Alexander Petersson átti flottan leik í vörn íslenska liðsins í sigrinum á Noregi í fyrsta leik liðsins á EM í Póllandi.
Alexander var sá leikmaður í íslenska liðinu sem náði flestum löglegum stoppum í Noregsleiknum eða 9 talsins.
Lögleg stopp eru meðal þess sem er tekið saman í handboltatölfræðinni hjá Hbstatz.is sem er nýtt tölfræðiforrit í íslenskum handbolta.
Hbstatz.is tekur saman tölfræði íslenska liðsins á Evrópumótinu og Vísir hefur fengið leyfi til að sækja upplýsingar í tölfræðikerfið en það kemur með nýja vídd í handboltatölfræði á Íslandi.
Löglegt stopp er þegar leikmaður fær á sig aukakast en sleppur við spjald eða að það sé dæmt á hann víti.
Guðmundur Hólmar Helgason kom næstur Alexander með 6 stopp og þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Bjarki Már Gunnarsson náðu 4 stoppum hvor.
Lögleg stopp hjá íslenska liðinu í sigrinum á Noregi:
Alexander Petersson 9
Guðmundur Hólmar Helgason 6
Ásgeir Örn Hallgrímsson 4
Bjarki Már Gunnarsson 4
Arnór Atlason 2
Vignir Svavarsson 2
Aron Pálmarsson 1
Arnór Þór Gunnarsson 1
Alexander stoppaði Norðmenn níu sinnum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn

Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti



„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

