Steininnrétting í Bentley Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2016 10:06 Steinefnið í mælaborðinu með rauðum lit. Autoblog Nú má panta sér Bentley með innréttingu sem að hluta til er úr steini og er notuð í mælaborð bílanna. Þessi nýjung er þó ekki til að þyngja bílana mikið þar sem þykkt hennar er aðeins um tíundi hluti millimeters, samsvarandi þykkt mannshárs. Steinefnið er frá Indlandi og er mulið og blandað saman við koltrefjar og resin og fullunnið af breytingafyrirtækinu Mulliner. Svo þunnt er þetta efni að það er gegnsætt og það nýtir Bentley sér með baklýsingu. Viðskiptavinir geta valið milli fjögurra lita í Continental og Flying Spur bíla Bentley. Ekki er öll vitleysan eins, en það þarf sífellt að finna einhverja sérstöðu fyrir vel megandi kaupendur Bentley bíla.Steinefnið í gráum lit. Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent
Nú má panta sér Bentley með innréttingu sem að hluta til er úr steini og er notuð í mælaborð bílanna. Þessi nýjung er þó ekki til að þyngja bílana mikið þar sem þykkt hennar er aðeins um tíundi hluti millimeters, samsvarandi þykkt mannshárs. Steinefnið er frá Indlandi og er mulið og blandað saman við koltrefjar og resin og fullunnið af breytingafyrirtækinu Mulliner. Svo þunnt er þetta efni að það er gegnsætt og það nýtir Bentley sér með baklýsingu. Viðskiptavinir geta valið milli fjögurra lita í Continental og Flying Spur bíla Bentley. Ekki er öll vitleysan eins, en það þarf sífellt að finna einhverja sérstöðu fyrir vel megandi kaupendur Bentley bíla.Steinefnið í gráum lit.
Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent