Hluthafar í Volkswagen kæra stjórnendur Finnur Thorlacius skrifar 18. janúar 2016 15:36 Höfuðstöðvar Volkswagen í Wolfsburg. Það er langt frá því gleðiefni að eiga hlutafé í fyrirtæki sem fellur um þriðjung í einum vetfangi eins og gerðist í tilfelli Volkswagen er fyrirtækið varð uppvíst af dísilvélasvindlinu seint á síðasta ári. Það finnst að minnsta kosti ekki þeim 12 hluthöfum í Volkswagen sem nú hafa brugðist við þessu með því að kæra stjórnendur Volkswagen fyrir athæfið. Kærunum gæti þó fjölgað verulega þar sem lögmannsstofan Nieding & Barth mun væntanlega einnig leggja inn kærur fyrir hönd 66 annarra breskra og bandarískra hlutabréfaeigenda í Volkswagen. Því lítur ekki bara út fyrir að Volkswagen þurfi að greiða sektir víða um heim fyrir svindlið heldur þarf fyrirtækið einnig að glíma við fjölmarga hluthafa sína og hugsanlega bæta þeim að fullu upp skaðann á hruni hlutabréfa þeirra. Virði hlutabréfa í Volkswagen hefur fallið um 3.120 milljarða króna eftir að svindlið uppgötvaðist og það verður ekki auðvelt að bæta það að fullu. Volkswagen er þó stöndugt fyrirtæki og hefur lagt mikið fé til hliðar til að glíma við eftirmála dísilvélasvindlsins. Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent
Það er langt frá því gleðiefni að eiga hlutafé í fyrirtæki sem fellur um þriðjung í einum vetfangi eins og gerðist í tilfelli Volkswagen er fyrirtækið varð uppvíst af dísilvélasvindlinu seint á síðasta ári. Það finnst að minnsta kosti ekki þeim 12 hluthöfum í Volkswagen sem nú hafa brugðist við þessu með því að kæra stjórnendur Volkswagen fyrir athæfið. Kærunum gæti þó fjölgað verulega þar sem lögmannsstofan Nieding & Barth mun væntanlega einnig leggja inn kærur fyrir hönd 66 annarra breskra og bandarískra hlutabréfaeigenda í Volkswagen. Því lítur ekki bara út fyrir að Volkswagen þurfi að greiða sektir víða um heim fyrir svindlið heldur þarf fyrirtækið einnig að glíma við fjölmarga hluthafa sína og hugsanlega bæta þeim að fullu upp skaðann á hruni hlutabréfa þeirra. Virði hlutabréfa í Volkswagen hefur fallið um 3.120 milljarða króna eftir að svindlið uppgötvaðist og það verður ekki auðvelt að bæta það að fullu. Volkswagen er þó stöndugt fyrirtæki og hefur lagt mikið fé til hliðar til að glíma við eftirmála dísilvélasvindlsins.
Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent