Jón Viðar alls ekki hrifinn af Ófærð Bjarki Ármannsson skrifar 18. janúar 2016 19:36 „Ég hef nú lagt á mig að horfa á heila fjóra þætti af þessu torfi,“ skrifar Jón Viðar Jónsson, einn þekktasti leiklistargagnrýnandi landsins, á Facebook-síðu sína í kvöld um sjónvarpsþættina Ófærð. Vísir „Ég hef nú lagt á mig að horfa á heila fjóra þætti af þessu torfi,“ skrifar Jón Viðar Jónsson, einn þekktasti leiklistargagnrýnandi landsins, á Facebook-síðu sína í kvöld um sjónvarpsþættina Ófærð. „Ef þessi þyngslagangur með öllum sínum undarlegu útúrdúrum (nú síðast snjóflóði framkölluðu af hálfæru gamalmenni) væri búinn til af einhverri annarri þjóð, en minni eigin ástkæru, hefði ég hætt eftir annan þátt.“ Ófærð er dýrasta sjónvarpsþáttaröð Íslandssögunnar og skartar einvalaliði íslenskra leikara sem Baltasar Kormákur leikstýrir. Þættirnir hafa verið sýndir á RÚV undanfarnar fjórar vikur og vakið umtal, en skiptar skoðanir eru um þá.Sjá einnig: Blaðamaður Moggans heggur í Ófærð Jón Viðar fellur bersýnilega í hóp þeirra sem þykir ekki mikið til þáttanna koma en hann birtir í kvöld umsögn um nýjasta þáttinn. Hann segir saga þáttanna ekki ná sér, persónusköpun sé mjög fátækleg og samtöl líflaus. „Nú síðast sýndist þetta helst ætla að snúast í einhvers konar smábæjarkómedíu með Pálma Gestssyni fremstum í flokki sem einhvers konar samblandi af mafíósa og Bastían bæjarfógeta,“ skrifar Jón meðal annars um þáttinn. „Hjörturinn dulúðugi virðist laus allra mála eftir tilfinningaþrungna sáttastund með pabbanum, reiða og raunamædda, og Danirnir eru sennilega „bara“ sekir um þátttöku í mansali.“Sjá einnig: „Gæti verið CSI-Seyðisfjörður“ Gagnrýnandinn segir vini og félaga á Facebook hafa tjáð honum að þeim finnist hann ekki sýna þáttaröðinni nægt „umburðarlyndi“ í skrifum sínum um þáttinn. Hann segist þó frekar eiga skilið lof en last fyrir að hafa haldið svona lengi út. „Ég samgleðst vitaskuld öllum sem una sér vel við þetta skemmtiefni, en bið þá í fullri vinsemd um að sýna MÉR umburðarlyndi og skilning,“ skrifar hann. „Og minni að lokum á að útvarpsstjórinn glaðbeitti Magnús Geir Þórðarson hefur talað um þetta sem „stórvirki í íslensku menningarlífi.“ Svo ég tel mig hafa fullan borgaralegan rétt til að vera fúll og velja mér vandaðri afþreyingu.“ Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Blaðamaður Moggans heggur í Ófærð Segir þáttaröðina lykta af áhugamennsku. 12. janúar 2016 14:37 Íslendingar um Ófærð: „Gæti verið CSI-Seyðisfjörður" Um fátt var rætt meira á samfélagsmiðlunum í kvöld en fyrsta þátt Ófærðar, nýjasta sköpunarverks Baltasars Kormáks. 27. desember 2015 21:50 Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
„Ég hef nú lagt á mig að horfa á heila fjóra þætti af þessu torfi,“ skrifar Jón Viðar Jónsson, einn þekktasti leiklistargagnrýnandi landsins, á Facebook-síðu sína í kvöld um sjónvarpsþættina Ófærð. „Ef þessi þyngslagangur með öllum sínum undarlegu útúrdúrum (nú síðast snjóflóði framkölluðu af hálfæru gamalmenni) væri búinn til af einhverri annarri þjóð, en minni eigin ástkæru, hefði ég hætt eftir annan þátt.“ Ófærð er dýrasta sjónvarpsþáttaröð Íslandssögunnar og skartar einvalaliði íslenskra leikara sem Baltasar Kormákur leikstýrir. Þættirnir hafa verið sýndir á RÚV undanfarnar fjórar vikur og vakið umtal, en skiptar skoðanir eru um þá.Sjá einnig: Blaðamaður Moggans heggur í Ófærð Jón Viðar fellur bersýnilega í hóp þeirra sem þykir ekki mikið til þáttanna koma en hann birtir í kvöld umsögn um nýjasta þáttinn. Hann segir saga þáttanna ekki ná sér, persónusköpun sé mjög fátækleg og samtöl líflaus. „Nú síðast sýndist þetta helst ætla að snúast í einhvers konar smábæjarkómedíu með Pálma Gestssyni fremstum í flokki sem einhvers konar samblandi af mafíósa og Bastían bæjarfógeta,“ skrifar Jón meðal annars um þáttinn. „Hjörturinn dulúðugi virðist laus allra mála eftir tilfinningaþrungna sáttastund með pabbanum, reiða og raunamædda, og Danirnir eru sennilega „bara“ sekir um þátttöku í mansali.“Sjá einnig: „Gæti verið CSI-Seyðisfjörður“ Gagnrýnandinn segir vini og félaga á Facebook hafa tjáð honum að þeim finnist hann ekki sýna þáttaröðinni nægt „umburðarlyndi“ í skrifum sínum um þáttinn. Hann segist þó frekar eiga skilið lof en last fyrir að hafa haldið svona lengi út. „Ég samgleðst vitaskuld öllum sem una sér vel við þetta skemmtiefni, en bið þá í fullri vinsemd um að sýna MÉR umburðarlyndi og skilning,“ skrifar hann. „Og minni að lokum á að útvarpsstjórinn glaðbeitti Magnús Geir Þórðarson hefur talað um þetta sem „stórvirki í íslensku menningarlífi.“ Svo ég tel mig hafa fullan borgaralegan rétt til að vera fúll og velja mér vandaðri afþreyingu.“
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Blaðamaður Moggans heggur í Ófærð Segir þáttaröðina lykta af áhugamennsku. 12. janúar 2016 14:37 Íslendingar um Ófærð: „Gæti verið CSI-Seyðisfjörður" Um fátt var rætt meira á samfélagsmiðlunum í kvöld en fyrsta þátt Ófærðar, nýjasta sköpunarverks Baltasars Kormáks. 27. desember 2015 21:50 Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Íslendingar um Ófærð: „Gæti verið CSI-Seyðisfjörður" Um fátt var rætt meira á samfélagsmiðlunum í kvöld en fyrsta þátt Ófærðar, nýjasta sköpunarverks Baltasars Kormáks. 27. desember 2015 21:50