Guðjón Valur: Ég vil fá einn allt eða ekkert leik og sjá hvar við stöndum Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. janúar 2016 11:30 Guðjón Valur Sigurðsson spilar á sínu 19. stórmóti á morgun. vísir/anton brink „Mér finnst standið á liðinu vera gott og ég er gríðarlega bjartsýnn,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, en hann var gestur fyrsta þáttar Handvarpsins, hlaðvarps Vísis um stórmótin í handbolta.Hlustaðu á annan þátt Handvarpsins þar sem hitað er upp fyrir EM 2016. Guðjón Valur leiðir strákana okkar út á völlinn gegn Noregi á morgun klukkan 17.15 í gríðarlega mikilvægum leik sem gæti skorið úr um hvernig framhaldið verður hjá liðinu.Sjá einnig:Guðjón Valur: Ég vil fá meiri pressu á okkur sem fyrir eru í landsliðinu Hann er ekki tilbúinn að spá til um hvar íslenska liðið endar, en hann vill fá einn stóran leik sem gæti mögulega komið Íslandi í Ólympíuumspilið. Um það snýst þetta mót.Guðjón Valur Sigurðsson fagnar marki á HM í Katar.vísir/afpÞurfum ekkert sumarfrí „Ég er ekki tilbúinn að segja til hvort við verðum í fyrsta, öðru, þriðja, fjórða eða fimmta sæti,“ segir Guðjón Valur í Handvarpinu. „Það verður einn leikur sem verður allt eða ekkert leikur. Ég vil fá að komast í svoleiðis leik og fá svoleiðis stund. Þar fáum við að sjá hvar við stöndum og fyrir hvað menn eru búnir að vera að æfa fyrir.“Sjá einnig:Hefur hlustað 119 sinnum á íslenska þjóðsönginn á stórmóti Fyrirliðinn segir að honum lítist vel á liðið, standið á því og móralinn. Hann kveðst bjartsýnn fyrir EM. „Við ætlum okkur náttúrlega að komast í Ólympíuumspilið en við viljum í heildina standa okkur vel í Póllandi. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu eins og ég vona að við getum verið með okkar sterkasta lið. Þá er allt hægt,“ segir Guðjón Valur. Álagið á bestu handboltamenn heims er mikið og ekki minnkar það komist Ísland í umspilið fyrir Ólympíuleikana og hvað þá alla leið til Ríó. „Þá verða aukaleikir í júní, ekkert sumarfrí og Ólympíuleikar. Verðlaunin fyrir að standa sig vel núna þýðir sumarfrí 2017. Enda höfum við ekkert að gera við sumarfrí 2016,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson. Hlusta má á allt hlaðvarpið með Guðjóni Val í spilaranum hér að neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Strákarnir æfa í geimskipinu Strákarnir okkar komu til Katowice í Póllandi í gærkvöld og taka æfingu í keppnishöllinni í dag. 14. janúar 2016 10:30 Tandri Már ekki til Póllands Dettur úr 18 manna landsliðshópi Íslands fyrir EM í Póllandi. 12. janúar 2016 15:01 Aron Rafn til Þýskalands Ósáttur við spilatímann í Danmörku og klárar tímabilið í þýsku B-deildinni. 14. janúar 2016 08:12 Þeir yngri þurfa að fá tækifæri Strákarnir okkar hefja leik á EM á föstudaginn en undirbúningi lauk formlega á sunnudaginn. Enn á eftir að skera niður um einn leikmann. Fréttablaðið leitaði til þriggja sérfræðinga til að fara yfir stöðuna. 12. janúar 2016 06:00 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
„Mér finnst standið á liðinu vera gott og ég er gríðarlega bjartsýnn,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, en hann var gestur fyrsta þáttar Handvarpsins, hlaðvarps Vísis um stórmótin í handbolta.Hlustaðu á annan þátt Handvarpsins þar sem hitað er upp fyrir EM 2016. Guðjón Valur leiðir strákana okkar út á völlinn gegn Noregi á morgun klukkan 17.15 í gríðarlega mikilvægum leik sem gæti skorið úr um hvernig framhaldið verður hjá liðinu.Sjá einnig:Guðjón Valur: Ég vil fá meiri pressu á okkur sem fyrir eru í landsliðinu Hann er ekki tilbúinn að spá til um hvar íslenska liðið endar, en hann vill fá einn stóran leik sem gæti mögulega komið Íslandi í Ólympíuumspilið. Um það snýst þetta mót.Guðjón Valur Sigurðsson fagnar marki á HM í Katar.vísir/afpÞurfum ekkert sumarfrí „Ég er ekki tilbúinn að segja til hvort við verðum í fyrsta, öðru, þriðja, fjórða eða fimmta sæti,“ segir Guðjón Valur í Handvarpinu. „Það verður einn leikur sem verður allt eða ekkert leikur. Ég vil fá að komast í svoleiðis leik og fá svoleiðis stund. Þar fáum við að sjá hvar við stöndum og fyrir hvað menn eru búnir að vera að æfa fyrir.“Sjá einnig:Hefur hlustað 119 sinnum á íslenska þjóðsönginn á stórmóti Fyrirliðinn segir að honum lítist vel á liðið, standið á því og móralinn. Hann kveðst bjartsýnn fyrir EM. „Við ætlum okkur náttúrlega að komast í Ólympíuumspilið en við viljum í heildina standa okkur vel í Póllandi. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu eins og ég vona að við getum verið með okkar sterkasta lið. Þá er allt hægt,“ segir Guðjón Valur. Álagið á bestu handboltamenn heims er mikið og ekki minnkar það komist Ísland í umspilið fyrir Ólympíuleikana og hvað þá alla leið til Ríó. „Þá verða aukaleikir í júní, ekkert sumarfrí og Ólympíuleikar. Verðlaunin fyrir að standa sig vel núna þýðir sumarfrí 2017. Enda höfum við ekkert að gera við sumarfrí 2016,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson. Hlusta má á allt hlaðvarpið með Guðjóni Val í spilaranum hér að neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Strákarnir æfa í geimskipinu Strákarnir okkar komu til Katowice í Póllandi í gærkvöld og taka æfingu í keppnishöllinni í dag. 14. janúar 2016 10:30 Tandri Már ekki til Póllands Dettur úr 18 manna landsliðshópi Íslands fyrir EM í Póllandi. 12. janúar 2016 15:01 Aron Rafn til Þýskalands Ósáttur við spilatímann í Danmörku og klárar tímabilið í þýsku B-deildinni. 14. janúar 2016 08:12 Þeir yngri þurfa að fá tækifæri Strákarnir okkar hefja leik á EM á föstudaginn en undirbúningi lauk formlega á sunnudaginn. Enn á eftir að skera niður um einn leikmann. Fréttablaðið leitaði til þriggja sérfræðinga til að fara yfir stöðuna. 12. janúar 2016 06:00 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
Strákarnir æfa í geimskipinu Strákarnir okkar komu til Katowice í Póllandi í gærkvöld og taka æfingu í keppnishöllinni í dag. 14. janúar 2016 10:30
Tandri Már ekki til Póllands Dettur úr 18 manna landsliðshópi Íslands fyrir EM í Póllandi. 12. janúar 2016 15:01
Aron Rafn til Þýskalands Ósáttur við spilatímann í Danmörku og klárar tímabilið í þýsku B-deildinni. 14. janúar 2016 08:12
Þeir yngri þurfa að fá tækifæri Strákarnir okkar hefja leik á EM á föstudaginn en undirbúningi lauk formlega á sunnudaginn. Enn á eftir að skera niður um einn leikmann. Fréttablaðið leitaði til þriggja sérfræðinga til að fara yfir stöðuna. 12. janúar 2016 06:00