16% vöxtur bílasölu í Evrópu í desember Finnur Thorlacius skrifar 15. janúar 2016 10:30 Renault Megane. Sala bíla í Evrópu í síðasta mánuði var 16% meiri en í sama mánuði árið áður og heildarsalan á árinu jókst um 9,2%. Þetta er 28. mánuðurinn í röð sem bílasala vex í Evrópu. Í desember seldust 1,16 milljón bílar í Evrópu og sumum bílframleiðendum gekk mjög vel í sölu bíla sinna. Renault seldi 28% meira en árið áður og Ford 24% meira. Peugeot/Citroën náði 21% aukningu og því má segja að frönskum bílasmiðum hafi gengið ákaflega vel í lok ársins og það gefur góðar vonir fyrir nýtt ár. Sala Volkswagen bílasamstæðunnar gekk ekki eins vel, en samt var um aukningu að ræða um 4,4%. Sala Volkswagen bíla eingöngu jókst um 5,8%, Audi um 8%, Skoda um 6,6% en sala Seat féll um 9,2% og dróg því niður heildarsölu samstæðunnar. Markaðshlutdeild Volkswagen samstæðunnar með öll sín bílamerki minnkaði í desember úr 25% í 22,5%. Af bílaframleiðendum utan Evrópu jókst salan mest í álfunni í desember hjá Hyundai, eða um 37%. Kia seldi 15% meira, Toyota og Lexus 12% meira og Nissan 9% meira. Af þessum merkjum náði því Hyundai eitt meiri vexti en heildarvöxturinn. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent
Sala bíla í Evrópu í síðasta mánuði var 16% meiri en í sama mánuði árið áður og heildarsalan á árinu jókst um 9,2%. Þetta er 28. mánuðurinn í röð sem bílasala vex í Evrópu. Í desember seldust 1,16 milljón bílar í Evrópu og sumum bílframleiðendum gekk mjög vel í sölu bíla sinna. Renault seldi 28% meira en árið áður og Ford 24% meira. Peugeot/Citroën náði 21% aukningu og því má segja að frönskum bílasmiðum hafi gengið ákaflega vel í lok ársins og það gefur góðar vonir fyrir nýtt ár. Sala Volkswagen bílasamstæðunnar gekk ekki eins vel, en samt var um aukningu að ræða um 4,4%. Sala Volkswagen bíla eingöngu jókst um 5,8%, Audi um 8%, Skoda um 6,6% en sala Seat féll um 9,2% og dróg því niður heildarsölu samstæðunnar. Markaðshlutdeild Volkswagen samstæðunnar með öll sín bílamerki minnkaði í desember úr 25% í 22,5%. Af bílaframleiðendum utan Evrópu jókst salan mest í álfunni í desember hjá Hyundai, eða um 37%. Kia seldi 15% meira, Toyota og Lexus 12% meira og Nissan 9% meira. Af þessum merkjum náði því Hyundai eitt meiri vexti en heildarvöxturinn.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent