Fékk heilahristing í gær en má spila á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2016 14:11 Steffen Weinhold fær hér boltann beint í andlitið. Vísir/Getty Dagur Sigurðsson fær að nota hinn öfluga Steffen Weinhold á móti Svíum á Evrópumótinu í handbolta á morgun þrátt fyrir að Weinhold hafi fengið heilahristing í leiknum á móti Spánverjum í gær. Mörg þekkt dæmi eru til, meðal annars hjá íslensku handboltafólki, um alvarlegar afleiðingar slíkra höfuðmeiðsla og þá sérstaklega þegar leikmenn fara of snemma af stað. Þjóðverjar voru samt fljótir að gefa það út að Weinhold yrði með strax í næsta leik. Leikmenn í ameríska fótboltanum þurfa sem dæmi að fara í gegnum margra daga rannsóknir áður en þeir fá grænt ljós á því að spila eftir að hafa fengið heilahristing. Læknir þýska liðsins hefur gefið Weinhold grænt ljós á að spila strax á morgun en Weinhold er fyrirliði þýska liðsins og lykilmaður i vörn sem sókn. „Hann meiddist á tönn og hann fékk heilahristing en hann getur spilað á morgun," sagði Kurt Steuer, læknir þýska handboltalandsliðsins við handboltafréttasíðuna handball-world.com. Steffen Weinhold fékk höfuðhöggið þegar Spánverjinn Jorge Maqueda skaut hann niður í aukakasti í lok fyrri hálfleiks. Jorge Maqueda fékk rautt spjald að launum. Jorge Maqueda baðst afsökunar og Steffen Weinhold hefur það frá félögum sínum í þýska liðinu að Spánverjinn hafi verið mjög leiður yfir þessu. „Þessu máli er því lokið fyrir mér," sagði Steffen Weinhold. Steffen Weinhold hélt áfram að spila í seinni hálfleiknum en skoraði tvö af þremur mörkum sínum fyrir höfuðhöggið. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Norðmenn flýja fjölmiðlahótelið Hótelið sem EHF valdi fyrir fjölmiðlamenn hefur ekki slegið í gegn. Hundagelt og takmörkuð þjónusta er á meðal þess sem einkennir hótelið. 17. janúar 2016 09:30 Kretzschmar líkir Degi Sigurðssyni við Pep Guardiola Þýska handboltagoðsögnin Stefan Kretzschmar telur að Íslendingurinn Dagur Sigurðsson sé hárrétti maðurinn til að þjálfa þýska handboltalandsliðið. 17. janúar 2016 13:00 Hryðjuverkaógn á EM í handbolta Hryðjuverkin í Frakklandi í vetur hafa haft sín áhrif á Evrópumótið í handbolta í Póllandi sem hófst á föstudaginn. Öll öryggisgæsla í kringum mótið hefur verið hert til mikilla muna. 17. janúar 2016 10:30 Guðjón Valur: Þessir sokkar eru engin tískuyfirlýsing Háu sokkarnir sem landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson klæðist hafa vakið athygli og Vísir spurði hann út í málið. 17. janúar 2016 11:30 Kári: Tók aðeins af skegginu fyrir Gaupa Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson, Gaupi, skaut á línumanninn Kára Kristján Kristjánsson fyrir EM. Sagði að hann yrði að raka sig því það væri ekki sjón að sjá hann. Kári tók það til sín en hlýddi ekki alveg. 17. janúar 2016 11:45 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Dagur Sigurðsson fær að nota hinn öfluga Steffen Weinhold á móti Svíum á Evrópumótinu í handbolta á morgun þrátt fyrir að Weinhold hafi fengið heilahristing í leiknum á móti Spánverjum í gær. Mörg þekkt dæmi eru til, meðal annars hjá íslensku handboltafólki, um alvarlegar afleiðingar slíkra höfuðmeiðsla og þá sérstaklega þegar leikmenn fara of snemma af stað. Þjóðverjar voru samt fljótir að gefa það út að Weinhold yrði með strax í næsta leik. Leikmenn í ameríska fótboltanum þurfa sem dæmi að fara í gegnum margra daga rannsóknir áður en þeir fá grænt ljós á því að spila eftir að hafa fengið heilahristing. Læknir þýska liðsins hefur gefið Weinhold grænt ljós á að spila strax á morgun en Weinhold er fyrirliði þýska liðsins og lykilmaður i vörn sem sókn. „Hann meiddist á tönn og hann fékk heilahristing en hann getur spilað á morgun," sagði Kurt Steuer, læknir þýska handboltalandsliðsins við handboltafréttasíðuna handball-world.com. Steffen Weinhold fékk höfuðhöggið þegar Spánverjinn Jorge Maqueda skaut hann niður í aukakasti í lok fyrri hálfleiks. Jorge Maqueda fékk rautt spjald að launum. Jorge Maqueda baðst afsökunar og Steffen Weinhold hefur það frá félögum sínum í þýska liðinu að Spánverjinn hafi verið mjög leiður yfir þessu. „Þessu máli er því lokið fyrir mér," sagði Steffen Weinhold. Steffen Weinhold hélt áfram að spila í seinni hálfleiknum en skoraði tvö af þremur mörkum sínum fyrir höfuðhöggið.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Norðmenn flýja fjölmiðlahótelið Hótelið sem EHF valdi fyrir fjölmiðlamenn hefur ekki slegið í gegn. Hundagelt og takmörkuð þjónusta er á meðal þess sem einkennir hótelið. 17. janúar 2016 09:30 Kretzschmar líkir Degi Sigurðssyni við Pep Guardiola Þýska handboltagoðsögnin Stefan Kretzschmar telur að Íslendingurinn Dagur Sigurðsson sé hárrétti maðurinn til að þjálfa þýska handboltalandsliðið. 17. janúar 2016 13:00 Hryðjuverkaógn á EM í handbolta Hryðjuverkin í Frakklandi í vetur hafa haft sín áhrif á Evrópumótið í handbolta í Póllandi sem hófst á föstudaginn. Öll öryggisgæsla í kringum mótið hefur verið hert til mikilla muna. 17. janúar 2016 10:30 Guðjón Valur: Þessir sokkar eru engin tískuyfirlýsing Háu sokkarnir sem landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson klæðist hafa vakið athygli og Vísir spurði hann út í málið. 17. janúar 2016 11:30 Kári: Tók aðeins af skegginu fyrir Gaupa Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson, Gaupi, skaut á línumanninn Kára Kristján Kristjánsson fyrir EM. Sagði að hann yrði að raka sig því það væri ekki sjón að sjá hann. Kári tók það til sín en hlýddi ekki alveg. 17. janúar 2016 11:45 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Norðmenn flýja fjölmiðlahótelið Hótelið sem EHF valdi fyrir fjölmiðlamenn hefur ekki slegið í gegn. Hundagelt og takmörkuð þjónusta er á meðal þess sem einkennir hótelið. 17. janúar 2016 09:30
Kretzschmar líkir Degi Sigurðssyni við Pep Guardiola Þýska handboltagoðsögnin Stefan Kretzschmar telur að Íslendingurinn Dagur Sigurðsson sé hárrétti maðurinn til að þjálfa þýska handboltalandsliðið. 17. janúar 2016 13:00
Hryðjuverkaógn á EM í handbolta Hryðjuverkin í Frakklandi í vetur hafa haft sín áhrif á Evrópumótið í handbolta í Póllandi sem hófst á föstudaginn. Öll öryggisgæsla í kringum mótið hefur verið hert til mikilla muna. 17. janúar 2016 10:30
Guðjón Valur: Þessir sokkar eru engin tískuyfirlýsing Háu sokkarnir sem landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson klæðist hafa vakið athygli og Vísir spurði hann út í málið. 17. janúar 2016 11:30
Kári: Tók aðeins af skegginu fyrir Gaupa Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson, Gaupi, skaut á línumanninn Kára Kristján Kristjánsson fyrir EM. Sagði að hann yrði að raka sig því það væri ekki sjón að sjá hann. Kári tók það til sín en hlýddi ekki alveg. 17. janúar 2016 11:45