Einar Örn og Logi Geirs skoruðu báðir þegar við unnum Króata síðast í landsleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2016 17:15 Logi Geirsson og Einar Örn Jónsson léku áður með landsliðinu en fjalla nú um liðið á RÚV. Vísir/Hari Íslenska handboltalandsliðið hefur þurft að bíða lengi eftir sigri á Króatíu eða í rúmlega ellefu ár. Íslenska liðið gæti þurft að enda þá bið í kvöld ætli liðið sér að spila fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Það hafa liðið ellefu ár milli sigurleikja á Króatíu hingað til og því er kominn tími á sigur. Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmótum en síðasti sigur liðsins á Króötum kom í Heimsbikarnum í nóvember 2004 en íslenska liðið var þá að spila sína fyrstu leiki undir stjórn Viggós Sigurðssonar. Það var annar af tveimur sigurleikjum íslenska landsliðsins á móti því króatíska. Ísland vann leikinn 31-30 í Gautborg 2004 en Króatar voru þá ríkjandi heims- og Ólympíumeistarar í handbolta. Króatar voru 18-16 yfir í hálfleik en íslenska liðið hafði síðan betur á æsispennandi lokamínútum. Einar Örn Jónsson, sem lýsir leiknum í kvöld á RÚV, skoraði eitt mark fyrir Ísland í leiknum og Logi Geirsson, sérfræðingur RÚV í EM-stofunni , skoraði 2 mörk. Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska liðsins á EM í Póllandi, var fyrirliði íslenska liðsins í þessum leik og hann skoraði fjögur mörk í leiknum. Fimm leikmenn íslenska liðsins í þessum leik í Gautaborg eru enn með liðinu og þar á meðal er línumaðurinn Róbert Gunnarsson sem var markahæstur hjá íslenska liðsins með sex mörk. Hinir sem eru ennþá með eru þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason og Vignir Svavarsson. Snorri Steinn Guðjónsson var með liðinu á mótinu en ekki í hóp í Króatíuleiknum. Frá þessum sigri í nóvember 2004 þá hafa þjóðirnar mæst fimm sinnum. Króatar hafa unnið fjóra af þessum leikjum og einn endaði með jafntefli. Sigurinn í nóvember 2004 var jafnframt fyrsti sigurinn á Króatíu í rúm ellefu ár eða síðan Ísland vann 24-22 sigur á Króatíu í Kaplakrika í október 1993 í undankeppni EM. Júlíus Jónasson og Valdimar Grímsson voru þá markahæstir í íslenska liðinu með níu mörk hvor. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmóti Íslenska handboltalandsliðið þarf að endurskrifa söguna ef liðið ætlar að fá tvö stig út úr leiknum á móti Króatíu í kvöld í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í handbolta í Póllandi. 19. janúar 2016 12:00 Guðmundur með Dani í milliriðil eftir nauman sigur Meistaraefnin í danska liðinu lentu í miklum vandræðum með Svartfjallaland í kvöld. 18. janúar 2016 20:48 Mikkel Hansen: Ég kalla hann bara Gumma Dönsku landsliðsmennirnir eiga erfitt með að bera nafn landsliðsþjálfarans fram. 19. janúar 2016 15:30 Níu nýir menn með Króötum frá því þegar þeir unnu Ísland síðast Króatía og Ísland mætast í dag í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í handbolta í Póllandi en undir í leiknum er sæti í milliriðli keppninnar. Króatíska liðið hefur tekið breytingum. 19. janúar 2016 14:30 Lærisveinar Dags sneru við taflinu í seinni hálfleik Þýskaland vann Svíþjóð í hreint ótrúlegum leik eftir að Svíar voru fjórum yfir í hálfleik. 18. janúar 2016 21:13 Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið hefur þurft að bíða lengi eftir sigri á Króatíu eða í rúmlega ellefu ár. Íslenska liðið gæti þurft að enda þá bið í kvöld ætli liðið sér að spila fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Það hafa liðið ellefu ár milli sigurleikja á Króatíu hingað til og því er kominn tími á sigur. Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmótum en síðasti sigur liðsins á Króötum kom í Heimsbikarnum í nóvember 2004 en íslenska liðið var þá að spila sína fyrstu leiki undir stjórn Viggós Sigurðssonar. Það var annar af tveimur sigurleikjum íslenska landsliðsins á móti því króatíska. Ísland vann leikinn 31-30 í Gautborg 2004 en Króatar voru þá ríkjandi heims- og Ólympíumeistarar í handbolta. Króatar voru 18-16 yfir í hálfleik en íslenska liðið hafði síðan betur á æsispennandi lokamínútum. Einar Örn Jónsson, sem lýsir leiknum í kvöld á RÚV, skoraði eitt mark fyrir Ísland í leiknum og Logi Geirsson, sérfræðingur RÚV í EM-stofunni , skoraði 2 mörk. Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska liðsins á EM í Póllandi, var fyrirliði íslenska liðsins í þessum leik og hann skoraði fjögur mörk í leiknum. Fimm leikmenn íslenska liðsins í þessum leik í Gautaborg eru enn með liðinu og þar á meðal er línumaðurinn Róbert Gunnarsson sem var markahæstur hjá íslenska liðsins með sex mörk. Hinir sem eru ennþá með eru þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason og Vignir Svavarsson. Snorri Steinn Guðjónsson var með liðinu á mótinu en ekki í hóp í Króatíuleiknum. Frá þessum sigri í nóvember 2004 þá hafa þjóðirnar mæst fimm sinnum. Króatar hafa unnið fjóra af þessum leikjum og einn endaði með jafntefli. Sigurinn í nóvember 2004 var jafnframt fyrsti sigurinn á Króatíu í rúm ellefu ár eða síðan Ísland vann 24-22 sigur á Króatíu í Kaplakrika í október 1993 í undankeppni EM. Júlíus Jónasson og Valdimar Grímsson voru þá markahæstir í íslenska liðinu með níu mörk hvor.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmóti Íslenska handboltalandsliðið þarf að endurskrifa söguna ef liðið ætlar að fá tvö stig út úr leiknum á móti Króatíu í kvöld í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í handbolta í Póllandi. 19. janúar 2016 12:00 Guðmundur með Dani í milliriðil eftir nauman sigur Meistaraefnin í danska liðinu lentu í miklum vandræðum með Svartfjallaland í kvöld. 18. janúar 2016 20:48 Mikkel Hansen: Ég kalla hann bara Gumma Dönsku landsliðsmennirnir eiga erfitt með að bera nafn landsliðsþjálfarans fram. 19. janúar 2016 15:30 Níu nýir menn með Króötum frá því þegar þeir unnu Ísland síðast Króatía og Ísland mætast í dag í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í handbolta í Póllandi en undir í leiknum er sæti í milliriðli keppninnar. Króatíska liðið hefur tekið breytingum. 19. janúar 2016 14:30 Lærisveinar Dags sneru við taflinu í seinni hálfleik Þýskaland vann Svíþjóð í hreint ótrúlegum leik eftir að Svíar voru fjórum yfir í hálfleik. 18. janúar 2016 21:13 Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sjá meira
Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmóti Íslenska handboltalandsliðið þarf að endurskrifa söguna ef liðið ætlar að fá tvö stig út úr leiknum á móti Króatíu í kvöld í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í handbolta í Póllandi. 19. janúar 2016 12:00
Guðmundur með Dani í milliriðil eftir nauman sigur Meistaraefnin í danska liðinu lentu í miklum vandræðum með Svartfjallaland í kvöld. 18. janúar 2016 20:48
Mikkel Hansen: Ég kalla hann bara Gumma Dönsku landsliðsmennirnir eiga erfitt með að bera nafn landsliðsþjálfarans fram. 19. janúar 2016 15:30
Níu nýir menn með Króötum frá því þegar þeir unnu Ísland síðast Króatía og Ísland mætast í dag í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í handbolta í Póllandi en undir í leiknum er sæti í milliriðli keppninnar. Króatíska liðið hefur tekið breytingum. 19. janúar 2016 14:30
Lærisveinar Dags sneru við taflinu í seinni hálfleik Þýskaland vann Svíþjóð í hreint ótrúlegum leik eftir að Svíar voru fjórum yfir í hálfleik. 18. janúar 2016 21:13
Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30