Audi kaupir í bílaleigu Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2016 09:38 Silfurgráir Audi bílar Silvercar bíða viðskiptavina á bandarískum flugvelli. Autoblog Silvercar bílaleigan hefur ákveðna sérstöðu meðal bílaleiga. Fyrirtækið leigir aðeins út silfurlita Audi bíla á flugvöllum í Bandaríkjunum og leigjendur bílanna panta þá gegnum símaapp og þegar bílarnir eru sóttir fer engin pappírsvinna fram heldur stíga þeir beint uppí bílinn og leggja af stað. Þessari leigu hefur gengið mjög vel undanfarið og hefur Audi nú fjárfest fyrir 3,7 milljarða króna í leigunni. Með þessari fjárinnsprautun í leiguna ætlar Silvercar að fjölga mjög leigustöðum um Bandaríkin. Silvercar var stofnað árið 2012 og hóf starfsemi sína á flugvöllum í Los Angeles, San Francisco, Miami, Orlando, Dallas, Austin og Denver. Á síðustu 6 mánuðum opnaði leigan einnig leigur á flugvöllum í New York, Chicago, Las Vegas og Fort Lauderdale og enn á að auka við starfstöðvar. Þá ætlar Silvercar og Audi einnig að bjóða fyrirtækjum að leigja bíla til starfmanna sinna. Forstjóri Audi í Bandaríkjunum tekur sæti í stjórn Silvercar með þessum kaupum á hlutabréfum í fyrirtækinu. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent
Silvercar bílaleigan hefur ákveðna sérstöðu meðal bílaleiga. Fyrirtækið leigir aðeins út silfurlita Audi bíla á flugvöllum í Bandaríkjunum og leigjendur bílanna panta þá gegnum símaapp og þegar bílarnir eru sóttir fer engin pappírsvinna fram heldur stíga þeir beint uppí bílinn og leggja af stað. Þessari leigu hefur gengið mjög vel undanfarið og hefur Audi nú fjárfest fyrir 3,7 milljarða króna í leigunni. Með þessari fjárinnsprautun í leiguna ætlar Silvercar að fjölga mjög leigustöðum um Bandaríkin. Silvercar var stofnað árið 2012 og hóf starfsemi sína á flugvöllum í Los Angeles, San Francisco, Miami, Orlando, Dallas, Austin og Denver. Á síðustu 6 mánuðum opnaði leigan einnig leigur á flugvöllum í New York, Chicago, Las Vegas og Fort Lauderdale og enn á að auka við starfstöðvar. Þá ætlar Silvercar og Audi einnig að bjóða fyrirtækjum að leigja bíla til starfmanna sinna. Forstjóri Audi í Bandaríkjunum tekur sæti í stjórn Silvercar með þessum kaupum á hlutabréfum í fyrirtækinu.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent