Ágreiningur í stjórnarskrárnefnd: „Það er verið að framleiða nýjan ágreining“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. janúar 2016 10:45 Fulltrúi minnihlutans í stjórnarskrárnefnd segir það í höndum meirihlutans að ákveða hvort samkomulag náist. Vísir/Ernir Djúpstæður ágreiningur virðist vera á milli fulltrúa stjórnarinnar og fulltrúa minnihlutans í stjórnarskrárnefnd. Fundur nefndarinnar sem haldinn var í fyrradag skilaði litlum árangri og óljóst er hvað muni gerast á næstu fundum nefndarinnar; hvort samkomulag náist. Fulltrúi Pírata í nefndinni, Aðalheiður Ámundadóttir, segir að fulltrúar minnihlutans bíði nú eftir að meirihlutinn ákveði hvað hann vilji gera. Valgerður Gunnarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, í nefndinni segist vona að nú fari að sjá fyrir endann á vinnu nefndarinnar.Trúir að samkomulag náist „Við erum að reyna að komast að samkomulagi. Þetta er viðamikil vinna og það þarf auðvitað að vanda til svona afgerandi vinnu. þetta eru grunnlög í landinu og það er verið að vanda til vinnunnar,“ segir Valgerður aðspurð um hvernig vinnu nefndarinnar miði áfram. Aðspurð hvort útlit sé fyrir að nefndin nái saman um stjórnarskrárbreytingartillögur segist hún vona að svo sé. „Ég trúi því og ég hef alltaf unnið með það í huga að við myndum ná samkomulagi,“ segir hún. „Við munum hittast aftur og fara yfir það sem við erum að gera.“ Von er á heildstæðum tillögum frá meirihlutanum á næsta fundi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. „Ég vona það að við séum að komast á þann stað,“ segir Valgerður. Þannig að það sér fyrir endann á þessari vinnu? „Það er aldrei hægt að segja neitt afgerandi en ég vona það að við förum að sjá fyrir endann á þessu og það er vilji allra að það gerist.“Vísar á meirihlutann Annað hljóð er hins vegar í Aðalheiði. „Við bara bíðum eftir því hvað [stjórnarmeirihlutinn] vill gera,“ segir hún. „Við vitum ekki hvort þeir vilji [ná saman] yfir höfuð og við sjáum ekki ástæðu til að funda ef við erum alltaf dregin á einhverju. Þannig við bara bíðum eftir að þeir komi með eitthvað útspil.“ Um fundinn á miðvikudag segir hún að eitt atriði hafi staðið út af. „Þeir voru með athugasemd við það og vildu gera breytingar þar á og fleiri atriði atriði sem komu svo inn, og var búinn til ágreiningur líka. Það er verið að framleiða nýjan ágreining í rauninni.“ Aðalheiður vill ekki tjá sig um hvaða atriði hafi verið deilt um. Alþingi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Djúpstæður ágreiningur virðist vera á milli fulltrúa stjórnarinnar og fulltrúa minnihlutans í stjórnarskrárnefnd. Fundur nefndarinnar sem haldinn var í fyrradag skilaði litlum árangri og óljóst er hvað muni gerast á næstu fundum nefndarinnar; hvort samkomulag náist. Fulltrúi Pírata í nefndinni, Aðalheiður Ámundadóttir, segir að fulltrúar minnihlutans bíði nú eftir að meirihlutinn ákveði hvað hann vilji gera. Valgerður Gunnarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, í nefndinni segist vona að nú fari að sjá fyrir endann á vinnu nefndarinnar.Trúir að samkomulag náist „Við erum að reyna að komast að samkomulagi. Þetta er viðamikil vinna og það þarf auðvitað að vanda til svona afgerandi vinnu. þetta eru grunnlög í landinu og það er verið að vanda til vinnunnar,“ segir Valgerður aðspurð um hvernig vinnu nefndarinnar miði áfram. Aðspurð hvort útlit sé fyrir að nefndin nái saman um stjórnarskrárbreytingartillögur segist hún vona að svo sé. „Ég trúi því og ég hef alltaf unnið með það í huga að við myndum ná samkomulagi,“ segir hún. „Við munum hittast aftur og fara yfir það sem við erum að gera.“ Von er á heildstæðum tillögum frá meirihlutanum á næsta fundi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. „Ég vona það að við séum að komast á þann stað,“ segir Valgerður. Þannig að það sér fyrir endann á þessari vinnu? „Það er aldrei hægt að segja neitt afgerandi en ég vona það að við förum að sjá fyrir endann á þessu og það er vilji allra að það gerist.“Vísar á meirihlutann Annað hljóð er hins vegar í Aðalheiði. „Við bara bíðum eftir því hvað [stjórnarmeirihlutinn] vill gera,“ segir hún. „Við vitum ekki hvort þeir vilji [ná saman] yfir höfuð og við sjáum ekki ástæðu til að funda ef við erum alltaf dregin á einhverju. Þannig við bara bíðum eftir að þeir komi með eitthvað útspil.“ Um fundinn á miðvikudag segir hún að eitt atriði hafi staðið út af. „Þeir voru með athugasemd við það og vildu gera breytingar þar á og fleiri atriði atriði sem komu svo inn, og var búinn til ágreiningur líka. Það er verið að framleiða nýjan ágreining í rauninni.“ Aðalheiður vill ekki tjá sig um hvaða atriði hafi verið deilt um.
Alþingi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði