Vill leika Pútín Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. janúar 2016 17:56 DiCaprio virðist hafa mikinn áhuga á Pútín, að minnsta kosti sem leiklistaráskorun. vísir/getty Stórleikarinn Leonardo DiCaprio segist hafa mikinn áhuga á því að leika Vladimir Pútín Rússlandsforseta – ef honum gæfist tækifæri til. Ef honum stæði það ekki til boða segist hann þó ekkert hafa á móti því að leika annað hvort Lenín eða Raspútín. Þetta kom fram í samtali leikarans við þýska dablaðið Welt á dögunum. „Pútín væri mjög, mjög, mjög áhugaverður. Mig langar að leika hann,“ sagði hjartaknúsarinn DiCaprio sem sex sinnum hefur hlotið Óskarstilnefningu. Í viðtalinu við Welt rifjaði hann upp fund þeirra Pútíns árið 2010 þegar DiCaprio sótti alþjóðlega ráðstefnu í St. Pétursborg um verndun tígrisdýra. „Sjóðurinn minn er með nokkur verkefni í gangi sem miða að því að styðja fjárhagslega við verndun þessara viltu katta [síberíutígra],“ sagði DiCaprio. „Ég og Pútín töluðum einungis um þessar mögnuðu skepnur, ekki um stjórnmál.“ Þá sagði hann að aðrir rússneskir framámenn heilli hann og að hann hefði ekkert á móti því að bregða sér í þeirra líki einn daginn. Þeirra á meðal eru leiðtogi verkamannabyltingarinnar Vladimír Lenín og Raspútín sem vann náið með rússnesku keisarafjölskyldunni í upphafi 20. aldar. Leonardo fékk á dögunum Golden Globe-verðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Revenant og hefur hann einnig verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir sama hlutverk. Bíó og sjónvarp Golden Globes Óskarinn Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Stórleikarinn Leonardo DiCaprio segist hafa mikinn áhuga á því að leika Vladimir Pútín Rússlandsforseta – ef honum gæfist tækifæri til. Ef honum stæði það ekki til boða segist hann þó ekkert hafa á móti því að leika annað hvort Lenín eða Raspútín. Þetta kom fram í samtali leikarans við þýska dablaðið Welt á dögunum. „Pútín væri mjög, mjög, mjög áhugaverður. Mig langar að leika hann,“ sagði hjartaknúsarinn DiCaprio sem sex sinnum hefur hlotið Óskarstilnefningu. Í viðtalinu við Welt rifjaði hann upp fund þeirra Pútíns árið 2010 þegar DiCaprio sótti alþjóðlega ráðstefnu í St. Pétursborg um verndun tígrisdýra. „Sjóðurinn minn er með nokkur verkefni í gangi sem miða að því að styðja fjárhagslega við verndun þessara viltu katta [síberíutígra],“ sagði DiCaprio. „Ég og Pútín töluðum einungis um þessar mögnuðu skepnur, ekki um stjórnmál.“ Þá sagði hann að aðrir rússneskir framámenn heilli hann og að hann hefði ekkert á móti því að bregða sér í þeirra líki einn daginn. Þeirra á meðal eru leiðtogi verkamannabyltingarinnar Vladimír Lenín og Raspútín sem vann náið með rússnesku keisarafjölskyldunni í upphafi 20. aldar. Leonardo fékk á dögunum Golden Globe-verðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Revenant og hefur hann einnig verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir sama hlutverk.
Bíó og sjónvarp Golden Globes Óskarinn Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira