Tesla brennur til grunna á hraðhleðslustöð í Noregi Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2016 11:21 Í Kristiansand í Noregi brann Tesla Model S bíll til grunna í vikunni þar sem hann stóð í hleðslu á hraðhleðslustöð. Bíllinn stóð í ljósum logum skömmu eftir að eigandi hans hafði sett hann í hleðslu á stöðinni. Ekki tókst að slökkva eldinn í bílnum og brann hann til kaldra kola. Enginn meiddist en slökkviliðsmenn börðust við eldinn með duftslökkvitækjum en ekki vatni til að komast hjá myndun hættulegra efnahvarfa þegar vatn og lithium ion efnið í rafhlöðum bílsins mætast. Rannsókn er hafin á tildrögum þessa og víst er að eigandi Tesla bílsins mun ekki bera tjónið af þessum bruna. Sjá má myndskeið af brunanum hér að ofan. Tesla fór langt með að ná sölumarkmiðum sínum á síðasta ári og seldi alls 50.580 bíla en markið hafði verið sett við 55.000 bíla í upphafi árs. Vel gekk á síðasta ársfjórðungi ársins og seldi Tesla þá 17.192 bíla og ef sala allra ársfjórðunga síðasta árs hefði verið í takt við þann síðasta hefði salan numið 68.500 bílum. Salan er þó alltaf að aukast og markaði síðasti ársfjórðungur metsölu hjá Tesla. Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent
Í Kristiansand í Noregi brann Tesla Model S bíll til grunna í vikunni þar sem hann stóð í hleðslu á hraðhleðslustöð. Bíllinn stóð í ljósum logum skömmu eftir að eigandi hans hafði sett hann í hleðslu á stöðinni. Ekki tókst að slökkva eldinn í bílnum og brann hann til kaldra kola. Enginn meiddist en slökkviliðsmenn börðust við eldinn með duftslökkvitækjum en ekki vatni til að komast hjá myndun hættulegra efnahvarfa þegar vatn og lithium ion efnið í rafhlöðum bílsins mætast. Rannsókn er hafin á tildrögum þessa og víst er að eigandi Tesla bílsins mun ekki bera tjónið af þessum bruna. Sjá má myndskeið af brunanum hér að ofan. Tesla fór langt með að ná sölumarkmiðum sínum á síðasta ári og seldi alls 50.580 bíla en markið hafði verið sett við 55.000 bíla í upphafi árs. Vel gekk á síðasta ársfjórðungi ársins og seldi Tesla þá 17.192 bíla og ef sala allra ársfjórðunga síðasta árs hefði verið í takt við þann síðasta hefði salan numið 68.500 bílum. Salan er þó alltaf að aukast og markaði síðasti ársfjórðungur metsölu hjá Tesla.
Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent