Með stjörnur í augunum er hann borðaði með Balic Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. janúar 2016 12:00 Akureyringinn Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Vals, er nýliðinn í íslenska landsliðinu og er mættur á sitt fyrsta stórmót. „Ég er virkilega spenntur og það er ótrúlega gaman að fá að taka þátt í þessu,“ segir Guðmundur Hólmar en hvað er skemmtilegast við að vera mættur á stórmót? „Það er þessi upplifun. Að fá að hitta alla þessa leikmenn sem maður er búinn að fylgjast með síðan maður var gutti. Fá líka að æfa með þessum strákum sem maður hefur fylgst með síðan maður var lítill. Eins og í morgunmatnum að þá var bara Ivano Balic á borðinu við hliðina á mér. Þetta er þvílíkt gaman og forréttindi.“Sjá einnig: Ísland er sigurstranglegra liðið Þó svo Guðmundur Hólmar hafi verið með stjörnur í augunum er hann sá Balic þá sat hann á strák sínum og bað ekki um mynd með honum. „Ég var með fiðrildi í maganum en út á við þá reynir maður að halda „kúlinu“. Maður er ekkert að vingast við óvininn.“ Þessi hrausti norðanmaður steig heldur betur upp í undirbúningsleikjunum og heillaði marga með frammistöðu sinni. „Ég er nokkuð sáttur með mitt. Ég er smátt og smátt að fá stærra hlutverk í þessu liði og hef aðeins fengið að koma fram yfir miðju. Það er mjög jákvætt enda var mér farið að líða eins og Sverre á tímabili,“ segir Hólmar glottandi en hann er þar vitanlega að tala um sveitunga sinn Sverre Jakobsson sem stóð vaktina lengi í vörn íslenska liðsins. Þó svo Guðmundur væri að reyna að halda ró sinni og yfirvegun þá mátti sjá spenninginn í honum. Það verður stór stund fyrir hann er þjóðsöngurinn verður leikinn í kvöld.Sjá einnig: Aron: Við vitum að þeir eru góðir en við erum líka góðir „Það eru æskudraumar að rætast hjá mér. Ég verð að reyna að halda stressinu í lágmarki og ánægjunni í hámarki,“ segir Guðmundur Hólmar en þökk sé herbergisfélaga hans, Alexander Peterssyni, þá sefur hann vel á nóttunni. „Hann passar upp á að ég sofi eins og barn allar nætur. Hann fer með lettneskar vögguvísur fyrir mig.“ Sjá má viðtalið við Guðmund Hólmar í heild sinni hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Allir komust heilir úr æfingu dagsins | Myndir Strákarnir okkar tók góða 90 mínútna æfingu í Spodek-höllinni í Katowice og komu allir heilir úr henni. Leikmenn hafa verið veikir og einn meiddist. 14. janúar 2016 12:30 Ólafur Guðmundsson verður upp í stúku á morgun | 16 manna hópurinn klár Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur ákveðið hvaða sextán leikmenn muni skipa hóp íslenska liðsins í fyrsta leik á EM í Póllandi sem er á móti Noregi á morgun. 14. janúar 2016 19:19 Arnór og Vignir saman í einangrun "Við fengum vökva í æð í morgun og ég held að við verðum tilbúnir á morgun,“ segir hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson en hann og línumaðurinn Vignir Svavarsson fengu magakveisu en eru á batavegi. 14. janúar 2016 13:02 Bjarki: Ég er orðinn 100 prósent "Ég er allur að koma til og verð í toppstandi á morgun,“ segir varnarjaxlinn Bjarki Már Gunnarsson en hann hefur verið spurningamerki í undirbúningi landsliðsins. 14. janúar 2016 14:23 Gaupi: Hef ekki enn séð græna ljósið hjá íslenska liðinu Guðjón Guðmunsson segir álit sitt á íslenska liðinu fyrir EM í handbolta. Hann segir ábyrgð Arons Pálmarssonar mikla. 15. janúar 2016 11:00 Veglegt aukablað um EM í handbolta Sérstakt aukablað um Evrópumeistaramótið í handbolta fylgir Fréttablaðinu í dag. 15. janúar 2016 09:59 Norskir sérfræðingar hafa enga trú á strákunum okkar Þrír norskir spekingar spá Noregi allir öðru sætinu í riðlinum á eftir Króatíu. 14. janúar 2016 13:45 Spá íslenska liðinu áttunda sætinu á EM í Póllandi Blaðamenn EHF á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi hafa sett saman í spá um það hvaða þjóðir enda í tíu efstu sætunum á Evrópumótinu sem hefst á morgun. 14. janúar 2016 17:30 Markvarslan veiki punktur íslenska liðsins Norskur sérfræðingur segir að norska liðið muni loksins vinna það íslenska. 15. janúar 2016 08:15 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Fleiri fréttir Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sjá meira
Akureyringinn Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Vals, er nýliðinn í íslenska landsliðinu og er mættur á sitt fyrsta stórmót. „Ég er virkilega spenntur og það er ótrúlega gaman að fá að taka þátt í þessu,“ segir Guðmundur Hólmar en hvað er skemmtilegast við að vera mættur á stórmót? „Það er þessi upplifun. Að fá að hitta alla þessa leikmenn sem maður er búinn að fylgjast með síðan maður var gutti. Fá líka að æfa með þessum strákum sem maður hefur fylgst með síðan maður var lítill. Eins og í morgunmatnum að þá var bara Ivano Balic á borðinu við hliðina á mér. Þetta er þvílíkt gaman og forréttindi.“Sjá einnig: Ísland er sigurstranglegra liðið Þó svo Guðmundur Hólmar hafi verið með stjörnur í augunum er hann sá Balic þá sat hann á strák sínum og bað ekki um mynd með honum. „Ég var með fiðrildi í maganum en út á við þá reynir maður að halda „kúlinu“. Maður er ekkert að vingast við óvininn.“ Þessi hrausti norðanmaður steig heldur betur upp í undirbúningsleikjunum og heillaði marga með frammistöðu sinni. „Ég er nokkuð sáttur með mitt. Ég er smátt og smátt að fá stærra hlutverk í þessu liði og hef aðeins fengið að koma fram yfir miðju. Það er mjög jákvætt enda var mér farið að líða eins og Sverre á tímabili,“ segir Hólmar glottandi en hann er þar vitanlega að tala um sveitunga sinn Sverre Jakobsson sem stóð vaktina lengi í vörn íslenska liðsins. Þó svo Guðmundur væri að reyna að halda ró sinni og yfirvegun þá mátti sjá spenninginn í honum. Það verður stór stund fyrir hann er þjóðsöngurinn verður leikinn í kvöld.Sjá einnig: Aron: Við vitum að þeir eru góðir en við erum líka góðir „Það eru æskudraumar að rætast hjá mér. Ég verð að reyna að halda stressinu í lágmarki og ánægjunni í hámarki,“ segir Guðmundur Hólmar en þökk sé herbergisfélaga hans, Alexander Peterssyni, þá sefur hann vel á nóttunni. „Hann passar upp á að ég sofi eins og barn allar nætur. Hann fer með lettneskar vögguvísur fyrir mig.“ Sjá má viðtalið við Guðmund Hólmar í heild sinni hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Allir komust heilir úr æfingu dagsins | Myndir Strákarnir okkar tók góða 90 mínútna æfingu í Spodek-höllinni í Katowice og komu allir heilir úr henni. Leikmenn hafa verið veikir og einn meiddist. 14. janúar 2016 12:30 Ólafur Guðmundsson verður upp í stúku á morgun | 16 manna hópurinn klár Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur ákveðið hvaða sextán leikmenn muni skipa hóp íslenska liðsins í fyrsta leik á EM í Póllandi sem er á móti Noregi á morgun. 14. janúar 2016 19:19 Arnór og Vignir saman í einangrun "Við fengum vökva í æð í morgun og ég held að við verðum tilbúnir á morgun,“ segir hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson en hann og línumaðurinn Vignir Svavarsson fengu magakveisu en eru á batavegi. 14. janúar 2016 13:02 Bjarki: Ég er orðinn 100 prósent "Ég er allur að koma til og verð í toppstandi á morgun,“ segir varnarjaxlinn Bjarki Már Gunnarsson en hann hefur verið spurningamerki í undirbúningi landsliðsins. 14. janúar 2016 14:23 Gaupi: Hef ekki enn séð græna ljósið hjá íslenska liðinu Guðjón Guðmunsson segir álit sitt á íslenska liðinu fyrir EM í handbolta. Hann segir ábyrgð Arons Pálmarssonar mikla. 15. janúar 2016 11:00 Veglegt aukablað um EM í handbolta Sérstakt aukablað um Evrópumeistaramótið í handbolta fylgir Fréttablaðinu í dag. 15. janúar 2016 09:59 Norskir sérfræðingar hafa enga trú á strákunum okkar Þrír norskir spekingar spá Noregi allir öðru sætinu í riðlinum á eftir Króatíu. 14. janúar 2016 13:45 Spá íslenska liðinu áttunda sætinu á EM í Póllandi Blaðamenn EHF á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi hafa sett saman í spá um það hvaða þjóðir enda í tíu efstu sætunum á Evrópumótinu sem hefst á morgun. 14. janúar 2016 17:30 Markvarslan veiki punktur íslenska liðsins Norskur sérfræðingur segir að norska liðið muni loksins vinna það íslenska. 15. janúar 2016 08:15 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Fleiri fréttir Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sjá meira
Allir komust heilir úr æfingu dagsins | Myndir Strákarnir okkar tók góða 90 mínútna æfingu í Spodek-höllinni í Katowice og komu allir heilir úr henni. Leikmenn hafa verið veikir og einn meiddist. 14. janúar 2016 12:30
Ólafur Guðmundsson verður upp í stúku á morgun | 16 manna hópurinn klár Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur ákveðið hvaða sextán leikmenn muni skipa hóp íslenska liðsins í fyrsta leik á EM í Póllandi sem er á móti Noregi á morgun. 14. janúar 2016 19:19
Arnór og Vignir saman í einangrun "Við fengum vökva í æð í morgun og ég held að við verðum tilbúnir á morgun,“ segir hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson en hann og línumaðurinn Vignir Svavarsson fengu magakveisu en eru á batavegi. 14. janúar 2016 13:02
Bjarki: Ég er orðinn 100 prósent "Ég er allur að koma til og verð í toppstandi á morgun,“ segir varnarjaxlinn Bjarki Már Gunnarsson en hann hefur verið spurningamerki í undirbúningi landsliðsins. 14. janúar 2016 14:23
Gaupi: Hef ekki enn séð græna ljósið hjá íslenska liðinu Guðjón Guðmunsson segir álit sitt á íslenska liðinu fyrir EM í handbolta. Hann segir ábyrgð Arons Pálmarssonar mikla. 15. janúar 2016 11:00
Veglegt aukablað um EM í handbolta Sérstakt aukablað um Evrópumeistaramótið í handbolta fylgir Fréttablaðinu í dag. 15. janúar 2016 09:59
Norskir sérfræðingar hafa enga trú á strákunum okkar Þrír norskir spekingar spá Noregi allir öðru sætinu í riðlinum á eftir Króatíu. 14. janúar 2016 13:45
Spá íslenska liðinu áttunda sætinu á EM í Póllandi Blaðamenn EHF á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi hafa sett saman í spá um það hvaða þjóðir enda í tíu efstu sætunum á Evrópumótinu sem hefst á morgun. 14. janúar 2016 17:30
Markvarslan veiki punktur íslenska liðsins Norskur sérfræðingur segir að norska liðið muni loksins vinna það íslenska. 15. janúar 2016 08:15