95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Jakob Bjarnar skrifar 24. nóvember 2015 11:59 Þorgrímur Þráinsson undirbýr nú væntanlegt forsetaframboð. Þorgrímur Þráinsson rithöfundur með meiru segir, í samtali við Vísi, að á því séu 95 prósent líkur að hann gefi kost á sér í næsta forsetakjöri, sem fram fer næsta sumar eða í júnílok. Tildrög þess að Þorgrímur gefur þetta út nú eru reyndar sérkennileg. Stofnuð var sérstök Facebook-síða: „Forsetaframboð Þorgríms Þráinssonar 2016.“ Þar segir, í nafni Þorgríms, að kominn sé tími á að „stíga út fyrir minn þægindaramma. Því hef ég Því hef ég ákveðið að gefa kost á mér til forseta Íslands 2016. Á þessari síðu mun ég einnig gefa út ítarlega grein eftir 24 klukkustundir um framboðið mitt. Líkið endilega við þessa síðu svo þið getið fylgst með framboði mínu. Forsetakveðjur, Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur.“ Þorgrímur kann hinum sama og stofnaði til þessarar síðu engar þakkir nema síður sé. „Ég myndi aldrei láta svona skrýtna yfirlýsingu frá mér.“ Þorgrímur hafði ekki mikinn tíma til að ræða við Vísi, hann var að detta á fund: „Ég hafði ekki hugsað mér að koma með yfirlýsingu fyrr en í febrúar. Þetta er þjófstart.“En, þú ætlar sem sagt að bjóða þig fram? „Mér finnst yfirgnæfandi líkur á því, já. En ég hef hvorki rætt það við mína bestu vini né stórfjölskyldu.“Þannig að þessi ótímabæra síða setur þig í nokkurn vanda? „Hún gerir mér aðeins erfiðara fyrir..... maður vill leggja af stað, vel undirbúinn en ekki með svona kjánaskap. En, ég myndi telja 95 prósent líkur á því að ég fari fram.“ Þorgrímur segir að ákvörðun hans sé algerlega burtséð frá því hvort núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, gefur kost á sér til að sitja sitt sjötta tímabil. Ólafur Ragnar hefur neitað að gefa nokkurt út um fyrirætlanir sínar og boðar að það muni gerast í áramótaávarpi hans. Þorgrímur er þannig fyrsti frambjóðandinn sem gefur sig fram. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Þorgrímur Þráinsson rithöfundur með meiru segir, í samtali við Vísi, að á því séu 95 prósent líkur að hann gefi kost á sér í næsta forsetakjöri, sem fram fer næsta sumar eða í júnílok. Tildrög þess að Þorgrímur gefur þetta út nú eru reyndar sérkennileg. Stofnuð var sérstök Facebook-síða: „Forsetaframboð Þorgríms Þráinssonar 2016.“ Þar segir, í nafni Þorgríms, að kominn sé tími á að „stíga út fyrir minn þægindaramma. Því hef ég Því hef ég ákveðið að gefa kost á mér til forseta Íslands 2016. Á þessari síðu mun ég einnig gefa út ítarlega grein eftir 24 klukkustundir um framboðið mitt. Líkið endilega við þessa síðu svo þið getið fylgst með framboði mínu. Forsetakveðjur, Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur.“ Þorgrímur kann hinum sama og stofnaði til þessarar síðu engar þakkir nema síður sé. „Ég myndi aldrei láta svona skrýtna yfirlýsingu frá mér.“ Þorgrímur hafði ekki mikinn tíma til að ræða við Vísi, hann var að detta á fund: „Ég hafði ekki hugsað mér að koma með yfirlýsingu fyrr en í febrúar. Þetta er þjófstart.“En, þú ætlar sem sagt að bjóða þig fram? „Mér finnst yfirgnæfandi líkur á því, já. En ég hef hvorki rætt það við mína bestu vini né stórfjölskyldu.“Þannig að þessi ótímabæra síða setur þig í nokkurn vanda? „Hún gerir mér aðeins erfiðara fyrir..... maður vill leggja af stað, vel undirbúinn en ekki með svona kjánaskap. En, ég myndi telja 95 prósent líkur á því að ég fari fram.“ Þorgrímur segir að ákvörðun hans sé algerlega burtséð frá því hvort núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, gefur kost á sér til að sitja sitt sjötta tímabil. Ólafur Ragnar hefur neitað að gefa nokkurt út um fyrirætlanir sínar og boðar að það muni gerast í áramótaávarpi hans. Þorgrímur er þannig fyrsti frambjóðandinn sem gefur sig fram.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira