Íslendingur í Köln: „Fór heim þegar ég sá ástandið magnast upp“ Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2016 16:36 Árásirnar, sem áttu sér fyrst og fremst stað fyrir utan aðallestarstöð Kölnarborgar, hafa þær vakið mikinn óhug í Þýskalandi og víðar. Vísir/AFP „Ég var mjög hissa á því að mér fannst ég bara sjá karlmenn á ferli, sérstaklega fyrir utan aðallestarstöðina. Ég fór heim þegar ég sá ástandið magnast upp,“ segir Heiðrún Arnarsdóttir sem býr í Köln og varð vitni að því ófremdarástandi sem skapaðist í miðborginni þar sem hún var á gangi um borgina á gamlárskvöld ásamt kærasta sínum. „Mennirnir drukku saman í stórum hópum. Það var mikill hávaði og við heyrðum í sírenuhljóðum nær allt kvöldið en sáum þrátt fyrir það mjög fáa lögreglumenn.“ Hún segist í samtali við Vísi hafa tekið eftir að það hafi alls ekki verið fjölskylduvæn stemning í miðborginni og nær engir að ganga um með börnin sín. „Þetta voru aðallega ölvaðir karlmenn sem skutu flugeldum í átt að fólki. Ég sá einnig menn skjóta flugeldum að dómkirkju borgarinnar.“Versnaði þegar á leið kvöldiðÁrásirnar, sem áttu sér fyrst og fremst stað fyrir utan aðallestarstöð Kölnarborgar, hafa þær vakið mikinn óhug í Þýskalandi og víðar. Lögregla segir að karlmenn af arabískum og norður-afrískum uppruna hafi þar áreitt konur kynferðislega og rænt. Þá segir að að minnsta kosti tveimur konum hafi verið nauðgað. „Ég sá þessa dæmigerðu áfengishegðun eiga sér stað. Til að byrja með fannst mér þetta ekki svo óhugnanlegt þar sem maður er vanur svona hegðun í miðbæ Reykjavíkur. Klukkan var heldur ekki orðin svo margt þegar við vorum þarna á ferli, en ástandið versnaði svo þegar leið á kvöldið,“ segir Heiðrún. Hún segir að þó að hátt í hundrað konur hafi tilkynnt um árásir til lögreglu þá trúi hún að árásirnar hafi í raun verið mun fleiri. „Stór hluti þeirra kvenna sem verða fyrir árás, koma kannski aldrei til með að tilkynna það eða leggja fram kæru.“Vísir/AFPBýr sjálf í hverfi innan um fjölda þjóðernishópaHeiðrún segist hafa rætt árásirnar við múslimska vinkonu sína og hún hafi sagt henni að samkvæmt menningu Tyrkja og annarra múslimaríkja sé gamlársdagur ekki opinber hátíðardagur og að það tíðkist ekki að konur fari út og skemmti sér. „Ég bý sjálf í hverfi þar sem fólk af mörgum ólíkum þjóðernum búa og mér hefur aldrei fundist ég finna fyrir óöryggi. Þetta er ekki fólk sem ógnar mér í daglegu lífi, en þetta kvöld voru mennirnir of drukknir, með læti, skjótandi flugeldum á fólkið. Það virtust ekki vera neinar reglur.“ Hún segist ekki hafa séð marga lögreglumenn á ferli þetta kvöld, en að vanalega sjái hún til að mynda vopnaða lögreglumenn fyrir utan bakarí á hádegi á þriðjudegi. „Ég sá heldur ekki eina einustu konu við aðallestarstöðina þegar við komum þangað. Ég hugsaði því hvar þær væru, sem og vopnuðu lögreglumennirnir sem eiga að vera hérna. Það virtist ekki hafa verið nein stjórn á mannfjöldanum. Það voru þarna drukknir menn, syngjandi á erlendum tungumálum. Það var augljóst að þetta voru menn sem voru ekki Þjóðverjar.“Gengu á glerbrotum allt kvöldiðSjálf segist Heiðrún ekki hafa orðið fyrir miklu áreiti þetta kvöld. „Ég varð fyrir svokölluðu „cat-calling“ en við fórum frekar snemma heim. Ég hugsaði með mér að þetta myndi einungis versna. Við gengum á glerbrotum allt kvöldið og mér fannst óþægilegt að vera innan um fólk sem gæti allt eins tekið upp á að skjóta flugeldum á mann.“ Hún segist sjálf vera innan um Þjóðverja alla daga og að þetta mál hafi í raun ekki verið mikið rætt. „Lífið gekk bara sinn vanagang eftir áramótin en ég varð þó ekki hissa þegar ég las um árásirnar í fjölmiðlum. Þetta rataði samt þangað frekar seint. Fólk áttaði sig ekki á umfangi þessa fyrr en eftir einhverja daga. Mér fannst undarlegt að þetta hafi ekki ratað í fjölmiðla strax á nýársdag.“ Tengdar fréttir Árásirnar í Köln: Lögreglan þarf að endurskoða starfsaðferðir sínar Ralf Jaeger, innanríkisráðherra í þýska sambandslandinu Norður-Rín og Vestfalíu, segir að lögreglan verði að tryggja að það ofbeldi sem konur urðu fyrir í Köln á nýársnótt, og fleiri þýskum borgum, endurtaki sig ekki. 7. janúar 2016 08:20 Nokkur hundruð komu saman til að mótmæla árásunum í Köln Tugir kvenna urðu fyrir kynferðisárás og voru rændar í Köln á gamlárskvöld. 6. janúar 2016 09:44 Ofbeldi gegn konum í Köln vekur mikla reiði Lögreglan í Köln hefur viðurkennt margvísleg mistök í tengslum við kynferðisofbeldi sem tugir kvenna urðu fyrir á gamlársdag. Innanríkisráðherra Þýskalands krefst skýringa. Lögreglustjórinn segist ekki ætla að segja af sér. 7. janúar 2016 05:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
„Ég var mjög hissa á því að mér fannst ég bara sjá karlmenn á ferli, sérstaklega fyrir utan aðallestarstöðina. Ég fór heim þegar ég sá ástandið magnast upp,“ segir Heiðrún Arnarsdóttir sem býr í Köln og varð vitni að því ófremdarástandi sem skapaðist í miðborginni þar sem hún var á gangi um borgina á gamlárskvöld ásamt kærasta sínum. „Mennirnir drukku saman í stórum hópum. Það var mikill hávaði og við heyrðum í sírenuhljóðum nær allt kvöldið en sáum þrátt fyrir það mjög fáa lögreglumenn.“ Hún segist í samtali við Vísi hafa tekið eftir að það hafi alls ekki verið fjölskylduvæn stemning í miðborginni og nær engir að ganga um með börnin sín. „Þetta voru aðallega ölvaðir karlmenn sem skutu flugeldum í átt að fólki. Ég sá einnig menn skjóta flugeldum að dómkirkju borgarinnar.“Versnaði þegar á leið kvöldiðÁrásirnar, sem áttu sér fyrst og fremst stað fyrir utan aðallestarstöð Kölnarborgar, hafa þær vakið mikinn óhug í Þýskalandi og víðar. Lögregla segir að karlmenn af arabískum og norður-afrískum uppruna hafi þar áreitt konur kynferðislega og rænt. Þá segir að að minnsta kosti tveimur konum hafi verið nauðgað. „Ég sá þessa dæmigerðu áfengishegðun eiga sér stað. Til að byrja með fannst mér þetta ekki svo óhugnanlegt þar sem maður er vanur svona hegðun í miðbæ Reykjavíkur. Klukkan var heldur ekki orðin svo margt þegar við vorum þarna á ferli, en ástandið versnaði svo þegar leið á kvöldið,“ segir Heiðrún. Hún segir að þó að hátt í hundrað konur hafi tilkynnt um árásir til lögreglu þá trúi hún að árásirnar hafi í raun verið mun fleiri. „Stór hluti þeirra kvenna sem verða fyrir árás, koma kannski aldrei til með að tilkynna það eða leggja fram kæru.“Vísir/AFPBýr sjálf í hverfi innan um fjölda þjóðernishópaHeiðrún segist hafa rætt árásirnar við múslimska vinkonu sína og hún hafi sagt henni að samkvæmt menningu Tyrkja og annarra múslimaríkja sé gamlársdagur ekki opinber hátíðardagur og að það tíðkist ekki að konur fari út og skemmti sér. „Ég bý sjálf í hverfi þar sem fólk af mörgum ólíkum þjóðernum búa og mér hefur aldrei fundist ég finna fyrir óöryggi. Þetta er ekki fólk sem ógnar mér í daglegu lífi, en þetta kvöld voru mennirnir of drukknir, með læti, skjótandi flugeldum á fólkið. Það virtust ekki vera neinar reglur.“ Hún segist ekki hafa séð marga lögreglumenn á ferli þetta kvöld, en að vanalega sjái hún til að mynda vopnaða lögreglumenn fyrir utan bakarí á hádegi á þriðjudegi. „Ég sá heldur ekki eina einustu konu við aðallestarstöðina þegar við komum þangað. Ég hugsaði því hvar þær væru, sem og vopnuðu lögreglumennirnir sem eiga að vera hérna. Það virtist ekki hafa verið nein stjórn á mannfjöldanum. Það voru þarna drukknir menn, syngjandi á erlendum tungumálum. Það var augljóst að þetta voru menn sem voru ekki Þjóðverjar.“Gengu á glerbrotum allt kvöldiðSjálf segist Heiðrún ekki hafa orðið fyrir miklu áreiti þetta kvöld. „Ég varð fyrir svokölluðu „cat-calling“ en við fórum frekar snemma heim. Ég hugsaði með mér að þetta myndi einungis versna. Við gengum á glerbrotum allt kvöldið og mér fannst óþægilegt að vera innan um fólk sem gæti allt eins tekið upp á að skjóta flugeldum á mann.“ Hún segist sjálf vera innan um Þjóðverja alla daga og að þetta mál hafi í raun ekki verið mikið rætt. „Lífið gekk bara sinn vanagang eftir áramótin en ég varð þó ekki hissa þegar ég las um árásirnar í fjölmiðlum. Þetta rataði samt þangað frekar seint. Fólk áttaði sig ekki á umfangi þessa fyrr en eftir einhverja daga. Mér fannst undarlegt að þetta hafi ekki ratað í fjölmiðla strax á nýársdag.“
Tengdar fréttir Árásirnar í Köln: Lögreglan þarf að endurskoða starfsaðferðir sínar Ralf Jaeger, innanríkisráðherra í þýska sambandslandinu Norður-Rín og Vestfalíu, segir að lögreglan verði að tryggja að það ofbeldi sem konur urðu fyrir í Köln á nýársnótt, og fleiri þýskum borgum, endurtaki sig ekki. 7. janúar 2016 08:20 Nokkur hundruð komu saman til að mótmæla árásunum í Köln Tugir kvenna urðu fyrir kynferðisárás og voru rændar í Köln á gamlárskvöld. 6. janúar 2016 09:44 Ofbeldi gegn konum í Köln vekur mikla reiði Lögreglan í Köln hefur viðurkennt margvísleg mistök í tengslum við kynferðisofbeldi sem tugir kvenna urðu fyrir á gamlársdag. Innanríkisráðherra Þýskalands krefst skýringa. Lögreglustjórinn segist ekki ætla að segja af sér. 7. janúar 2016 05:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Árásirnar í Köln: Lögreglan þarf að endurskoða starfsaðferðir sínar Ralf Jaeger, innanríkisráðherra í þýska sambandslandinu Norður-Rín og Vestfalíu, segir að lögreglan verði að tryggja að það ofbeldi sem konur urðu fyrir í Köln á nýársnótt, og fleiri þýskum borgum, endurtaki sig ekki. 7. janúar 2016 08:20
Nokkur hundruð komu saman til að mótmæla árásunum í Köln Tugir kvenna urðu fyrir kynferðisárás og voru rændar í Köln á gamlárskvöld. 6. janúar 2016 09:44
Ofbeldi gegn konum í Köln vekur mikla reiði Lögreglan í Köln hefur viðurkennt margvísleg mistök í tengslum við kynferðisofbeldi sem tugir kvenna urðu fyrir á gamlársdag. Innanríkisráðherra Þýskalands krefst skýringa. Lögreglustjórinn segist ekki ætla að segja af sér. 7. janúar 2016 05:00