„Þessir sokkar veita smá þrýsting á kálfana. Ég hef oft aðeins stífnað í kálfunum og það byrjaði á EM fyrir tveim árum síðan,“ sagði Guðjón Valur en hann er þekktur fyrir að æfa meira en aðrir og hefur á stundum farið fram úr sér.
„Ég er svolítill vitleysingur og á það til að gera svolítið mikið. Það kemur stundum fyrir og sokkarnir hafa verið að hjálpa mér þar. Þeir veita þessum spóaleggjum réttan þrýsting og mér líður betur í kjölfarið,“ segir Guðjón og sló svo aðeins á létta strengi.
„Svo hefur ég verið að heyra að fólkinu í stúkunni finnist þetta svo djöfulli kynþokkafullt. Nei, ég er að grínast. Það er engin tískuyfirlýsing í gangi. Þetta er bara eitthvað sem hjálpar mér.“
Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
