Einar Mikael töframaður hjólar í listamannalaunin: Hvetur til sniðgöngu á verkum þeirra rithöfunda sem mest hafa fengið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. janúar 2016 14:00 Einar Mikael Sverrison, betur þekktur sem Einar Mikael töframaður. Vísir/Vilhelm „Ég hvet alla Íslendinga til að sniðganga bækur þessara rithöfunda, bæði þær sem komið hafa út og þær sem koma munu út á árinu, afþakki þeir ekki listamannalaunin nú og framvegis.“ Þetta skrifar Einar Mikael Sverrison, betur þekktur sem Einar Mikael töframaður, á Facebook-síðu sína þar sem hann gagnrýnir þá rithöfunda sem hann nefnir áskrifendur að listamannalaunum en líkt og úttekt Fréttablaðsins leiddi í ljós hafa ellefu rithöfundar fengið úthlutað listamannalaunum í níu ár eða lengur á síðustu tíu árum.Sjá einnig: Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug„Það sem vantar inn í þá tölu sem bætist við laun rithöfundanna eru tekjurnar sem þeir fá af sölu bóka og má því gera ráð fyrir að heildartalan sem bætist við milljónirnar 35 til 40 sem þeir myndu fá yrði að minnsta kosti 15 til 27 prósent ofan á. Það væru því á bilinu 4 til 10 milljónir sem hver og einn fengi,“ skrifar Einar Mikael sem segist ekki sækjast eftir styrkjum á borð við listamannalaun þrátt fyrir að vera einn af afkastamestu listamönnum landsins. Þeir listamenn sem hafa hlotið hæstu listamannalaunin undanfarin ár. Smella má á myndina til að sjá hana í stærri útgáfu.„Þeir rithöfundar sem hér um ræðir afkasta sorglega litlu miðað við þau laun og tíma sem þeir fá,“ skrifar Einar Mikael sem segist sjálfur meðal annars geta gefið út 40-50 bækur og haldið 1400 töfrasýningar fengi hann 300-500 þúsundur krónur á mánuðu næstu tíu árin.Sjá einnig: Ein bók frá Andra Snæ á síðustu tíu árumÍ pistli sínum gagnrýnir Einar Mikael að ríkið greiði út listamannalaun ár eftir ár til sömu aðila og bendir á að fjármunir ríkisins væri betur nýttir á öðrum sviðum. „Á sama tíma er heilbrigðiskerfið okkar svelt fjárhagslega, fátækt blasir við íslenskum fjölskyldum, íslenska krónan flýtur um á síðasta björgunarhringnum, elítan hirðir fiskinn okkar, vatnsréttindi eru seld úr landi, ellilífeyrisþegar eiga vart fyrir lyfjunum sínum og millistéttin er skattpínd upp í rjáfur.“Sjá einnig: Listamannalaunþegar ársins 2016Einar Mikael hvetur landsmenn alla til þess að sniðganga bækur þeirra rithöfunda sem fái listamannalaun ár eftir ár. Þá nefnir hann að Halldór Laxness hafi ekki þegið listamannalaun en rétt er að halda því til haga að Nóbelsverðlaunahafinn þáði listamannalaun um árabil. „Ég hvet alla Íslendinga til að sniðganga bækur þessara rithöfunda, bæði þær sem komið hafa út og þær sem koma munu út á árinu, afþakki þeir ekki listamannalaunin nú og framvegis.“ Pistil Einars Mikaels má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Mér þykir mjög hryggilegt að lesa um rithöfundana sem hafa verið áskrifendur að listamannalaunum síðastliðin 10 ár og...Posted by Einar Mikael töframaður on Saturday, 16 January 2016Uppfært klukkan 15:20 Fréttin uppfærð með upplýsingum um listamannalaun Halldórs Laxness. Listamannalaun Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
„Ég hvet alla Íslendinga til að sniðganga bækur þessara rithöfunda, bæði þær sem komið hafa út og þær sem koma munu út á árinu, afþakki þeir ekki listamannalaunin nú og framvegis.“ Þetta skrifar Einar Mikael Sverrison, betur þekktur sem Einar Mikael töframaður, á Facebook-síðu sína þar sem hann gagnrýnir þá rithöfunda sem hann nefnir áskrifendur að listamannalaunum en líkt og úttekt Fréttablaðsins leiddi í ljós hafa ellefu rithöfundar fengið úthlutað listamannalaunum í níu ár eða lengur á síðustu tíu árum.Sjá einnig: Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug„Það sem vantar inn í þá tölu sem bætist við laun rithöfundanna eru tekjurnar sem þeir fá af sölu bóka og má því gera ráð fyrir að heildartalan sem bætist við milljónirnar 35 til 40 sem þeir myndu fá yrði að minnsta kosti 15 til 27 prósent ofan á. Það væru því á bilinu 4 til 10 milljónir sem hver og einn fengi,“ skrifar Einar Mikael sem segist ekki sækjast eftir styrkjum á borð við listamannalaun þrátt fyrir að vera einn af afkastamestu listamönnum landsins. Þeir listamenn sem hafa hlotið hæstu listamannalaunin undanfarin ár. Smella má á myndina til að sjá hana í stærri útgáfu.„Þeir rithöfundar sem hér um ræðir afkasta sorglega litlu miðað við þau laun og tíma sem þeir fá,“ skrifar Einar Mikael sem segist sjálfur meðal annars geta gefið út 40-50 bækur og haldið 1400 töfrasýningar fengi hann 300-500 þúsundur krónur á mánuðu næstu tíu árin.Sjá einnig: Ein bók frá Andra Snæ á síðustu tíu árumÍ pistli sínum gagnrýnir Einar Mikael að ríkið greiði út listamannalaun ár eftir ár til sömu aðila og bendir á að fjármunir ríkisins væri betur nýttir á öðrum sviðum. „Á sama tíma er heilbrigðiskerfið okkar svelt fjárhagslega, fátækt blasir við íslenskum fjölskyldum, íslenska krónan flýtur um á síðasta björgunarhringnum, elítan hirðir fiskinn okkar, vatnsréttindi eru seld úr landi, ellilífeyrisþegar eiga vart fyrir lyfjunum sínum og millistéttin er skattpínd upp í rjáfur.“Sjá einnig: Listamannalaunþegar ársins 2016Einar Mikael hvetur landsmenn alla til þess að sniðganga bækur þeirra rithöfunda sem fái listamannalaun ár eftir ár. Þá nefnir hann að Halldór Laxness hafi ekki þegið listamannalaun en rétt er að halda því til haga að Nóbelsverðlaunahafinn þáði listamannalaun um árabil. „Ég hvet alla Íslendinga til að sniðganga bækur þessara rithöfunda, bæði þær sem komið hafa út og þær sem koma munu út á árinu, afþakki þeir ekki listamannalaunin nú og framvegis.“ Pistil Einars Mikaels má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Mér þykir mjög hryggilegt að lesa um rithöfundana sem hafa verið áskrifendur að listamannalaunum síðastliðin 10 ár og...Posted by Einar Mikael töframaður on Saturday, 16 January 2016Uppfært klukkan 15:20 Fréttin uppfærð með upplýsingum um listamannalaun Halldórs Laxness.
Listamannalaun Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira