Ruslakjaftur Ívars Websters lykillinn að 100 stiga leik Danny Shouse Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2016 11:45 Danny Shouse Mynd/Myndasafn Danny Shouse er með þeim eftirminnilegri bandarísku leikmönnum sem hafa spilað í íslenska körfuboltanum og hann fór meðal annars fyrir tveimur fyrstu Íslandsmeistaratitlum Njarðvíkinga í upphafi níunda áratugarins. Skúli Sigurðsson á karfan.is náði í Danny Shouse á dögunum og fékk að birta viðtal við hann á körfuboltasíðunni nú um áramótin. Danny Shouse ræðir meðal annars hundrað stiga leikinn en hann skoraði þessi 100 stig í sigri Ármanns á Skallagrími í Borgnesi í 1. deild karla 1. desember 1979. Leikurinn var því í næstefstu deild en hann náði þessu fyrir tíma þriggja stiga reglunnar. „Fyrsta árið mitt á Íslandi þá spilaði Dacarsta Webster (Ívar) fyrir Borgarnes og hann var með einhvern ruslakjaft við mig fyrir leik gegn þeim," rifjaði Danny Shouse upp og sagði frá því þegar Ívar Webester bauð honum út að borða fyrir leikinn og sagði að Skallagrímsliðið ætlaði að stoppa hann kvöldið eftir. „Ég gat varla sofið yfir nóttina því ég var svo ákveðin að sanna að Ívar hefði rangt fyrir sér. Þannig að þegar ég mætti á völlinn þá voru þeir með þrjá menn að dekka mig. Ég man að ég hugsaði með mér, hvað er eiginlega í gangi hérna," sagði Danny Shouse en hann skoraði 16 fyrstu stig Ármanns í leiknum og alls 56 stig í fyrri hálfleik. „Ég gersamlega varð sjóðandi heitur í þessum leik og nýtti mér það til fulls. Eftir leikinn kom svo einhver hlaupandi með skýrsluna og öskraði , Danny skoraði 100 stig! Ég hafði ekki hugmynd því Webster hafði pumpa mig svo upp fyrir þennan leik að ég bara spilaði af öllum kröftum.” sagði Danny. Danny Shouse talar vel um Ísland í viðtalinu og þá meðal annars um kurteisi íslenskra barna. „Ísland er frábært land og ég naut hverrar mínútu þegar ég var þarna. Það fyrsta sem kemur uppí hugann þegar ég hugsa til baka er hvernig fólkið bjó og hversu hreinir og beinir allir voru. Fólk var svo afslappað og landið er náttúrulega ótrúlega fallegt. Ég hef sagt mörgum hér heima frá Íslandi, hversu fallegt er þar, börnin svo kurteis og sýna virðingu. Þetta er bara fallegt land í heildina, þannig hugsa ég alltaf um Ísland," sagði Danny Shouse og bætti við: „Ég sakna þess að spila körfubolta og þeirra vináttu sem hann gaf mér. Ég eignaðist marga góða vini á Íslandi og ég sakna þeirra ásamt þess „kúltur“ sem Ísland bauð uppá. Þetta er allt annað hérna í Bandaríkjunum og fólk er mikið upptekið af sjálfum sér. Þarna var maður alltaf boðin velkomin með opnum örmum af fólkinu. Fólk kom virkilega vel fram við mig og gaf sér tíma í hlutina," sagði Danny Shouse en það er hægt að lesa allt viðtalið við hann inn á karfan.is. Danny Shouse varð Íslandsmeistari með Njarðvík 1981 og 1982. Hann var spilandi þjálfari fyrra tímabilið. Þetta voru tveir fyrstu Íslandsmeistaratitlar Njarðvíkinga og jafnframt þeir einu sem félagið hefur ekki unnið í úrslitakeppni. Það er hægt að skoða tölfræði Danny Shouse hér. Dominos-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Sjá meira
Danny Shouse er með þeim eftirminnilegri bandarísku leikmönnum sem hafa spilað í íslenska körfuboltanum og hann fór meðal annars fyrir tveimur fyrstu Íslandsmeistaratitlum Njarðvíkinga í upphafi níunda áratugarins. Skúli Sigurðsson á karfan.is náði í Danny Shouse á dögunum og fékk að birta viðtal við hann á körfuboltasíðunni nú um áramótin. Danny Shouse ræðir meðal annars hundrað stiga leikinn en hann skoraði þessi 100 stig í sigri Ármanns á Skallagrími í Borgnesi í 1. deild karla 1. desember 1979. Leikurinn var því í næstefstu deild en hann náði þessu fyrir tíma þriggja stiga reglunnar. „Fyrsta árið mitt á Íslandi þá spilaði Dacarsta Webster (Ívar) fyrir Borgarnes og hann var með einhvern ruslakjaft við mig fyrir leik gegn þeim," rifjaði Danny Shouse upp og sagði frá því þegar Ívar Webester bauð honum út að borða fyrir leikinn og sagði að Skallagrímsliðið ætlaði að stoppa hann kvöldið eftir. „Ég gat varla sofið yfir nóttina því ég var svo ákveðin að sanna að Ívar hefði rangt fyrir sér. Þannig að þegar ég mætti á völlinn þá voru þeir með þrjá menn að dekka mig. Ég man að ég hugsaði með mér, hvað er eiginlega í gangi hérna," sagði Danny Shouse en hann skoraði 16 fyrstu stig Ármanns í leiknum og alls 56 stig í fyrri hálfleik. „Ég gersamlega varð sjóðandi heitur í þessum leik og nýtti mér það til fulls. Eftir leikinn kom svo einhver hlaupandi með skýrsluna og öskraði , Danny skoraði 100 stig! Ég hafði ekki hugmynd því Webster hafði pumpa mig svo upp fyrir þennan leik að ég bara spilaði af öllum kröftum.” sagði Danny. Danny Shouse talar vel um Ísland í viðtalinu og þá meðal annars um kurteisi íslenskra barna. „Ísland er frábært land og ég naut hverrar mínútu þegar ég var þarna. Það fyrsta sem kemur uppí hugann þegar ég hugsa til baka er hvernig fólkið bjó og hversu hreinir og beinir allir voru. Fólk var svo afslappað og landið er náttúrulega ótrúlega fallegt. Ég hef sagt mörgum hér heima frá Íslandi, hversu fallegt er þar, börnin svo kurteis og sýna virðingu. Þetta er bara fallegt land í heildina, þannig hugsa ég alltaf um Ísland," sagði Danny Shouse og bætti við: „Ég sakna þess að spila körfubolta og þeirra vináttu sem hann gaf mér. Ég eignaðist marga góða vini á Íslandi og ég sakna þeirra ásamt þess „kúltur“ sem Ísland bauð uppá. Þetta er allt annað hérna í Bandaríkjunum og fólk er mikið upptekið af sjálfum sér. Þarna var maður alltaf boðin velkomin með opnum örmum af fólkinu. Fólk kom virkilega vel fram við mig og gaf sér tíma í hlutina," sagði Danny Shouse en það er hægt að lesa allt viðtalið við hann inn á karfan.is. Danny Shouse varð Íslandsmeistari með Njarðvík 1981 og 1982. Hann var spilandi þjálfari fyrra tímabilið. Þetta voru tveir fyrstu Íslandsmeistaratitlar Njarðvíkinga og jafnframt þeir einu sem félagið hefur ekki unnið í úrslitakeppni. Það er hægt að skoða tölfræði Danny Shouse hér.
Dominos-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Sjá meira