Hlutabréf í Renault féllu um 20% vegna gruns um dísilvélasvindl Finnur Thorlacius skrifar 14. janúar 2016 14:44 Renault í slæmum málum. Ef til vill er nýr dísilvélaskandall í uppsiglingu en nú er franski bílasmiðurinn Renault grunaður um samskonar svindl og Volkswagen var staðið að á síðasta ári. Frést hefur að aðilar frá efnahagsbrotadeild hjá frönskum yfirvöldum hafi verið í tíðum heimsóknum á þeim stöðum þar sem framleiðsla og prófun Renault véla fer fram. Efnahagsbrotadeildin á að hafa lagt hendur á tölvubúnað frá þessum stöðum og sé nú að rannsaka hvort samskonar háttur hefur verið hafður á í Renault bílum og Volkswagen bílum. Hlutabréf í Renault hafa ekki verið lægra skráð nú en árið 2008. Hlutabréf annarra bílaframleiðenda hefur einnig fallið nokkuð í kjölfar þessara frétta, meðal annars Peugeot (6.8%), BMW (4.6%), Daimler (5.7%), Fiat Crysler Automobiles (7,9%) og VW (4.4%) og máttu nú bréfin ekki við því hjá Volkswagen. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent
Ef til vill er nýr dísilvélaskandall í uppsiglingu en nú er franski bílasmiðurinn Renault grunaður um samskonar svindl og Volkswagen var staðið að á síðasta ári. Frést hefur að aðilar frá efnahagsbrotadeild hjá frönskum yfirvöldum hafi verið í tíðum heimsóknum á þeim stöðum þar sem framleiðsla og prófun Renault véla fer fram. Efnahagsbrotadeildin á að hafa lagt hendur á tölvubúnað frá þessum stöðum og sé nú að rannsaka hvort samskonar háttur hefur verið hafður á í Renault bílum og Volkswagen bílum. Hlutabréf í Renault hafa ekki verið lægra skráð nú en árið 2008. Hlutabréf annarra bílaframleiðenda hefur einnig fallið nokkuð í kjölfar þessara frétta, meðal annars Peugeot (6.8%), BMW (4.6%), Daimler (5.7%), Fiat Crysler Automobiles (7,9%) og VW (4.4%) og máttu nú bréfin ekki við því hjá Volkswagen.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent