Sigmundur segir að það séu ekki tvö lið að takast á um stjórnarskrána Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. janúar 2016 15:10 Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í stöðu stjórnarskrárbreytinga. Vísir/Stefán Stjórnarmeirihlutinn þarf að gera upp við sig hvort hann vilji gera breytingar á stjórnarskránni eða ekki og klára vinnu stjórnarskrárnefndar. Þetta sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi í morgun. Árni Páll vill klára stjórnarskrárbreytingar fyrir næsta vetur.Vísir/GVASigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var til svara en hann sagði að ekki væri nóg að fulltrúar minnihlutans sætu og biðu eftir meirihlutanum. Sagði hann að nálgast þyrfti málið úr báðum áttum en ekki bara bíða eftir tilkynningu fulltrúa meirihlutans um hvað þeir vildu gera. Hlýtur að vera samvinna „Ég held að það sé ekki hægt að stilla því þannig upp, eins og mér heyrist háttvirtur þingmaður gera, að það séu tvö lið stjórnar og stjórnarandstöðu og stjórnarandstaðan eigi bara að bíða eftir því að sjá hvað fulltrúar stjórnarinnar bjóði,“ sagði Sigmundur Davíð í umræðunum. „Þetta hlýtur að vera samvinna um það að finna niðurstöðu sem er aðgengileg fyrir alla, niðurstöðu sem felur í sér góðar breytingar, breytingar sem við höfum tækifæri til þess að gera núna,“ sagði hann og bætti við að það væri ekki hvað síst af því að Árni Páll hafi beitt sér fyrir því við lok síðasta kjörtímabils að halda þessum möguleika opnum.Páll Þórhallsson er formaður stjórnarskrárnefndar.Vísir/AntonVísir hefur fjallað um vinnu stjórnarskrárnefndarinnar síðustu daga en þar hefur komið fram að fulltrúar stjórnarandstöðunnar bíði nú eftir að fulltrúar stjórnarinnar komi fram með fastmótaðar tillögur um stjórnarskrárbreytingarnar. Enn sé deilt um heimild til kjósenda um að geta kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögur.Vill klára vinnuna Árni Páll kallaði eftir því að vinnan í stjórnarskrárnefnd kláraðist sem fyrst svo að hægt væri að taka umræðu um það í þinginu og setja breytingarnar í dóm kjósenda áður en þing kemur saman að nýju eftir sumarleyfi næsta vetur. „Þannig að þetta mál fari ekki að tætast inn í umræður á kosningavetri og þess vegna eru bara fáeinar vikur sem að þingið hefur til að vinna málið héðan í frá,“ sagði hann. Alþingi Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Stjórnarmeirihlutinn þarf að gera upp við sig hvort hann vilji gera breytingar á stjórnarskránni eða ekki og klára vinnu stjórnarskrárnefndar. Þetta sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi í morgun. Árni Páll vill klára stjórnarskrárbreytingar fyrir næsta vetur.Vísir/GVASigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var til svara en hann sagði að ekki væri nóg að fulltrúar minnihlutans sætu og biðu eftir meirihlutanum. Sagði hann að nálgast þyrfti málið úr báðum áttum en ekki bara bíða eftir tilkynningu fulltrúa meirihlutans um hvað þeir vildu gera. Hlýtur að vera samvinna „Ég held að það sé ekki hægt að stilla því þannig upp, eins og mér heyrist háttvirtur þingmaður gera, að það séu tvö lið stjórnar og stjórnarandstöðu og stjórnarandstaðan eigi bara að bíða eftir því að sjá hvað fulltrúar stjórnarinnar bjóði,“ sagði Sigmundur Davíð í umræðunum. „Þetta hlýtur að vera samvinna um það að finna niðurstöðu sem er aðgengileg fyrir alla, niðurstöðu sem felur í sér góðar breytingar, breytingar sem við höfum tækifæri til þess að gera núna,“ sagði hann og bætti við að það væri ekki hvað síst af því að Árni Páll hafi beitt sér fyrir því við lok síðasta kjörtímabils að halda þessum möguleika opnum.Páll Þórhallsson er formaður stjórnarskrárnefndar.Vísir/AntonVísir hefur fjallað um vinnu stjórnarskrárnefndarinnar síðustu daga en þar hefur komið fram að fulltrúar stjórnarandstöðunnar bíði nú eftir að fulltrúar stjórnarinnar komi fram með fastmótaðar tillögur um stjórnarskrárbreytingarnar. Enn sé deilt um heimild til kjósenda um að geta kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögur.Vill klára vinnuna Árni Páll kallaði eftir því að vinnan í stjórnarskrárnefnd kláraðist sem fyrst svo að hægt væri að taka umræðu um það í þinginu og setja breytingarnar í dóm kjósenda áður en þing kemur saman að nýju eftir sumarleyfi næsta vetur. „Þannig að þetta mál fari ekki að tætast inn í umræður á kosningavetri og þess vegna eru bara fáeinar vikur sem að þingið hefur til að vinna málið héðan í frá,“ sagði hann.
Alþingi Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira