Norskir sérfræðingar hafa enga trú á strákunum okkar Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. janúar 2016 13:45 Vignir Svavarsson og Sverre Jakobsson láta Harald Reinkind finna fyrir því í sigrinum á EM 2014. vísir/afp Eins og fyrir Evrópumótið í handbolta í Danmörku fyrir tveimur árum þar sem Ísland og Noregur voru saman í riðli hafa norskir handboltasérfræðingar enga trú á íslenska liðinu. Það sama er uppi á teningnum núna, en þrátt fyrir að Noregur hafi ekki unnið strákana okkar í átta ár (9 leikir; 6 sigrar, 3 jafntefli) spá Norðmenn sínum mönnum öðru sæti í riðlinum eftir sigra á Íslandi og Hvíta-Rússlandi.Sjá einnig:Handvarpið: Hitað upp fyrir EM 2016 „Noregur kemst í milliriðil eftir að lenda í öðru sæti riðilsins. Við endum svo í fimmta til áttunda sæti,“ segir Öysten Haväng, fyrrverandi landsliðsmaður, Noregs í viðtali við Verdens Gang. Haväng var fenginn til að spá í spilin ásamt þeim Bent Svele, sérfræðingi TV2, og Frode Scheie, fyrrverandi landsliðsmarkverði Noregs sem starfar fyrir Viasat á mótinu í Póllandi. Þessir herramenn eiga samtals að baki 408 landsleiki fyrir Noreg og eru Svele og Scheie á sama máli og Haväng. „Ég held að Noregur náði öðru sætinu eftir sigra á Íslandi og Hvíta-Rússlandi. Við spilum svo um sjöunda sætið,“ segir Svele.Sjá einnig:Guðjón Valur: Ég vil fá einn allt eða ekkert leik og sjá hvar við stöndum Frode Scheie virðist ætla að gera sömu mistök og hann gerði fyrir tveimur árum, en hann sagði þá íslenska liðið vera komið yfir sín bestu ár og að norsku strákarnir ættu að vinna nokkuð auðveldlega. Strákarnir okkar tróðu því ofan í hann aftur með lauféttum fimm marka sigri, 31-26, en Scheie var hálfpartinn kennt um tapið í Noregi og naut hann lítilli vinsælda fyrir að kveikja í íslenska liðinu. „Ég veðja á að við endum í öðru sæti, en við getum unnið alla leikina. Möguleikar okkar á móti Króatíu eru 40-60, á móti Íslandi, 55-45, og á móti Hvíta-Rússlandi, 60-40. Við endum í sjöunda sæti,“ segir Frode Scheie við Verdens gang.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Hefur hlustað 119 sinnum á íslenska þjóðsönginn á stórmóti Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er á leiðinni á sitt nítjánda stórmót á sextán árum. Guðjón Valur hefur verið með á öllum mótum frá því að hann steig sín fyrstu stórmótaspor í Króatíu í janúar 2000. 14. janúar 2016 06:00 Allir komust heilir úr æfingu dagsins | Myndir Strákarnir okkar tók góða 90 mínútna æfingu í Spodek-höllinni í Katowice og komu allir heilir úr henni. Leikmenn hafa verið veikir og einn meiddist. 14. janúar 2016 12:30 Strákarnir æfa í geimskipinu Strákarnir okkar komu til Katowice í Póllandi í gærkvöld og taka æfingu í keppnishöllinni í dag. 14. janúar 2016 10:30 Er Aron Pálmarsson orðinn jafn góður og Ólafur Stefánsson? Stórskyttan úr Hafnarfirðinum er lykilmaður strákanna okkar á EM 2016 í Póllandi. 14. janúar 2016 16:00 Aron Rafn til Þýskalands Ósáttur við spilatímann í Danmörku og klárar tímabilið í þýsku B-deildinni. 14. janúar 2016 08:12 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira
Eins og fyrir Evrópumótið í handbolta í Danmörku fyrir tveimur árum þar sem Ísland og Noregur voru saman í riðli hafa norskir handboltasérfræðingar enga trú á íslenska liðinu. Það sama er uppi á teningnum núna, en þrátt fyrir að Noregur hafi ekki unnið strákana okkar í átta ár (9 leikir; 6 sigrar, 3 jafntefli) spá Norðmenn sínum mönnum öðru sæti í riðlinum eftir sigra á Íslandi og Hvíta-Rússlandi.Sjá einnig:Handvarpið: Hitað upp fyrir EM 2016 „Noregur kemst í milliriðil eftir að lenda í öðru sæti riðilsins. Við endum svo í fimmta til áttunda sæti,“ segir Öysten Haväng, fyrrverandi landsliðsmaður, Noregs í viðtali við Verdens Gang. Haväng var fenginn til að spá í spilin ásamt þeim Bent Svele, sérfræðingi TV2, og Frode Scheie, fyrrverandi landsliðsmarkverði Noregs sem starfar fyrir Viasat á mótinu í Póllandi. Þessir herramenn eiga samtals að baki 408 landsleiki fyrir Noreg og eru Svele og Scheie á sama máli og Haväng. „Ég held að Noregur náði öðru sætinu eftir sigra á Íslandi og Hvíta-Rússlandi. Við spilum svo um sjöunda sætið,“ segir Svele.Sjá einnig:Guðjón Valur: Ég vil fá einn allt eða ekkert leik og sjá hvar við stöndum Frode Scheie virðist ætla að gera sömu mistök og hann gerði fyrir tveimur árum, en hann sagði þá íslenska liðið vera komið yfir sín bestu ár og að norsku strákarnir ættu að vinna nokkuð auðveldlega. Strákarnir okkar tróðu því ofan í hann aftur með lauféttum fimm marka sigri, 31-26, en Scheie var hálfpartinn kennt um tapið í Noregi og naut hann lítilli vinsælda fyrir að kveikja í íslenska liðinu. „Ég veðja á að við endum í öðru sæti, en við getum unnið alla leikina. Möguleikar okkar á móti Króatíu eru 40-60, á móti Íslandi, 55-45, og á móti Hvíta-Rússlandi, 60-40. Við endum í sjöunda sæti,“ segir Frode Scheie við Verdens gang.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Hefur hlustað 119 sinnum á íslenska þjóðsönginn á stórmóti Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er á leiðinni á sitt nítjánda stórmót á sextán árum. Guðjón Valur hefur verið með á öllum mótum frá því að hann steig sín fyrstu stórmótaspor í Króatíu í janúar 2000. 14. janúar 2016 06:00 Allir komust heilir úr æfingu dagsins | Myndir Strákarnir okkar tók góða 90 mínútna æfingu í Spodek-höllinni í Katowice og komu allir heilir úr henni. Leikmenn hafa verið veikir og einn meiddist. 14. janúar 2016 12:30 Strákarnir æfa í geimskipinu Strákarnir okkar komu til Katowice í Póllandi í gærkvöld og taka æfingu í keppnishöllinni í dag. 14. janúar 2016 10:30 Er Aron Pálmarsson orðinn jafn góður og Ólafur Stefánsson? Stórskyttan úr Hafnarfirðinum er lykilmaður strákanna okkar á EM 2016 í Póllandi. 14. janúar 2016 16:00 Aron Rafn til Þýskalands Ósáttur við spilatímann í Danmörku og klárar tímabilið í þýsku B-deildinni. 14. janúar 2016 08:12 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira
Hefur hlustað 119 sinnum á íslenska þjóðsönginn á stórmóti Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er á leiðinni á sitt nítjánda stórmót á sextán árum. Guðjón Valur hefur verið með á öllum mótum frá því að hann steig sín fyrstu stórmótaspor í Króatíu í janúar 2000. 14. janúar 2016 06:00
Allir komust heilir úr æfingu dagsins | Myndir Strákarnir okkar tók góða 90 mínútna æfingu í Spodek-höllinni í Katowice og komu allir heilir úr henni. Leikmenn hafa verið veikir og einn meiddist. 14. janúar 2016 12:30
Strákarnir æfa í geimskipinu Strákarnir okkar komu til Katowice í Póllandi í gærkvöld og taka æfingu í keppnishöllinni í dag. 14. janúar 2016 10:30
Er Aron Pálmarsson orðinn jafn góður og Ólafur Stefánsson? Stórskyttan úr Hafnarfirðinum er lykilmaður strákanna okkar á EM 2016 í Póllandi. 14. janúar 2016 16:00
Aron Rafn til Þýskalands Ósáttur við spilatímann í Danmörku og klárar tímabilið í þýsku B-deildinni. 14. janúar 2016 08:12