Snorri Steinn: Hefði verið falleg saga að enda þetta í Ríó Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. janúar 2016 22:31 Snorri Steinn er hann meiddist í leiknum í kvöld. Hann stóð svo upp og hélt áfram. vísir/valli „Ég get ekki gefið neinar skýringar á þessu núna. Þetta var bara hræðilegt,“ segir leikstjórnandinn Snorri Steinn Guðjónsson afar svekktur enda ætlaði hann sér meira með liðinu á þessu móti. „Þetta var búið nánast strax. Það stóð ekki steinn yfir steini og vörnin léleg. Við erum hægir í sókninni. Gerum mistök. Þeir jarða okkur í hraðaupphlaupunum. Við erum bara yfirspilaður á öllum sviðum handboltans,“ segir Snorri enn hvernig lendir svona leikreynt lið í því að mæta ekki tilbúnara til leiks en þetta?Sjá einnig: Aron vildi ekki ræða framtíðina | Stundum betra að bíta í tunguna á sér „Ég hélt við værum tilbúnir en kannski erum við ekki betri en þetta,“ segir Snorri en blaðamaður stoppar hann af og bendir á að allir viti nú að þeir séu betri en þeir sýndu á þessu móti. „Við höfum ekki sýnt það. Auðvitað eigum við að vera betri. Ég vildi svo virkilega að ég gæti komið með einhverja góða skýringu á þessu. Við erum brothættir. Sjálfstraustið er lítið. Við þurftum á því að halda að byrja leikinn vel og sérstaklega í vörninni. Það gerist alls ekki og við erum bara kaffærðir á fyrstu tíu mínútunum.“Sjá einnig: Arnór: Mest svekkjandi að missa af Ólympíuleikunum Ísland verður ekki með á Ólympíuleikunum í sumar og síðasta tækifæri Snorra til að spila þar er því fokið út um gluggann. Það fannst honum sárt. „Það er líklegt að þetta hafi verið mitt síðasta tækifæri. Þetta var mitt stærsta markmið sem landsliðsmaður að fara á þessa leika. Það hefði verið falleg saga að klára þetta þar en sú saga verður ekki sögð,“ segir Snorri Steinn en hvernig sér hann sína framtíð með landsliðinu? „Ég veit það ekki. Mér finnst þetta hvorki vera staður né stund fyrir mig að vera með einhverjar pælingar um það. Maður þarf að fara út í sitt horn og sjá svo til. Draumurinn var Ólympíuleikarnir en nú þarf ég kannski að endurmeta stöðuna.“ EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Aron: Mér leið illa inn á vellinum Stórskytta íslenska landsliðsins segir spilamennsku strákanna okkar í kvöld vera til skammar. 19. janúar 2016 21:28 Umfjöllun og myndir: Króatía - Ísland 37-28 | Hörmung gegn Króatíu og Ísland úr leik Ísland er úr leik á EM í handbolta og fer ekki á Ólympíuleikana í Ríó í sumar. Þetta varð niðurstaðan eftir hörmulega frammistöðu strákanna okkar gegn Króatíu. 19. janúar 2016 21:00 Þjóðarsorg á Twitter eftir útreiðina í fyrri hálfleik: „Út með Aron og inn með Dag“ Strákarnir okkar fengu á baukinn í fyrri hálfleik gegn Króatíu í úrslitaleiknum. 19. janúar 2016 20:09 Alexander: Einn leiðinlegasti leikur sem ég hef spilað fyrir landsliðið "Mér líður mjög illa," sagði Alexander Petersson eftir níu marka tap á móti Króatíu í kvöld en það þýddi að íslenska landsliðið er úr leik á Evrópumótinu í Póllandi. 19. janúar 2016 21:29 Logi Geirs: „Sláðu einhvern utanundir og spurðu hvað ertu að fokking gera“ Landsliðsmaðurinn fyrrverandi sagði fyrri hálfleikinn hjá strákunum okkar gegn Króatíu vandræðalegan. 19. janúar 2016 20:35 Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. 19. janúar 2016 21:00 Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
„Ég get ekki gefið neinar skýringar á þessu núna. Þetta var bara hræðilegt,“ segir leikstjórnandinn Snorri Steinn Guðjónsson afar svekktur enda ætlaði hann sér meira með liðinu á þessu móti. „Þetta var búið nánast strax. Það stóð ekki steinn yfir steini og vörnin léleg. Við erum hægir í sókninni. Gerum mistök. Þeir jarða okkur í hraðaupphlaupunum. Við erum bara yfirspilaður á öllum sviðum handboltans,“ segir Snorri enn hvernig lendir svona leikreynt lið í því að mæta ekki tilbúnara til leiks en þetta?Sjá einnig: Aron vildi ekki ræða framtíðina | Stundum betra að bíta í tunguna á sér „Ég hélt við værum tilbúnir en kannski erum við ekki betri en þetta,“ segir Snorri en blaðamaður stoppar hann af og bendir á að allir viti nú að þeir séu betri en þeir sýndu á þessu móti. „Við höfum ekki sýnt það. Auðvitað eigum við að vera betri. Ég vildi svo virkilega að ég gæti komið með einhverja góða skýringu á þessu. Við erum brothættir. Sjálfstraustið er lítið. Við þurftum á því að halda að byrja leikinn vel og sérstaklega í vörninni. Það gerist alls ekki og við erum bara kaffærðir á fyrstu tíu mínútunum.“Sjá einnig: Arnór: Mest svekkjandi að missa af Ólympíuleikunum Ísland verður ekki með á Ólympíuleikunum í sumar og síðasta tækifæri Snorra til að spila þar er því fokið út um gluggann. Það fannst honum sárt. „Það er líklegt að þetta hafi verið mitt síðasta tækifæri. Þetta var mitt stærsta markmið sem landsliðsmaður að fara á þessa leika. Það hefði verið falleg saga að klára þetta þar en sú saga verður ekki sögð,“ segir Snorri Steinn en hvernig sér hann sína framtíð með landsliðinu? „Ég veit það ekki. Mér finnst þetta hvorki vera staður né stund fyrir mig að vera með einhverjar pælingar um það. Maður þarf að fara út í sitt horn og sjá svo til. Draumurinn var Ólympíuleikarnir en nú þarf ég kannski að endurmeta stöðuna.“
EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Aron: Mér leið illa inn á vellinum Stórskytta íslenska landsliðsins segir spilamennsku strákanna okkar í kvöld vera til skammar. 19. janúar 2016 21:28 Umfjöllun og myndir: Króatía - Ísland 37-28 | Hörmung gegn Króatíu og Ísland úr leik Ísland er úr leik á EM í handbolta og fer ekki á Ólympíuleikana í Ríó í sumar. Þetta varð niðurstaðan eftir hörmulega frammistöðu strákanna okkar gegn Króatíu. 19. janúar 2016 21:00 Þjóðarsorg á Twitter eftir útreiðina í fyrri hálfleik: „Út með Aron og inn með Dag“ Strákarnir okkar fengu á baukinn í fyrri hálfleik gegn Króatíu í úrslitaleiknum. 19. janúar 2016 20:09 Alexander: Einn leiðinlegasti leikur sem ég hef spilað fyrir landsliðið "Mér líður mjög illa," sagði Alexander Petersson eftir níu marka tap á móti Króatíu í kvöld en það þýddi að íslenska landsliðið er úr leik á Evrópumótinu í Póllandi. 19. janúar 2016 21:29 Logi Geirs: „Sláðu einhvern utanundir og spurðu hvað ertu að fokking gera“ Landsliðsmaðurinn fyrrverandi sagði fyrri hálfleikinn hjá strákunum okkar gegn Króatíu vandræðalegan. 19. janúar 2016 20:35 Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. 19. janúar 2016 21:00 Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Aron: Mér leið illa inn á vellinum Stórskytta íslenska landsliðsins segir spilamennsku strákanna okkar í kvöld vera til skammar. 19. janúar 2016 21:28
Umfjöllun og myndir: Króatía - Ísland 37-28 | Hörmung gegn Króatíu og Ísland úr leik Ísland er úr leik á EM í handbolta og fer ekki á Ólympíuleikana í Ríó í sumar. Þetta varð niðurstaðan eftir hörmulega frammistöðu strákanna okkar gegn Króatíu. 19. janúar 2016 21:00
Þjóðarsorg á Twitter eftir útreiðina í fyrri hálfleik: „Út með Aron og inn með Dag“ Strákarnir okkar fengu á baukinn í fyrri hálfleik gegn Króatíu í úrslitaleiknum. 19. janúar 2016 20:09
Alexander: Einn leiðinlegasti leikur sem ég hef spilað fyrir landsliðið "Mér líður mjög illa," sagði Alexander Petersson eftir níu marka tap á móti Króatíu í kvöld en það þýddi að íslenska landsliðið er úr leik á Evrópumótinu í Póllandi. 19. janúar 2016 21:29
Logi Geirs: „Sláðu einhvern utanundir og spurðu hvað ertu að fokking gera“ Landsliðsmaðurinn fyrrverandi sagði fyrri hálfleikinn hjá strákunum okkar gegn Króatíu vandræðalegan. 19. janúar 2016 20:35
Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. 19. janúar 2016 21:00
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn