Ekkert kalli á hugmynd forsætisráðherra um þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 18. janúar 2016 09:01 "Ekki einn einasti einræðisherra er á móti þjóðaratkvæðagreiðslum svo lengi sem hann getur ákveðið sjálfur hvað fari í þjóðaratkvæðagreiðslu og hvenær,“ segir Helgi. vísir/vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, segir ekkert kalla á hugmynd forsætisráðherra um þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. Nærri lagi væri að leggja tillöguna fram yfir höfuð og svo gæti þjóðin kosið um hana – ef hún sjálf kærði sig um það. Það á hins vegar að vera að kröfu þjóðarinnar, ekki forsætisráðherra. Þetta segir Helgi í færslu sem hann birti á vefsvæði Pírata í gærkvöldi. Tilefni færslunnar er orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra sem sagðist í þættinum Eyjunni á Stöð 2 í gær vilja sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. Hann sagðist jafnframt hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslu.Lykilatriði að þjóðin hafi frumkvæðið Helgi Hrafn segir kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu eiga að koma frá almenningi. Sé hún einungis haldin að frumkvæði ráðamanna verði hún fyrst og fremst að pólitísku vopni þeirra sjálfra til þess að búa til þrýsting sjálfum sér til stuðnings. „Það er ekki aukaatriði, heldur lykilatriði, að frumkvæði að þjóðaratkvæðagreiðslum um mál á Alþingi komi frá þjóðinni en ekki ráðamönnum sjálfum. Ekki einn einasti einræðisherra er á móti þjóðaratkvæðagreiðslum svo lengi sem hann getur ákveðið sjálfur hvað fari í þjóðaratkvæðagreiðslu og hvenær,“ segir Helgi. Hann segir mikilvægt að lýðræðislegir ferlar séu skýrir, formlegir, lögfestir og fyrirsjáanlegir. Þeir séu ekki til þess að ráðamenn geti notað þá til þess að afla sér vinsælda, heldur til þess að þjóðin sjálf geti ýmist tekið fyrir hendurnar á Alþingi eða knúið það til að fjalla um tiltekin mál.Minnir á málflutning um ESB viðræðurnar „Það sem þarf er að lýðræðisferlarnir sjálfir, sem eru í grunninn tilgreindir í stjórnarskrá, setji ákvörðunina um þjóðaratkvæðagreiðslur í hendur fólksins sjálfs og að slíkar ákvarðanir séu ekki bara raunhæfar, heldur niðurstaðan einnig bindandi.“ Helgi segir það jafnframt ágætt að forsætisráðherra segist hlynntur því að þjóðin hafi meiri rétt til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslum. [E]n það verður líka að segjast eins og er, að sá málflutningur minnir óneitanlega á málflutning hans í sambandi við Evrópusambands-viðræðurnar fyrir kosningar. Ég hef nefnilega aldrei heyrt stjórnmálamann segjast vera á móti þjóðaratkvæðagreiðslum, svo lengi sem þær annaðhvort eigi sér ekki stað eða skipti ekki máli.“ Tengdar fréttir Sigmundur Davíð reiðubúinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Forsætisráðherra er hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslum og vill til að mynda sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. 17. janúar 2016 20:02 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, segir ekkert kalla á hugmynd forsætisráðherra um þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. Nærri lagi væri að leggja tillöguna fram yfir höfuð og svo gæti þjóðin kosið um hana – ef hún sjálf kærði sig um það. Það á hins vegar að vera að kröfu þjóðarinnar, ekki forsætisráðherra. Þetta segir Helgi í færslu sem hann birti á vefsvæði Pírata í gærkvöldi. Tilefni færslunnar er orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra sem sagðist í þættinum Eyjunni á Stöð 2 í gær vilja sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. Hann sagðist jafnframt hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslu.Lykilatriði að þjóðin hafi frumkvæðið Helgi Hrafn segir kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu eiga að koma frá almenningi. Sé hún einungis haldin að frumkvæði ráðamanna verði hún fyrst og fremst að pólitísku vopni þeirra sjálfra til þess að búa til þrýsting sjálfum sér til stuðnings. „Það er ekki aukaatriði, heldur lykilatriði, að frumkvæði að þjóðaratkvæðagreiðslum um mál á Alþingi komi frá þjóðinni en ekki ráðamönnum sjálfum. Ekki einn einasti einræðisherra er á móti þjóðaratkvæðagreiðslum svo lengi sem hann getur ákveðið sjálfur hvað fari í þjóðaratkvæðagreiðslu og hvenær,“ segir Helgi. Hann segir mikilvægt að lýðræðislegir ferlar séu skýrir, formlegir, lögfestir og fyrirsjáanlegir. Þeir séu ekki til þess að ráðamenn geti notað þá til þess að afla sér vinsælda, heldur til þess að þjóðin sjálf geti ýmist tekið fyrir hendurnar á Alþingi eða knúið það til að fjalla um tiltekin mál.Minnir á málflutning um ESB viðræðurnar „Það sem þarf er að lýðræðisferlarnir sjálfir, sem eru í grunninn tilgreindir í stjórnarskrá, setji ákvörðunina um þjóðaratkvæðagreiðslur í hendur fólksins sjálfs og að slíkar ákvarðanir séu ekki bara raunhæfar, heldur niðurstaðan einnig bindandi.“ Helgi segir það jafnframt ágætt að forsætisráðherra segist hlynntur því að þjóðin hafi meiri rétt til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslum. [E]n það verður líka að segjast eins og er, að sá málflutningur minnir óneitanlega á málflutning hans í sambandi við Evrópusambands-viðræðurnar fyrir kosningar. Ég hef nefnilega aldrei heyrt stjórnmálamann segjast vera á móti þjóðaratkvæðagreiðslum, svo lengi sem þær annaðhvort eigi sér ekki stað eða skipti ekki máli.“
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð reiðubúinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Forsætisráðherra er hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslum og vill til að mynda sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. 17. janúar 2016 20:02 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Sigmundur Davíð reiðubúinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Forsætisráðherra er hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslum og vill til að mynda sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. 17. janúar 2016 20:02