Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Grindavík 71-81 | Grindavík slapp fyrir horn og vann í framlengingu Gunnar Gunnarsson skrifar 14. janúar 2016 20:15 Þorleifur Ólafsson skoraði 21 stig í kvöld. Vísir/Ernir Grindvíkingar voru undir þorra leiksins gegn Hetti á Egilsstöðum í kvöld og sluppu naumlega í framlengingu. Þegar þangað var komið var allur vindur úr Hattarliðinu og Grindvíkingar unnu 71-81. Eftir að hafa tapað öllum ellefu leikjum sínum fyrir áramót virðast Hattarmenn hafa nýtt jólafríið vel. Vörn liðsins er nokkuð þétt og sóknarleikurinn mun agaðri en áður. Grindvíkingar hafa hins vegar verið í andstreymi, tapað síðustu fimm deildarleikjum en tefldu fram nýjum Bandaríkjamanni, Charles Garcia. Hann var kaldur fyrstu mínúturnar og tók mikið af skotum utarlega úr teignum en hitti alls ekki. Eftir að hann var færður undir körfuna í sókninni líka tók hann að skora. Hattarmenn voru ekki heitir heldur og eftir átta mínútna leik 12-10 Hetti í vil. Þá jókst hraðinn og leikhlutinn endaði 20-17. Síðustu körfuna átti miðherjinn Benedikt Hjarðar og svo blokkaði Tobin Carberry Jón Axel Guðmundsson. Liðin spiluðu áfram fína vörn í öðrum leikhluta og þurftu að hafa mikið fyrir að fá almennileg skotfæri. Höttur hafði forustuna og var yfir í hálfleik 39-36. Leikurinn þróast eins í þriðja leikhluta og fyrir hlé. Varnirnar voru þéttar, einkum Hattarmegin og rétt fyrir lok leikhlutans náðu heimamenn mesta forskoti leiksins þegar þeir komust í 56-46. Lukkan var með þeim í síðustu körfu leikhlutans. Þriggja stiga skot geigaði en Mirko Virijevic náði boltanum og setti niður tveggja stiga körfu langt utan úr teig um leið og flautan gall til að tryggja Hetti 58-50. En þar með var lukkan úti, meðal annars því óveðursskýin hrönnuðust upp í formi villna. Jóhann Þór Ólafsson tók líka áhættu og hélt Charles Garcia á bekknum allan leikhlutann. Það reyndist rétt. Í fjarveru hans stigu Ómar Örn Sævarsson og fyrirliðinn Þorleifur Ólafsson upp og skoruðu mikilvægar körfur. Höttur lenti samt fyrst í alvöru vandræðum þegar Mirko fékk sína fimmtu villu, þá nýkominn aftur af bekknum þar sem hann var í stutta stund eftir að hafa fengið þá fjórðu. Þorleifur kom Grindvíkingum yfir í fyrsta sinn í síðan í fyrsta leikhluta þegar 80 sekúndur voru eftir 65-66. Tobin svaraði strax með tveimur vítum og Hattarmenn unnu boltann í vörninni. Brotið var á Helga Birni Einarsson þegar 20 sekúndur voru eftir en hann virtist skjálfhentur og bæði víti hans geiguðu. Jón Axel Guðmundsson var yfirvegaðri hinu megin og setti tvö víti niður og kom Grindvíkingum yfir, 65-67 þegar 15 sekúndur voru eftir. Hattarmenn tóku leikhlé og settu upp í kerfi fyrir Tobin Carberry, sem var stífdekkaður í seinni hálfleik. Honum tókst að losa sig og koma boltanum ofan og Hattarmenn fögnuðu sem leikurinn væri unninn þegar 4,8 sekúndur voru eftir á klukkunni. Grindvíkingar tóku leikhlé og voru snöggir að framkvæma eftir það. Boltinn fór undir körfuna á Jóhann Árna Ólafsson sem fékk villu og tvö skot. Fyrra vítið geigaði en það seinna fór ofan í. Með 2,1 sekúndu eftir á klukkunni negldu heimamenn boltanum langt fram á Sigmar Hákonarson sem náði að keyra upp að körfunni í skot en það geigaði og klukkan rann út. Í framlengingunni virtist allur þróttur úr Hattarmönnum. Helgi og Eysteinn fóru út af með fimm villur og sóknin var svo strand á sterki Grindavíkurvörn að þeir skoruðu aðeins eina körfu. Sigurinn fór því á Suðurnesin.Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkurliðsins,Vísir/ErnirJóhann Þór: Við vorum heppnir Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkurliðsins, sagði að heppnin hefði skilið á milli Hattar og Grindavíkur í kvöld. „Það var grís að við misstum þetta ekki niður í lokin. Þeir misstu sniðskot.“ Hann sagði að sitt lið hefði ekki verið með hugann við leikinn fyrstu þrjá leikhlutana. „Leikur okkar einkenndist af pirring og að við fókuseruðum á hluti sem við stjórnum ekki. Ég var hins vegar ánægður með okkur í fjórða leikhluta og framleningunni. Við sýndum þar styrk og karakter til að klára leikinn.“ Bandaríkjamaðurinn Charles Garcia lék sinn fyrsta deildarleik með Grindavík í kvöld og var geymdur á bekknum allan fjórða leikhlutann. „Hann var aðalmaðurinn í að fókusera á hluti sem við ráðum ekki við og pirra sig á hlutunum. Hann er líka nýkominn og sóknin því stirð með hann en það mun lagast. Ég ákvað því að geyma hann og stóð og féll með þeirri ákvörðun. Eigum við ekki að segja að þetta hafi virkað.“ Í staðinn stigu menn eins og Ómar Örn Sævarsson, Þorleifur Ólafsson og Ingvi Þór Guðmundsson upp. „Þeir voru frábærir. Þeir snéru þessu við fyrir okkur.“Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar.Vísir/AntonViðar Örn: Drullusúrt að klára ekki þennan leik Þrátt fyrir að hafa rétt misst af dýrmætum sigri á lokasekúndum venjulegs leiktíma var Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, ekki ósáttur við leik síns liðs í kvöld. „Leikplanið gekk fínt. Grindavík er með hörku lið en við náðum að halda því niðri með hörku vörn enda var stigaskorið lágt. Við fengum síðasta skotið en það datt ekki og stundum er það svona. Það er drullusúrt að klára ekki þennan leik í dag því mér fannst við góðir. Auðvitað voru hnökrar í leik okkar en við erum að verða betri og betri. Leikurinn hefði getað dottið báðu megin en Grindavík var betri í framlengingunni.“ Villuvandræði reyndu líka á Hattarliðið sem spiluðu lokamínúturnar án miðherjans Mirko Virijevic. Tveir aðrir lykilleikmenn bættust við í framlengingunni. „Við vorum ekki 2 á 3 inni á vellinum en inn á komu leikmenn sem hafa kannski minni reynslu á stundum sem þessari. Í jafnri stöðu í lokin og í framlengingunni voru menn inn á sem í byrjun október höfðu aldrei spilað leik í efstu deild. Þetta fer hins vegar í reynslubankann fræga. Mér finnst við vera þróast í rétta átt og við höldum áfram að byggja ofan á það. Sigrarnir detta, það er engin spurning.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira
Grindvíkingar voru undir þorra leiksins gegn Hetti á Egilsstöðum í kvöld og sluppu naumlega í framlengingu. Þegar þangað var komið var allur vindur úr Hattarliðinu og Grindvíkingar unnu 71-81. Eftir að hafa tapað öllum ellefu leikjum sínum fyrir áramót virðast Hattarmenn hafa nýtt jólafríið vel. Vörn liðsins er nokkuð þétt og sóknarleikurinn mun agaðri en áður. Grindvíkingar hafa hins vegar verið í andstreymi, tapað síðustu fimm deildarleikjum en tefldu fram nýjum Bandaríkjamanni, Charles Garcia. Hann var kaldur fyrstu mínúturnar og tók mikið af skotum utarlega úr teignum en hitti alls ekki. Eftir að hann var færður undir körfuna í sókninni líka tók hann að skora. Hattarmenn voru ekki heitir heldur og eftir átta mínútna leik 12-10 Hetti í vil. Þá jókst hraðinn og leikhlutinn endaði 20-17. Síðustu körfuna átti miðherjinn Benedikt Hjarðar og svo blokkaði Tobin Carberry Jón Axel Guðmundsson. Liðin spiluðu áfram fína vörn í öðrum leikhluta og þurftu að hafa mikið fyrir að fá almennileg skotfæri. Höttur hafði forustuna og var yfir í hálfleik 39-36. Leikurinn þróast eins í þriðja leikhluta og fyrir hlé. Varnirnar voru þéttar, einkum Hattarmegin og rétt fyrir lok leikhlutans náðu heimamenn mesta forskoti leiksins þegar þeir komust í 56-46. Lukkan var með þeim í síðustu körfu leikhlutans. Þriggja stiga skot geigaði en Mirko Virijevic náði boltanum og setti niður tveggja stiga körfu langt utan úr teig um leið og flautan gall til að tryggja Hetti 58-50. En þar með var lukkan úti, meðal annars því óveðursskýin hrönnuðust upp í formi villna. Jóhann Þór Ólafsson tók líka áhættu og hélt Charles Garcia á bekknum allan leikhlutann. Það reyndist rétt. Í fjarveru hans stigu Ómar Örn Sævarsson og fyrirliðinn Þorleifur Ólafsson upp og skoruðu mikilvægar körfur. Höttur lenti samt fyrst í alvöru vandræðum þegar Mirko fékk sína fimmtu villu, þá nýkominn aftur af bekknum þar sem hann var í stutta stund eftir að hafa fengið þá fjórðu. Þorleifur kom Grindvíkingum yfir í fyrsta sinn í síðan í fyrsta leikhluta þegar 80 sekúndur voru eftir 65-66. Tobin svaraði strax með tveimur vítum og Hattarmenn unnu boltann í vörninni. Brotið var á Helga Birni Einarsson þegar 20 sekúndur voru eftir en hann virtist skjálfhentur og bæði víti hans geiguðu. Jón Axel Guðmundsson var yfirvegaðri hinu megin og setti tvö víti niður og kom Grindvíkingum yfir, 65-67 þegar 15 sekúndur voru eftir. Hattarmenn tóku leikhlé og settu upp í kerfi fyrir Tobin Carberry, sem var stífdekkaður í seinni hálfleik. Honum tókst að losa sig og koma boltanum ofan og Hattarmenn fögnuðu sem leikurinn væri unninn þegar 4,8 sekúndur voru eftir á klukkunni. Grindvíkingar tóku leikhlé og voru snöggir að framkvæma eftir það. Boltinn fór undir körfuna á Jóhann Árna Ólafsson sem fékk villu og tvö skot. Fyrra vítið geigaði en það seinna fór ofan í. Með 2,1 sekúndu eftir á klukkunni negldu heimamenn boltanum langt fram á Sigmar Hákonarson sem náði að keyra upp að körfunni í skot en það geigaði og klukkan rann út. Í framlengingunni virtist allur þróttur úr Hattarmönnum. Helgi og Eysteinn fóru út af með fimm villur og sóknin var svo strand á sterki Grindavíkurvörn að þeir skoruðu aðeins eina körfu. Sigurinn fór því á Suðurnesin.Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkurliðsins,Vísir/ErnirJóhann Þór: Við vorum heppnir Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkurliðsins, sagði að heppnin hefði skilið á milli Hattar og Grindavíkur í kvöld. „Það var grís að við misstum þetta ekki niður í lokin. Þeir misstu sniðskot.“ Hann sagði að sitt lið hefði ekki verið með hugann við leikinn fyrstu þrjá leikhlutana. „Leikur okkar einkenndist af pirring og að við fókuseruðum á hluti sem við stjórnum ekki. Ég var hins vegar ánægður með okkur í fjórða leikhluta og framleningunni. Við sýndum þar styrk og karakter til að klára leikinn.“ Bandaríkjamaðurinn Charles Garcia lék sinn fyrsta deildarleik með Grindavík í kvöld og var geymdur á bekknum allan fjórða leikhlutann. „Hann var aðalmaðurinn í að fókusera á hluti sem við ráðum ekki við og pirra sig á hlutunum. Hann er líka nýkominn og sóknin því stirð með hann en það mun lagast. Ég ákvað því að geyma hann og stóð og féll með þeirri ákvörðun. Eigum við ekki að segja að þetta hafi virkað.“ Í staðinn stigu menn eins og Ómar Örn Sævarsson, Þorleifur Ólafsson og Ingvi Þór Guðmundsson upp. „Þeir voru frábærir. Þeir snéru þessu við fyrir okkur.“Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar.Vísir/AntonViðar Örn: Drullusúrt að klára ekki þennan leik Þrátt fyrir að hafa rétt misst af dýrmætum sigri á lokasekúndum venjulegs leiktíma var Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, ekki ósáttur við leik síns liðs í kvöld. „Leikplanið gekk fínt. Grindavík er með hörku lið en við náðum að halda því niðri með hörku vörn enda var stigaskorið lágt. Við fengum síðasta skotið en það datt ekki og stundum er það svona. Það er drullusúrt að klára ekki þennan leik í dag því mér fannst við góðir. Auðvitað voru hnökrar í leik okkar en við erum að verða betri og betri. Leikurinn hefði getað dottið báðu megin en Grindavík var betri í framlengingunni.“ Villuvandræði reyndu líka á Hattarliðið sem spiluðu lokamínúturnar án miðherjans Mirko Virijevic. Tveir aðrir lykilleikmenn bættust við í framlengingunni. „Við vorum ekki 2 á 3 inni á vellinum en inn á komu leikmenn sem hafa kannski minni reynslu á stundum sem þessari. Í jafnri stöðu í lokin og í framlengingunni voru menn inn á sem í byrjun október höfðu aldrei spilað leik í efstu deild. Þetta fer hins vegar í reynslubankann fræga. Mér finnst við vera þróast í rétta átt og við höldum áfram að byggja ofan á það. Sigrarnir detta, það er engin spurning.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira