Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði karla í fótbolta, sendir handboltastrákunum okkar kveðju frá fótboltalandsliðinu sem sjá má hér að ofan.
Handboltalandsliðið mætir Noregi í fyrsta leik á EM klukkan 17.15 í dag en leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Aron Einar á auðvitað bróður í liðinu, hornamanninn Arnþór Þór Gunnarsson sem spilar með Bergischer í Þýskalandi.
„Jæja, það er kominn janúar. Það þýðir bara eitt; lokamót í handbolta. EM. Auðvitað eigum við, Íslendinga, þar flott landslið eins og vanalega,“ segir Aron Einar.
„Þeir eru ekki kallaðir strákarnir okkar fyrir ekki neitt. Við í karlalandsliðinu í fótbolta sendum á þá kveðju og óskum þeim góðs gengis. Við vitum að Íslendingar eiga eftir að vera stoltir af ykkur. Gangi ykkur vel,“ segir Aron Einar Gunnarsson.
Kveðjuna í heild sinni má sjá hér að ofan.
Fótboltastrákarnir senda handboltastrákunum kveðju
Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mest lesið


Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn


Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn





