelm Hinsegin Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Eva María Þórarinsdóttir Lange, formaður Hinsegin daga, máluðu regnboga á Skólavörðustíginn í gær. Viðburðurinn var hluti af setningarathöfn Hinsegin daga en þeir standa yfir til sunnudags og verður Gleðigangan farin á laugardaginn og er hátíðin nú haldin í sautjánda sinn. „Maður á bara einhvern veginn ekki orð yfir hvað þetta var fallegur og skemmtilegur viðburður. Veðrið gæti ekki hafa verið betra og skemmtilegur hópur af fólki sem kom á staðinn. Dagur í banastuði með okkur og brosandi börn að taka þátt í að mála Skólavörðustíginn,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga, glaður í bragði. Götumálunin er hluti af verkefninu Sumargötur í Reykjavíkurborg og var unnin í samstarfi við umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar og hófst setningarathöfnin á því að opnuð var sýning á 24 ljósmyndum sem ljósmyndarinn Geirax hefur tekið á ýmsum viðburðum á Hinsegin dögum á síðustu árum. „Við erum bara með tárin í augunum af að sjá þetta rúlla svona fallega af stað, svo maður leyfi sér að vera væminn,“ segir Gunnlaugur, en þetta var í fyrsta sinn sem götumálun er hluti af Hinsegin dögum. „Það er spurning, ég ætla ekki að fara að lofa upp í ermina á mér alveg strax,“ segir hann þegar hann er spurður að því hvort þetta verði mögulega fastur hluti af hátíðarhöldum komandi ára. „Miðað við ánægjuna innan okkar raða með þennan viðburð væri gaman að sjá þetta verða árlegt, hvort sem það væri á Skólavörðustíg eða einhvers staðar annars staðar í miðbænum,“ segir Gunnlaugur að lokum. Nánari upplýsingar um dagskrána má nálgast á vefsíðunni Hinsegindagar.is.Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir frá viðburðinum:Eva María Þórarinsdóttir Lange og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri settu hátíðina.Vísir/VilhelmVeðrið lék við viðstadda í gær þegar regnbogi var málaður á Skólavörðustíg.Vísir/VilhelmÞað gekk vel að mála regnbogann á Skólavörðustíg í gær.Vísir/Vilhelm
Hinsegin Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira