Ísland úr NATO! Ögmundur Jónasson skrifar 8. ágúst 2015 07:00 Í júní missti flokkur Erdogans Tyrklandsforseta meirihluta sinn á tyrkneska þinginu. Flokknum sem kennt var um tapið, Lýðræðisfylkingunni, HDP, hefur verið líkt við Syriza í Grikklandi enda bandalag skyldra hópa á vinstri vængnum. Kúrdar eru þarna fyrirferðarmestir. Því er litið svo á að sigur HDP hafi verið sigur Kúrda. Þannig lítur Erdogan forseti líka á málið. Eftir kosningarnar töldu ýmsir fréttaskýrendur að hann myndi fljótlega boða til nýrra þingkosninga og freista þess að koma fylgi HDP undir 10% sem er það hlutfall sem flokkar þurfa í kosningum til að fá fulltrúa á þing. Í kosningunum hafði flokkurinn, flestum að óvörum, fengið yfir 13% fylgi. Enn hefur ekki verið boðað til kosninga. Hins vegar hefur tyrkneski herinn hafið árásir á stöðvar Kúrda innan landamæra Tyrklands sem utan. Allt með blessun frá NATO sem efndi til fundar með öllum aðildarríkjum sínum, að ósk Tyrkja, til að fá stuðning í baráttunni „gegn hryðjuverkum“. Þar er vísað í atburðarás sem hófst 20. júlí með mannskæðri sprengjuárás ISIS-samtakanna í Suruc í austurhluta Tyrklands. Suruc er skammt norður af sýrlensku borginni Kobani, sem við þekkjum orðið vel af fréttum eftir að Kúrdum tókst að hnekkja þar yfirráðum ISIS. Sprengjutilræði ISIS var beint að kúrdískum ungliðasamtökum sem unnu að undirbúningi uppbyggingar í Kobani. Þrjátíu og tveir létust og yfir eitt hundrað særðust. Í kjölfarið myrtu kúrdískir vígamenn tvo tyrkneska lögreglumenn sem sagðir voru hafa aðstoðað ISIS við ódæðið. Lögreglumannanna tveggja hefnir nú tyrkneski herinn með loftárásum á Kúrda. Á sameiginlegu tungumáli Tyrklands og NATO heitir það að berjast gegn hryðjuverkum. Öllum sem vilja vita er hins vegar kunnugt um að tyrkneska stjórnin hefur veitt ISIS beinan og óbeinan stuðning. Í seinni tíð eru ISIS sögð ógna hagsmunum NATO-ríkja og tyrkneska stjórnin því litin hornauga fyrir að sýna ekki lit í baráttu gegn þeim. En þá skal tækifærið jafnframt notað til að veikja Kúrda og grafa undan nýlegri velgengni þeirra á hinum lýðræðislega vettvangi. Stórfellt áreiti og ofsóknir alla kosningabaráttuna höfðu ekki dugað til að veikja með Kúrdum friðarviljann hvað sem nú á eftir að gerast. Friðarferlið sem tyrknesk yfirvöld og forysta Kúrda hafa unnið samkvæmt undanfarin tvö ár er í uppnámi. Grun hef ég um að til þess sé leikurinn gerður. Eins og að framan er rakið koma viðbrögð ráðamanna í Tyrklandi ekki á óvart. Og því miður ekki heldur viðbrögð NATO. Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um úrsögn Íslands úr NATO bíður afgreiðslu á Alþingi. Enn höfum við verið minnt á hve brýn sú tillaga er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ögmundur Jónasson Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í júní missti flokkur Erdogans Tyrklandsforseta meirihluta sinn á tyrkneska þinginu. Flokknum sem kennt var um tapið, Lýðræðisfylkingunni, HDP, hefur verið líkt við Syriza í Grikklandi enda bandalag skyldra hópa á vinstri vængnum. Kúrdar eru þarna fyrirferðarmestir. Því er litið svo á að sigur HDP hafi verið sigur Kúrda. Þannig lítur Erdogan forseti líka á málið. Eftir kosningarnar töldu ýmsir fréttaskýrendur að hann myndi fljótlega boða til nýrra þingkosninga og freista þess að koma fylgi HDP undir 10% sem er það hlutfall sem flokkar þurfa í kosningum til að fá fulltrúa á þing. Í kosningunum hafði flokkurinn, flestum að óvörum, fengið yfir 13% fylgi. Enn hefur ekki verið boðað til kosninga. Hins vegar hefur tyrkneski herinn hafið árásir á stöðvar Kúrda innan landamæra Tyrklands sem utan. Allt með blessun frá NATO sem efndi til fundar með öllum aðildarríkjum sínum, að ósk Tyrkja, til að fá stuðning í baráttunni „gegn hryðjuverkum“. Þar er vísað í atburðarás sem hófst 20. júlí með mannskæðri sprengjuárás ISIS-samtakanna í Suruc í austurhluta Tyrklands. Suruc er skammt norður af sýrlensku borginni Kobani, sem við þekkjum orðið vel af fréttum eftir að Kúrdum tókst að hnekkja þar yfirráðum ISIS. Sprengjutilræði ISIS var beint að kúrdískum ungliðasamtökum sem unnu að undirbúningi uppbyggingar í Kobani. Þrjátíu og tveir létust og yfir eitt hundrað særðust. Í kjölfarið myrtu kúrdískir vígamenn tvo tyrkneska lögreglumenn sem sagðir voru hafa aðstoðað ISIS við ódæðið. Lögreglumannanna tveggja hefnir nú tyrkneski herinn með loftárásum á Kúrda. Á sameiginlegu tungumáli Tyrklands og NATO heitir það að berjast gegn hryðjuverkum. Öllum sem vilja vita er hins vegar kunnugt um að tyrkneska stjórnin hefur veitt ISIS beinan og óbeinan stuðning. Í seinni tíð eru ISIS sögð ógna hagsmunum NATO-ríkja og tyrkneska stjórnin því litin hornauga fyrir að sýna ekki lit í baráttu gegn þeim. En þá skal tækifærið jafnframt notað til að veikja Kúrda og grafa undan nýlegri velgengni þeirra á hinum lýðræðislega vettvangi. Stórfellt áreiti og ofsóknir alla kosningabaráttuna höfðu ekki dugað til að veikja með Kúrdum friðarviljann hvað sem nú á eftir að gerast. Friðarferlið sem tyrknesk yfirvöld og forysta Kúrda hafa unnið samkvæmt undanfarin tvö ár er í uppnámi. Grun hef ég um að til þess sé leikurinn gerður. Eins og að framan er rakið koma viðbrögð ráðamanna í Tyrklandi ekki á óvart. Og því miður ekki heldur viðbrögð NATO. Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um úrsögn Íslands úr NATO bíður afgreiðslu á Alþingi. Enn höfum við verið minnt á hve brýn sú tillaga er.
Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar