VW Budd-e rafmagnsbíll með 530 km drægi Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2016 09:24 Volkswagen Budd-e. Autoblog Volkswagen kynnti í gær nýjan rafmagnsbíl á raftækjasýningu í Las Vegas. Hann á að koma á markað árið 2018. Bíllinn heitir Volkswagen Budd-e og er hreinræktaður rafmagnsbíll sem komast á 530 kílómetra á fullri hleðslu. Bíllinn er svokallaður fjölnotabíll og eins og bitabox (Microbus) í laginu, með sæti fyrir fjóra og með fjórhjóladrifi. Sá rafmagnsbíll Volkswagen sem mestu drægi nær í dag er e-Golf með 190 km drægi, svo nærri lætur að þessi bíll þrefaldi drægið og er það meira en í Tesla Model S. Volkswagen Budd-e er afsprengi tilraunabíls sem Volkswagen kynnti árið 2011 og var nefndur Bulli. Budd-e er byggður á nýjum MEB undirvagni sem ætlaður er fyrir framtíðarrafmagnsbíla Volkswagen samstæðunnar og er þróaður uppúr MQB undirvagninum sem finna má undir mörgum framleiðslubílum Volkswagen nú, t.d. Golf og Tiguan. Rafhlöður Budd-e eru 101 kWh og eru staðsettar í gólfi bílsins og rafmótorar eru á báðum öxlum bílsins. Budd-e er fyrstur margra rafmagnsbíla sem Volkswagen er að smíða í þróunarsetri Volkswagen í Braunschweig í Þýskalandi og vænta má framtíðarbíla fyrirtækisins þaðan. Volkswagen hefur tekið beinu stefnuna í þróun rafmagnsbíla, ekki síst eftir uppgötvun dísilvélasvindslins og stefnir að því að taka forystuna á því sviði. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent
Volkswagen kynnti í gær nýjan rafmagnsbíl á raftækjasýningu í Las Vegas. Hann á að koma á markað árið 2018. Bíllinn heitir Volkswagen Budd-e og er hreinræktaður rafmagnsbíll sem komast á 530 kílómetra á fullri hleðslu. Bíllinn er svokallaður fjölnotabíll og eins og bitabox (Microbus) í laginu, með sæti fyrir fjóra og með fjórhjóladrifi. Sá rafmagnsbíll Volkswagen sem mestu drægi nær í dag er e-Golf með 190 km drægi, svo nærri lætur að þessi bíll þrefaldi drægið og er það meira en í Tesla Model S. Volkswagen Budd-e er afsprengi tilraunabíls sem Volkswagen kynnti árið 2011 og var nefndur Bulli. Budd-e er byggður á nýjum MEB undirvagni sem ætlaður er fyrir framtíðarrafmagnsbíla Volkswagen samstæðunnar og er þróaður uppúr MQB undirvagninum sem finna má undir mörgum framleiðslubílum Volkswagen nú, t.d. Golf og Tiguan. Rafhlöður Budd-e eru 101 kWh og eru staðsettar í gólfi bílsins og rafmótorar eru á báðum öxlum bílsins. Budd-e er fyrstur margra rafmagnsbíla sem Volkswagen er að smíða í þróunarsetri Volkswagen í Braunschweig í Þýskalandi og vænta má framtíðarbíla fyrirtækisins þaðan. Volkswagen hefur tekið beinu stefnuna í þróun rafmagnsbíla, ekki síst eftir uppgötvun dísilvélasvindslins og stefnir að því að taka forystuna á því sviði.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent