Christian Bale of magur til að leika Enzo Ferrari Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2016 15:21 Christian Bale. Michael Mann þarf að finna sér annan leikara En Christian Bale til að leika Enzo Ferrari í safnefndri bíómynd. Tökur hefjast á myndinni í vor og hefur Christian Bale upplýst að hann treysti sér ekki til að bæta á sig svo mörgum kílóum sem nauðsynlegt er fram að þeim tíma án þess að skaða heilsu sína og því hafi hann afþakkað hlutverkið. Bale átti að leika Enzo á þeim árum sem verst gekk hjá honum í einkalífinu, ekki síst frá árinu 1957 þegar 11 manns dóu í Mille Miglia aksturskeppninni og einn bíla Ferrari átti hlut í slysinu. Þá leit hann illa út og var nokkuð þykkur. Christian Bale er hvað þekktastur fyrir leik sinn í þríleiknum Dark Knight og myndinni American Psycho. Heyrst hefur að Robert de Niro sé að undirbúa aðra mynd um Enzo Ferrari og að hún eigi að heita il Commendatore og ættu áhugamenn um bílasport að kætast yfir því að tvær slíkar myndir séu í bígerð.Enzo Ferrari árið 1957 (til vinstri). Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent
Michael Mann þarf að finna sér annan leikara En Christian Bale til að leika Enzo Ferrari í safnefndri bíómynd. Tökur hefjast á myndinni í vor og hefur Christian Bale upplýst að hann treysti sér ekki til að bæta á sig svo mörgum kílóum sem nauðsynlegt er fram að þeim tíma án þess að skaða heilsu sína og því hafi hann afþakkað hlutverkið. Bale átti að leika Enzo á þeim árum sem verst gekk hjá honum í einkalífinu, ekki síst frá árinu 1957 þegar 11 manns dóu í Mille Miglia aksturskeppninni og einn bíla Ferrari átti hlut í slysinu. Þá leit hann illa út og var nokkuð þykkur. Christian Bale er hvað þekktastur fyrir leik sinn í þríleiknum Dark Knight og myndinni American Psycho. Heyrst hefur að Robert de Niro sé að undirbúa aðra mynd um Enzo Ferrari og að hún eigi að heita il Commendatore og ættu áhugamenn um bílasport að kætast yfir því að tvær slíkar myndir séu í bígerð.Enzo Ferrari árið 1957 (til vinstri).
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent