Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. nóvember 2024 06:25 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir ekki um að ræða faraldur. Vísir/Arnar Nokkrir einstaklingar hér á landi hafa greinst með bráða lifrarbólgu B á síðustu mánuðum en svo virðist sem um sé að ræða smit sem hefur átt sér stað við kynmök. Frá þessu greinir Morgunblaðið. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir þó ekki um að ræða faraldur en sýni séu enn í vinnslu og einstaklingar í eftirliti. Smitaðir séu ekki í sóttkví og ekki talið þörf á frekari aðgerðum en gripið hefur verið til. „Þetta eru nokkrir einstaklingar og einhverjir af þeim tengjast, en það er ekki alveg búið að rekja þetta og ekki vitað hvort allir tengist,“ hefur Morgunblaðið eftir Guðrúnu. „Þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til eru að vekja athygli á þessu og hvetja til meiri skimunar á lifrarbólgu B, til dæmis þegar fólk greinist með kynsjúkdóm. Eins bendum við á bólusetningu fyrir áhættuhópa.“ Á Heilsuveru segir um lifrarbólgu B: „Lifrarbólga B er veirusýking sem berst með blóði eða öðrum líkamsvessum milli einstaklinga. Sjúkdómurinn getur smitast þegar nálum er deilt, við stunguslys eða við notkun rakvéla eða tannbursta frá sýktum einstaklingi. Einnig getur sjúkdómurinn smitast við samfarir án smokks. Flest sem smitast af lifrarbólgu B jafna sig á nokkrum mánuðum. Hluti þeirra sem smitast af lifrarbólgu B losa sig ekki við veiruna og fær langvinna sýkingu. Fólk sem smitast ungt af lifrarbólgu B, til dæmis frá móður í fæðingu, er í mestri hættu á að fá langvinna sýkingu sem getur leitt til skorpulifrar og krabbameins í lifur. Lifrarbólga B er greind með blóðprufu og hægt er að meðhöndla sjúkdóminn með veirulyfjum. Mælt er með að eftirfarandi einstaklingar í áhættuhópum fái bólusetningu: Heilbrigðisstarfsfólk Fólk sem notar sprautulyf Samkynhneigðir karlmenn Börn mæðra með lifrarbólgu B Fólk sem ferðast til svæða þar sem sýkingin er algeng Bóluefnið veitir vörn gegn Lifrarbólgu B. Einnig er mælt með notkun smokka til að koma í veg fyrir smit.“ Heilbrigðismál Kynlíf Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir þó ekki um að ræða faraldur en sýni séu enn í vinnslu og einstaklingar í eftirliti. Smitaðir séu ekki í sóttkví og ekki talið þörf á frekari aðgerðum en gripið hefur verið til. „Þetta eru nokkrir einstaklingar og einhverjir af þeim tengjast, en það er ekki alveg búið að rekja þetta og ekki vitað hvort allir tengist,“ hefur Morgunblaðið eftir Guðrúnu. „Þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til eru að vekja athygli á þessu og hvetja til meiri skimunar á lifrarbólgu B, til dæmis þegar fólk greinist með kynsjúkdóm. Eins bendum við á bólusetningu fyrir áhættuhópa.“ Á Heilsuveru segir um lifrarbólgu B: „Lifrarbólga B er veirusýking sem berst með blóði eða öðrum líkamsvessum milli einstaklinga. Sjúkdómurinn getur smitast þegar nálum er deilt, við stunguslys eða við notkun rakvéla eða tannbursta frá sýktum einstaklingi. Einnig getur sjúkdómurinn smitast við samfarir án smokks. Flest sem smitast af lifrarbólgu B jafna sig á nokkrum mánuðum. Hluti þeirra sem smitast af lifrarbólgu B losa sig ekki við veiruna og fær langvinna sýkingu. Fólk sem smitast ungt af lifrarbólgu B, til dæmis frá móður í fæðingu, er í mestri hættu á að fá langvinna sýkingu sem getur leitt til skorpulifrar og krabbameins í lifur. Lifrarbólga B er greind með blóðprufu og hægt er að meðhöndla sjúkdóminn með veirulyfjum. Mælt er með að eftirfarandi einstaklingar í áhættuhópum fái bólusetningu: Heilbrigðisstarfsfólk Fólk sem notar sprautulyf Samkynhneigðir karlmenn Börn mæðra með lifrarbólgu B Fólk sem ferðast til svæða þar sem sýkingin er algeng Bóluefnið veitir vörn gegn Lifrarbólgu B. Einnig er mælt með notkun smokka til að koma í veg fyrir smit.“
Heilbrigðismál Kynlíf Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira