Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 24-27 | Strákarnir svöruðu fyrir tap gærdagsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. janúar 2016 16:00 Weinhold reynir hér að brjóta sér leið í gegnum íslensku vörnina. Vísir/Getty Íslenska landsliðið vann öruggan þriggja marka sigur á Þýskalandi 27-24 í dag í seinasta æfingarleik liðsins áður en EM í Póllandi hefst á föstudaginn. Náði íslenska liðið að hefna fyrir naumt tap í leik liðanna í gær. Íslenska liðið var mun einbeittara í leiknum í dag og hélt forskotinu allan leikinn eftir að hafa komist yfir snemma leiks. Náði íslenska liðið þegar mest var sex marka forskoti en Þjóðverjar náðu að klóra í bakkann á lokamínútum leiksins. Var um að ræða seinni æfingarleik liðanna í undirbúning fyrir EM í Póllandi en Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í gær eftir sveiflukennda frammistöðu hjá íslenska liðinu. Líkt og í leiknum í gær skoraði Ísland fyrsta mark leiksins en jafnræði var með liðunum fyrstu tíu mínútur leiksins, Ísland komst yfir en Þjóðverjar náðu alltaf að svara um hæl. Þá tók íslenska liðið völdin á vellinum og þrátt fyrir tvö leikhlé þýska landsliðsins náðu lærisveinar Dags Sigurðssonar ekki að halda í við íslenska liðið. Náðu strákarnir um tíma fimm marka forskoti stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks en Þjóðverjum tókst að nýta sér liðsmuninn á lokamínútum fyrri hálfleiksins. Tókst þeim að saxa á forskot Íslands eftir umdeilda tveggja mínútna brottvísun sem dæmd var á Guðmund Hólmar Helgason en Ísland leiddi 15-12 í hálfleik.Kári Kristján fagnar hér einu af þremur mörkum sínum í leiknum.Vísir/GettyÍslenska liðið hóf seinni hálfleikinn af sama krafti og náði sex marka forskoti á ný þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en Þjóðverjum tókst aldrei að ógna því forskoti. Vörn íslenska liðsins stóð vakt sína með prýði og gerði Björgvini í marki íslenska liðsins mun auðveldara fyrir en í leiknum í gær. Varði hann oft á mikilvægum stundum sem drápu baráttuandann í þýska liðinu. Þýska liðinu tókst að minnka muninn niður í þrjú mörk rétt fyrir leikslok en sigurinn var þá löngu kominn í höfn og var ekki að sjá neitt stress á leikmönnum íslenska liðsins. Björgvin Páll Gústavsson varði 15 skot í leiknum í dag og lauk leik með 39% markvörslu en hann varði eitt af tveimur vítum sem dæmd voru á íslenska liðið. Aron Pálmarsson fór fyrir íslenska liðinu annan leikinn í röð með átta mörk en næstir komu Kári Kristján Kristánsson og Rúnar Kárason með þrjú mörk hvor. Alls komust tíu leikmenn íslenska liðsins á blað í leiknum í dag. Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins, þarf að tilkynna á næstunni hvaða leikmaður fer ekki með til Póllands. Guðmundur Hólmar gerði líklegast nóg í dag til þess að gulltryggja sér sæti í flugvélinni til Póllands en hann hefur leiki mjög vel í vörn íslenska liðsins í síðustu tveimur leikjum. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Sjá meira
Íslenska landsliðið vann öruggan þriggja marka sigur á Þýskalandi 27-24 í dag í seinasta æfingarleik liðsins áður en EM í Póllandi hefst á föstudaginn. Náði íslenska liðið að hefna fyrir naumt tap í leik liðanna í gær. Íslenska liðið var mun einbeittara í leiknum í dag og hélt forskotinu allan leikinn eftir að hafa komist yfir snemma leiks. Náði íslenska liðið þegar mest var sex marka forskoti en Þjóðverjar náðu að klóra í bakkann á lokamínútum leiksins. Var um að ræða seinni æfingarleik liðanna í undirbúning fyrir EM í Póllandi en Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í gær eftir sveiflukennda frammistöðu hjá íslenska liðinu. Líkt og í leiknum í gær skoraði Ísland fyrsta mark leiksins en jafnræði var með liðunum fyrstu tíu mínútur leiksins, Ísland komst yfir en Þjóðverjar náðu alltaf að svara um hæl. Þá tók íslenska liðið völdin á vellinum og þrátt fyrir tvö leikhlé þýska landsliðsins náðu lærisveinar Dags Sigurðssonar ekki að halda í við íslenska liðið. Náðu strákarnir um tíma fimm marka forskoti stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks en Þjóðverjum tókst að nýta sér liðsmuninn á lokamínútum fyrri hálfleiksins. Tókst þeim að saxa á forskot Íslands eftir umdeilda tveggja mínútna brottvísun sem dæmd var á Guðmund Hólmar Helgason en Ísland leiddi 15-12 í hálfleik.Kári Kristján fagnar hér einu af þremur mörkum sínum í leiknum.Vísir/GettyÍslenska liðið hóf seinni hálfleikinn af sama krafti og náði sex marka forskoti á ný þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en Þjóðverjum tókst aldrei að ógna því forskoti. Vörn íslenska liðsins stóð vakt sína með prýði og gerði Björgvini í marki íslenska liðsins mun auðveldara fyrir en í leiknum í gær. Varði hann oft á mikilvægum stundum sem drápu baráttuandann í þýska liðinu. Þýska liðinu tókst að minnka muninn niður í þrjú mörk rétt fyrir leikslok en sigurinn var þá löngu kominn í höfn og var ekki að sjá neitt stress á leikmönnum íslenska liðsins. Björgvin Páll Gústavsson varði 15 skot í leiknum í dag og lauk leik með 39% markvörslu en hann varði eitt af tveimur vítum sem dæmd voru á íslenska liðið. Aron Pálmarsson fór fyrir íslenska liðinu annan leikinn í röð með átta mörk en næstir komu Kári Kristján Kristánsson og Rúnar Kárason með þrjú mörk hvor. Alls komust tíu leikmenn íslenska liðsins á blað í leiknum í dag. Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins, þarf að tilkynna á næstunni hvaða leikmaður fer ekki með til Póllands. Guðmundur Hólmar gerði líklegast nóg í dag til þess að gulltryggja sér sæti í flugvélinni til Póllands en hann hefur leiki mjög vel í vörn íslenska liðsins í síðustu tveimur leikjum.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða