„Ég held að ég muni líða fyrir það að vera ekki þjóðþekktur“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. janúar 2016 13:23 Þorgrímur Þráinsson undirbýr nú væntanlegt forsetaframboð. „Þetta kom mér á óvart, ég hélt að hann myndi vera áfram. Mér fannst hann einhvern veginn hafa talað þannig – ég var dálítið hissa,“ segir Þorgrímur Þráinsson, forsetaframbjóðandi, um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að gefa ekki kost á sér í forsetakosningunum næsta sumar. Þorgrímur var gestur þeirra Loga Bergmann og Rúnars Freys Gíslasonar á Bylgjunni í morgun þar sem þeir ræddu væntanlega kosningabaráttu. Eins og frægt er orðið gaf Þorgrímur það út í samtali við Vísi í nóvember að hann hygðist bjóða sig fram til forseta á næsta ári og varð þar með fyrstur væntanlegra frambjóðenda til að lýsa því yfir.Sjá einnig: 95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Í ljósi þess hversu langt er síðan hann lagði af stað í vegferðina segir Þorgrímur að hann hafi tekið afslappaður á móti tíðindum nýársdags. „Þegar ég sá það á vefnum í gær að hann [Ólafur Ragnar] ætlaði ekki fram aftur þá tók hjartað ekkert aukaslag,“ segir Þorgrímur. Hann óttast þó að fólk þekki hann ekki nógu vel – í það minnsta ekki það sem hann stendur fyrir. „Það eina sem ég er að gera er að sækja um starf og það sem ég legg til grundvallar eru síðustu þrjátíu ár og það sem ég hef staðið fyrir. Mér líður oft þannig að mér finnist ég þekkja hvern einasta Íslendinga, sem er auðvitað rangt, en að sama skapi verð ég að gera mér grein fyrir því að fólk þekkir mig mjög takmarkað. Ég er ekki fjölmiðlamaður, ég er sjaldan í fjölmiðlum nema bara rétt fyrir jól í kringum bókaútgáfu. Ég held að ég muni líða fyrir það að vera ekki þjóðþekktur, þó að ég sé svona þokkalega þekktur,“ segir Þorgrímur sem var beðinn um að útskýra orð sín nánar.Sjá einnig: Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Hann bætti þá við að fólk þekkti hann kannski – „en ekki fyrir hvað ég stend,“ eins og hann orðaði það. „Í hjarta mínum langar mig bara til að vera auðmjúkur þjónn þjóðarinnar, punktur. Það er bara þannig,“ segir Þorgrímur.Nýr forseti getur gert það sem hann vill „Ef Vigdís væri að ljúka störfum núna sem forseti þá fengi ég allt öðruvísi spurningar heldur en Ólafur Ragnar og þess vegna mun kosningabaráttan núna mótast aðeins af því hvernig hann hefur mótað embættið. Ég hins vegar, sem svona kem kaldur að þessu, lít á þetta embætti sem óskrifað blað. Ég held að nýr forseti geti í raun bara gert það sem hann langar til,“ segir Þorgrímur. Viðtalið við Þorgrím má heyra í heild sinni hér að neðan. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
„Þetta kom mér á óvart, ég hélt að hann myndi vera áfram. Mér fannst hann einhvern veginn hafa talað þannig – ég var dálítið hissa,“ segir Þorgrímur Þráinsson, forsetaframbjóðandi, um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að gefa ekki kost á sér í forsetakosningunum næsta sumar. Þorgrímur var gestur þeirra Loga Bergmann og Rúnars Freys Gíslasonar á Bylgjunni í morgun þar sem þeir ræddu væntanlega kosningabaráttu. Eins og frægt er orðið gaf Þorgrímur það út í samtali við Vísi í nóvember að hann hygðist bjóða sig fram til forseta á næsta ári og varð þar með fyrstur væntanlegra frambjóðenda til að lýsa því yfir.Sjá einnig: 95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Í ljósi þess hversu langt er síðan hann lagði af stað í vegferðina segir Þorgrímur að hann hafi tekið afslappaður á móti tíðindum nýársdags. „Þegar ég sá það á vefnum í gær að hann [Ólafur Ragnar] ætlaði ekki fram aftur þá tók hjartað ekkert aukaslag,“ segir Þorgrímur. Hann óttast þó að fólk þekki hann ekki nógu vel – í það minnsta ekki það sem hann stendur fyrir. „Það eina sem ég er að gera er að sækja um starf og það sem ég legg til grundvallar eru síðustu þrjátíu ár og það sem ég hef staðið fyrir. Mér líður oft þannig að mér finnist ég þekkja hvern einasta Íslendinga, sem er auðvitað rangt, en að sama skapi verð ég að gera mér grein fyrir því að fólk þekkir mig mjög takmarkað. Ég er ekki fjölmiðlamaður, ég er sjaldan í fjölmiðlum nema bara rétt fyrir jól í kringum bókaútgáfu. Ég held að ég muni líða fyrir það að vera ekki þjóðþekktur, þó að ég sé svona þokkalega þekktur,“ segir Þorgrímur sem var beðinn um að útskýra orð sín nánar.Sjá einnig: Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Hann bætti þá við að fólk þekkti hann kannski – „en ekki fyrir hvað ég stend,“ eins og hann orðaði það. „Í hjarta mínum langar mig bara til að vera auðmjúkur þjónn þjóðarinnar, punktur. Það er bara þannig,“ segir Þorgrímur.Nýr forseti getur gert það sem hann vill „Ef Vigdís væri að ljúka störfum núna sem forseti þá fengi ég allt öðruvísi spurningar heldur en Ólafur Ragnar og þess vegna mun kosningabaráttan núna mótast aðeins af því hvernig hann hefur mótað embættið. Ég hins vegar, sem svona kem kaldur að þessu, lít á þetta embætti sem óskrifað blað. Ég held að nýr forseti geti í raun bara gert það sem hann langar til,“ segir Þorgrímur. Viðtalið við Þorgrím má heyra í heild sinni hér að neðan.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira