Repúblikanir gagnrýna fangaskipti Bandaríkjanna og Íran Birgir Olgeirsson skrifar 17. janúar 2016 10:44 Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Nokkrir af þeim frambjóðendum sem vonast eftir að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins hafa gagnrýnt stjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta fyrir að hafa fangaskipti við yfirvöld í Íran. Fregnir bárust frá Bandaríkjunum í gær að yfirvöld þar í landi hefðu sleppt sjö Írönum úr haldi og í staðinn fengu fjórir bandarískir fangar í Íran frelsi. Á meðal þessara frambjóðenda Repúblikanaflokksins er Marco Rubio sem sakar Obama-stjórnina um að hafa ekki gengið nógu hart á eftir skilyrðislausri lausn bandarísku fanganna. Rubio var á meðal tuttugu þingmanna sem skrifuðu John Kerry utanríkisráðherra bréf í fyrra þar sem þeir kröfðust þess að þessum föngum yrði sleppt. Er það mat Repúblikana að Obama-stjórnin hefði aldrei átt að eiga þessi fangaskipti við Íran því það veikti stöðu Bandaríkjanna út á við. Telja þeir óvinaþjóðir eiga eftir að keppast við að ná Bandaríkjamönnum sem föngum svo þær geti samið um frelsi félaga sinna. Á meðal þeirra sem gagnrýna þetta samkomulag eru Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey, þingmaðurinn Ted Cruz og Donald Trump.Trump setur til að mynda spurningarmerki við þessi fangaskipti í ljósi þess að þau áttu sér stað sama dag og Bandaríkjastjórn aflétti viðskiptaþvingunum á Íran ásamt Evrópusambandinu í gær. Var það gert vegna þess að yfirvöld í Íran höfðu staðið við samkomulag sem á að koma í veg fyrir þróun kjarnavopna þar í landi. Með þessu samkomulagi losnuðu eignir upp á milljarði dala í Íran og verður hægt að selja olíu sem unnin er í landinu um allan heim. John Kerry fagnaði þessi samkomulagi í gær ásamt utanríkismálastjóra Evrópusambandsins. Báðir voru þeir þeirrar skoðunar að heimurinn væri öruggari fyrir vikið. „Þeir fá sjö manneskjur og eru því að fá 150 milljarði dala plús sjö, og við fáum fjóra,“ var haft eftir Trump. Allir fögnuðu þeir þó frelsi Bandaríkjamannanna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt „Vegna þessara aðgerða er heimurinn allur öruggari því hættan af kjarnavopnum hefur verið minnkuð.“ 16. janúar 2016 00:01 Bandaríkin og Íran skiptast á föngum Fimm Bandaríkjamenn fá frelsi og sjö Íranir. 16. janúar 2016 21:36 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira
Nokkrir af þeim frambjóðendum sem vonast eftir að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins hafa gagnrýnt stjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta fyrir að hafa fangaskipti við yfirvöld í Íran. Fregnir bárust frá Bandaríkjunum í gær að yfirvöld þar í landi hefðu sleppt sjö Írönum úr haldi og í staðinn fengu fjórir bandarískir fangar í Íran frelsi. Á meðal þessara frambjóðenda Repúblikanaflokksins er Marco Rubio sem sakar Obama-stjórnina um að hafa ekki gengið nógu hart á eftir skilyrðislausri lausn bandarísku fanganna. Rubio var á meðal tuttugu þingmanna sem skrifuðu John Kerry utanríkisráðherra bréf í fyrra þar sem þeir kröfðust þess að þessum föngum yrði sleppt. Er það mat Repúblikana að Obama-stjórnin hefði aldrei átt að eiga þessi fangaskipti við Íran því það veikti stöðu Bandaríkjanna út á við. Telja þeir óvinaþjóðir eiga eftir að keppast við að ná Bandaríkjamönnum sem föngum svo þær geti samið um frelsi félaga sinna. Á meðal þeirra sem gagnrýna þetta samkomulag eru Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey, þingmaðurinn Ted Cruz og Donald Trump.Trump setur til að mynda spurningarmerki við þessi fangaskipti í ljósi þess að þau áttu sér stað sama dag og Bandaríkjastjórn aflétti viðskiptaþvingunum á Íran ásamt Evrópusambandinu í gær. Var það gert vegna þess að yfirvöld í Íran höfðu staðið við samkomulag sem á að koma í veg fyrir þróun kjarnavopna þar í landi. Með þessu samkomulagi losnuðu eignir upp á milljarði dala í Íran og verður hægt að selja olíu sem unnin er í landinu um allan heim. John Kerry fagnaði þessi samkomulagi í gær ásamt utanríkismálastjóra Evrópusambandsins. Báðir voru þeir þeirrar skoðunar að heimurinn væri öruggari fyrir vikið. „Þeir fá sjö manneskjur og eru því að fá 150 milljarði dala plús sjö, og við fáum fjóra,“ var haft eftir Trump. Allir fögnuðu þeir þó frelsi Bandaríkjamannanna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt „Vegna þessara aðgerða er heimurinn allur öruggari því hættan af kjarnavopnum hefur verið minnkuð.“ 16. janúar 2016 00:01 Bandaríkin og Íran skiptast á föngum Fimm Bandaríkjamenn fá frelsi og sjö Íranir. 16. janúar 2016 21:36 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira
Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt „Vegna þessara aðgerða er heimurinn allur öruggari því hættan af kjarnavopnum hefur verið minnkuð.“ 16. janúar 2016 00:01
Bandaríkin og Íran skiptast á föngum Fimm Bandaríkjamenn fá frelsi og sjö Íranir. 16. janúar 2016 21:36