Aron: Er að leita að svörum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2016 21:52 Aron Kristjánsson. Vísir/Ernir Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, segir að það hafi verið óþarfi að tapa fyrir Portúgal í kvöld en liðin mættust þá í Kaplakrika í æfingaleik. Ísland leiddi með einu marki í hálfleik, 17-16, en missti leikinn úr höndunum síðustu tíu mínúturnar og fögnuðu fjögurra marka sigri, 32-28. Aron var engu að síður ánægður með margt hjá sínum mönnum. „Vinnuframlagið var fínt og viljinn til staðar hjá leikmönnum. Menn voru að berjast en það vantaði aðeins upp á agann, sérstaklega í sókninni. Menn vildu þetta kannski aðeins of mikið,“ segir þjálfarinn.Vantaði jafnvægi Aron segir að það sé ýmislegt nýtt í leikskipulagi íslenska liðsins og því eðlilegt að það þurfi tíma til að fínpússa það. Fram undan séu æfingar, leikur gegn Portúgal á morgun og svo tveir leikir gegn Þýskalandi um helgina. „Það sem vantaði í þennan leik var jafnvægi á milli þess sem við spilum hraðan leik og þegar við þurfum að hægja á okkur. Við náðum ekki að hægja á leiknum nægilega mikið sem er sérstaklega mikilvægt í leikjum þar sem allt gengur ekki að óskum. Þá þarf maður að geta spilað lengri sóknir.“ Markvörður Portúgals átti stórleik í kvöld en þrátt fyrir það segir Aron að strákarnir hafi náð að spila sig í góð færi í leiknum. „Hann tók mörg skot hjá okkur úr ákjósanlegum færum. En það sem var ekki nægilega skynsamlegar ákvarðanir í línusendingunum okkar. Það kostaði mikið því við fengum mikið af hraðaupphlaupum í bakið.“Aðrir taka ábyrgð á morgun Aron segir að það sé ekki komin endanleg mynd á þann hóp sem fer til Póllands. Það hafi því ekki endilega verið vísbending í kvöld hverjir fengu að spila og hverjir voru á bekknum. „Ég er að leita að svörum og því erum við að hreyfa aðeins við mönnum. Á morgun þurfa svo aðrir leikmenn að taka ábyrgð og við þurfum að nota báða leikina gegn Portúgal til að fá þau svör sem við þurfum.“ „Rúnar Kárason og Guðmundur Hólmar Helgason fá til dæmis stærra hlutverk á morgun. Við sjáum svo hvernig það fer.“ Hann segir að Tandri Már Konráðsson hafi átt ágæta innkomu í leik Íslands í kvöld, sérstaklega í vörninni. „Svo datt hann niður á milli - sem var einkennandi fyrir allt liðið. Við vorum flottir en duttum svo of mikið niður. Það er erfitt að berjast í vörninni þegar við fáum of mikið af ódýrum mörkum á okkur og erum endurtekið að henda boltanum frá okkur í hraðaupphlaupum.“ EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 28-32 | Skellur strákanna í Krikanum Síðasti alvöru heimaleikur strákanna okkar fyrir EM í Póllandi fór ekki vel. 6. janúar 2016 21:45 Guðjón Valur: Gefumst ekki upp eftir þrjá daga Landsliðsfyrirliðinn segir að leikurinn gegn Portúgal hafi ekki verið slæmur þrátt fyrir tap. 6. janúar 2016 21:36 Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, segir að það hafi verið óþarfi að tapa fyrir Portúgal í kvöld en liðin mættust þá í Kaplakrika í æfingaleik. Ísland leiddi með einu marki í hálfleik, 17-16, en missti leikinn úr höndunum síðustu tíu mínúturnar og fögnuðu fjögurra marka sigri, 32-28. Aron var engu að síður ánægður með margt hjá sínum mönnum. „Vinnuframlagið var fínt og viljinn til staðar hjá leikmönnum. Menn voru að berjast en það vantaði aðeins upp á agann, sérstaklega í sókninni. Menn vildu þetta kannski aðeins of mikið,“ segir þjálfarinn.Vantaði jafnvægi Aron segir að það sé ýmislegt nýtt í leikskipulagi íslenska liðsins og því eðlilegt að það þurfi tíma til að fínpússa það. Fram undan séu æfingar, leikur gegn Portúgal á morgun og svo tveir leikir gegn Þýskalandi um helgina. „Það sem vantaði í þennan leik var jafnvægi á milli þess sem við spilum hraðan leik og þegar við þurfum að hægja á okkur. Við náðum ekki að hægja á leiknum nægilega mikið sem er sérstaklega mikilvægt í leikjum þar sem allt gengur ekki að óskum. Þá þarf maður að geta spilað lengri sóknir.“ Markvörður Portúgals átti stórleik í kvöld en þrátt fyrir það segir Aron að strákarnir hafi náð að spila sig í góð færi í leiknum. „Hann tók mörg skot hjá okkur úr ákjósanlegum færum. En það sem var ekki nægilega skynsamlegar ákvarðanir í línusendingunum okkar. Það kostaði mikið því við fengum mikið af hraðaupphlaupum í bakið.“Aðrir taka ábyrgð á morgun Aron segir að það sé ekki komin endanleg mynd á þann hóp sem fer til Póllands. Það hafi því ekki endilega verið vísbending í kvöld hverjir fengu að spila og hverjir voru á bekknum. „Ég er að leita að svörum og því erum við að hreyfa aðeins við mönnum. Á morgun þurfa svo aðrir leikmenn að taka ábyrgð og við þurfum að nota báða leikina gegn Portúgal til að fá þau svör sem við þurfum.“ „Rúnar Kárason og Guðmundur Hólmar Helgason fá til dæmis stærra hlutverk á morgun. Við sjáum svo hvernig það fer.“ Hann segir að Tandri Már Konráðsson hafi átt ágæta innkomu í leik Íslands í kvöld, sérstaklega í vörninni. „Svo datt hann niður á milli - sem var einkennandi fyrir allt liðið. Við vorum flottir en duttum svo of mikið niður. Það er erfitt að berjast í vörninni þegar við fáum of mikið af ódýrum mörkum á okkur og erum endurtekið að henda boltanum frá okkur í hraðaupphlaupum.“
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 28-32 | Skellur strákanna í Krikanum Síðasti alvöru heimaleikur strákanna okkar fyrir EM í Póllandi fór ekki vel. 6. janúar 2016 21:45 Guðjón Valur: Gefumst ekki upp eftir þrjá daga Landsliðsfyrirliðinn segir að leikurinn gegn Portúgal hafi ekki verið slæmur þrátt fyrir tap. 6. janúar 2016 21:36 Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 28-32 | Skellur strákanna í Krikanum Síðasti alvöru heimaleikur strákanna okkar fyrir EM í Póllandi fór ekki vel. 6. janúar 2016 21:45
Guðjón Valur: Gefumst ekki upp eftir þrjá daga Landsliðsfyrirliðinn segir að leikurinn gegn Portúgal hafi ekki verið slæmur þrátt fyrir tap. 6. janúar 2016 21:36