Guðjón Valur reiður eftir tapið í gær Henry Birgir Gunnarsson í Katowice skrifar 18. janúar 2016 07:00 Guðjón Valur Sigurðsson sést hér nýbúinn að þakka Hvít-Rússum fyrir leikinn í gær en svipur landsliðsfyrirliðans segir meira en mörg orð. Vísir/Valli Guðjón Valur Sigurðsson spilaði í gær sinn 50. leik á Evrópumóti. Hann hefur því náð þeim magnaða árangri að spila 50 leiki bæði á HM og EM. Hann skoraði líka sitt 1.700 mark fyrir landsliðið í gær. Því miður komu þessir glæstu áfangar í leik sem fyrirliðinn vill gleyma sem allra fyrst. „Ég er vonsvikinn með okkar leik. Allir leikmenn liðsins eru 20-30 prósentum frá sínu besta,“ sagði Guðjón Valur í leikslok og var reiður. Réttilega. Þessi mikli stríðsmaður kann því illa að tapa leikjum. Hann gat ekki gefið neinar haldgóðar útskýringar á þessum hörmulega varnarleik liðsins gegn Hvít-Rússum. „Við erum bara langt frá mönnum. Erum ekki að ná nógu mörgum stoppum eins og gegn Noregi. Það vantar allt frumkvæði í okkur. Þegar það vantar svona mikið upp á hjá okkur þá vinna þeir þetta hálfa skref sem er svo mikilvægt í lokin. Það er sama hvar er drepið niður fæti hjá okkur. Þetta er vont á bara alla línuna. Því miður.“ Þó að leikurinn hafi verið jafn þá var íslenska liðið skrefi á undan lengstum. Þegar þrettán mínútur voru eftir tókst Hvít-Rússunum að komast yfir og ná frumkvæðinu. „Ég missti aldrei trúna. Ég vonaðist alltaf til þess að þetta myndi koma. Við vorum að hlaupa og leggja helling á okkur. Það sést á því að við skoruðum 38 mörk og sóknarleikurinn var ekkert vandamál hjá okkur í þessum leik,“ sagði fyrirliðinn en hann skoraði fimm mörk í leiknum. „Í fyrri hálfleik eru þeir að keyra seinni bylgjuna og skora grimmt þannig. Við hleypum þeim síðan inn í leikinn með feilum er við komumst vel yfir. Svo í lokin þá skora þeir einfaldlega allt of auðveld mörk. Þegar við náum forskotinu þá köstum við boltanum frá okkur. Það eru vissulega allir að reyna og vilja en við erum ekki að taka skynsamlegar ákvaðanir og verðum að vera agaðri þar.“ Fyrirliðanum hefur oft orðið tíðrætt um á stórmótum að liðið sé komið með hlaupið í hnakkann. Það sé búið að koma sér í vonda stöðu sem það verði að vinna sig úr. Hann er líklega búinn að segja það oftar en hann vildi og þurfti að tala um það aftur í gær. Lokaleikur Íslands í riðlinum er gegn feikisterku liði Króatíu. „Hlaupið verður kaldara og kaldara með hverri mínútunni.“ EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Ísland getur enn farið með fjögur stig inn í milliriðil | Allt eða ekkert leikur á móti Króatíu? Íslenska handboltalandsliðið tapaði í dag fyrir Hvít-Rússum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi. Íslenska liðið hefði tryggt sig áfram með sigri í dag en nú þarf ýmislegt að falla með íslenska liðinu til þess að strákarnir okkar komist áfram upp úr riðlinum. 17. janúar 2016 20:00 Handvarpið: Með bakið upp við hinn fræga vegg Strákarnir okkar eru í vondum málum eftir skelfilegt tap gegn Hvíta-Rússlandi í dag, en farið er yfir leikinn og mögulega Íslands í nýjasta þætti Handvarpsins. 17. janúar 2016 20:16 Aron: Þurfum að gíra okkur upp í algjöran djöfulgang "Við erum skrefi á eftir þeim í öllum okkar aðgerðum í vörninni,“ segir hundsvekktur þjálfari Íslands, Aron Kristjánsson. 17. janúar 2016 18:40 Alexander: Við vorum með þennan leik í vasanum "Það er erfitt að sætta sig við tap þegar maður skorar 38 mörk,“ segir Alexander Petersson en svekkelsið hreinlega lak af honum í leikslok í Spodek-höllinni. 17. janúar 2016 17:34 Alexander rétt á undan Arnóri Atla í einkunnagjöf Hbstatz Alexander Petersson var besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins í tapleiknum á móti Hvíta Rússlandi í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu í Póllandi. 17. janúar 2016 22:45 Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson spilaði í gær sinn 50. leik á Evrópumóti. Hann hefur því náð þeim magnaða árangri að spila 50 leiki bæði á HM og EM. Hann skoraði líka sitt 1.700 mark fyrir landsliðið í gær. Því miður komu þessir glæstu áfangar í leik sem fyrirliðinn vill gleyma sem allra fyrst. „Ég er vonsvikinn með okkar leik. Allir leikmenn liðsins eru 20-30 prósentum frá sínu besta,“ sagði Guðjón Valur í leikslok og var reiður. Réttilega. Þessi mikli stríðsmaður kann því illa að tapa leikjum. Hann gat ekki gefið neinar haldgóðar útskýringar á þessum hörmulega varnarleik liðsins gegn Hvít-Rússum. „Við erum bara langt frá mönnum. Erum ekki að ná nógu mörgum stoppum eins og gegn Noregi. Það vantar allt frumkvæði í okkur. Þegar það vantar svona mikið upp á hjá okkur þá vinna þeir þetta hálfa skref sem er svo mikilvægt í lokin. Það er sama hvar er drepið niður fæti hjá okkur. Þetta er vont á bara alla línuna. Því miður.“ Þó að leikurinn hafi verið jafn þá var íslenska liðið skrefi á undan lengstum. Þegar þrettán mínútur voru eftir tókst Hvít-Rússunum að komast yfir og ná frumkvæðinu. „Ég missti aldrei trúna. Ég vonaðist alltaf til þess að þetta myndi koma. Við vorum að hlaupa og leggja helling á okkur. Það sést á því að við skoruðum 38 mörk og sóknarleikurinn var ekkert vandamál hjá okkur í þessum leik,“ sagði fyrirliðinn en hann skoraði fimm mörk í leiknum. „Í fyrri hálfleik eru þeir að keyra seinni bylgjuna og skora grimmt þannig. Við hleypum þeim síðan inn í leikinn með feilum er við komumst vel yfir. Svo í lokin þá skora þeir einfaldlega allt of auðveld mörk. Þegar við náum forskotinu þá köstum við boltanum frá okkur. Það eru vissulega allir að reyna og vilja en við erum ekki að taka skynsamlegar ákvaðanir og verðum að vera agaðri þar.“ Fyrirliðanum hefur oft orðið tíðrætt um á stórmótum að liðið sé komið með hlaupið í hnakkann. Það sé búið að koma sér í vonda stöðu sem það verði að vinna sig úr. Hann er líklega búinn að segja það oftar en hann vildi og þurfti að tala um það aftur í gær. Lokaleikur Íslands í riðlinum er gegn feikisterku liði Króatíu. „Hlaupið verður kaldara og kaldara með hverri mínútunni.“
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Ísland getur enn farið með fjögur stig inn í milliriðil | Allt eða ekkert leikur á móti Króatíu? Íslenska handboltalandsliðið tapaði í dag fyrir Hvít-Rússum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi. Íslenska liðið hefði tryggt sig áfram með sigri í dag en nú þarf ýmislegt að falla með íslenska liðinu til þess að strákarnir okkar komist áfram upp úr riðlinum. 17. janúar 2016 20:00 Handvarpið: Með bakið upp við hinn fræga vegg Strákarnir okkar eru í vondum málum eftir skelfilegt tap gegn Hvíta-Rússlandi í dag, en farið er yfir leikinn og mögulega Íslands í nýjasta þætti Handvarpsins. 17. janúar 2016 20:16 Aron: Þurfum að gíra okkur upp í algjöran djöfulgang "Við erum skrefi á eftir þeim í öllum okkar aðgerðum í vörninni,“ segir hundsvekktur þjálfari Íslands, Aron Kristjánsson. 17. janúar 2016 18:40 Alexander: Við vorum með þennan leik í vasanum "Það er erfitt að sætta sig við tap þegar maður skorar 38 mörk,“ segir Alexander Petersson en svekkelsið hreinlega lak af honum í leikslok í Spodek-höllinni. 17. janúar 2016 17:34 Alexander rétt á undan Arnóri Atla í einkunnagjöf Hbstatz Alexander Petersson var besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins í tapleiknum á móti Hvíta Rússlandi í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu í Póllandi. 17. janúar 2016 22:45 Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Sjá meira
Ísland getur enn farið með fjögur stig inn í milliriðil | Allt eða ekkert leikur á móti Króatíu? Íslenska handboltalandsliðið tapaði í dag fyrir Hvít-Rússum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi. Íslenska liðið hefði tryggt sig áfram með sigri í dag en nú þarf ýmislegt að falla með íslenska liðinu til þess að strákarnir okkar komist áfram upp úr riðlinum. 17. janúar 2016 20:00
Handvarpið: Með bakið upp við hinn fræga vegg Strákarnir okkar eru í vondum málum eftir skelfilegt tap gegn Hvíta-Rússlandi í dag, en farið er yfir leikinn og mögulega Íslands í nýjasta þætti Handvarpsins. 17. janúar 2016 20:16
Aron: Þurfum að gíra okkur upp í algjöran djöfulgang "Við erum skrefi á eftir þeim í öllum okkar aðgerðum í vörninni,“ segir hundsvekktur þjálfari Íslands, Aron Kristjánsson. 17. janúar 2016 18:40
Alexander: Við vorum með þennan leik í vasanum "Það er erfitt að sætta sig við tap þegar maður skorar 38 mörk,“ segir Alexander Petersson en svekkelsið hreinlega lak af honum í leikslok í Spodek-höllinni. 17. janúar 2016 17:34
Alexander rétt á undan Arnóri Atla í einkunnagjöf Hbstatz Alexander Petersson var besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins í tapleiknum á móti Hvíta Rússlandi í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu í Póllandi. 17. janúar 2016 22:45
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða